18 ára aldurstakmark?

Nú verður kátt í höllinni, 5 til 6000 manns, tekur stúkan ekki 1000 manns? Ætli einhver verði þar?

Með Björk í Laugardalshöll leika Mark Bell og Damian Taylor sem sjá um raftæki hverskonar, Chris Corsano, ungur og efnilegur trommuleikari, Jónas Sen spilar á orgel og hljómborð. Fyrir tónleikana í Höllinni og heimstónleikaferðina sem fylgir í kjölfarið hefur Björk sett saman 10 kvenna blásturleikararhóp, sem má telja harla óvenjulegt, en hann skipa: Brynja Guðmundsdóttir, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Erla Axelsdóttir, Særún Ósk Pálmadóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Valdis Þorkelsdóttir, Sylvia Hlynsdóttir, Björk Nielsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. midi.is

18 mánaða tónleikaferðalag tekur síðan við hjá Björk og Co. og mun hún klárlega slá í gegn hvar sem hún kemur.

 Húsið opnar kl.18.30 og Björk stígur á sviðið klukkan 20.00

Af hverju er aldurstakmarkið 18 ára? sennilegasta skíringin er að þarna verði selt áfengi.

 


mbl.is Björk stígur á svið í Laugardalshöll í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Fannar Bjarkason

Nei, tónleikarnir hefjast klukkan 8. Annars dettur mér helst í hug að bjórsala beri ábyrgð á aldurstakmarkinu...

Atli Fannar Bjarkason, 9.4.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Árni Þór

Mig langaði bara til að svara einhverjum spurningum sem greinilega hafa vaknað hjá þér.  Ég tek það samt fram að ég er ekki neinn sérfræðingur um þetta.  En ég tel mig nokkuð vissann um að stúkan í Laugardalshöll tekur eitthvað á milli 2000 og 2500 manns í sæti.  Aldurstakmarkið hljómar svolítið eins og að það verði hugsanlega seldur bjór á staðnum, en ef það er málið þá má ekki hleypa yngri en 18 ára inn án þess að vera í fylgd með fullorðnum.  Að lokum langar mig til að leiðrétta einhvern misskilning, ef ég má vitna í fréttina sem þú ert að vitna í:

   "Björk fer á svið stundvíslega klukkan 20, en húsið opnar 18:30"

Því langar mig til að draga í efa að það sé rétt hjá þér að tónleikunum ljúki kl 20:00.

Bestu kveðjur

Árni Þór, 9.4.2007 kl. 12:30

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Björk er snillingur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.4.2007 kl. 12:30

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ehm... er ekki betra að lesa fréttina áður en það er bloggað um hana? Það er skýrt tekið fram að Björk byrji klukkan 20

Er sjálf að fara á þessa tónleika og efast ekki um að það verði nóg af fólki þar. Það er ekki troðið inn í húsið á svona tónleika... sem betur fer 

Heiða B. Heiðars, 9.4.2007 kl. 12:39

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Að sjálfsögðu, fyrirgefið misskilning minn, já húsið opnar kl.18.30 og Björk stígur á svið klukkan 20.00. Svona er þetta auðvitað, og varðandi aldurstakmarkið, þá er þetta bara skiljanlegt ef áfengi verður selt á staðnum. Breyti þessu í færslunni ´aeftir. Takk fyrir góðir hálsar.

Sigfús Sigurþórsson., 9.4.2007 kl. 12:43

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna er eg ykkur ekki sammála Björg gat sungið og verið Tonelsk og allt það ,en núna er þetta lengi buið að vera eins og Nyju fötin Keisarans,engin skylur neitt,en þykist skylja þessa músik  og gó,l ef það skal kalla svo/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 9.4.2007 kl. 13:02

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg gleimdi þvi að kasnki virkar þessi musik betur eftir nokka bjora/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 9.4.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband