Kótabraskið ríður ekki við einteyming.

 

Fyrir rúmum tveimur mánuðum keypti Bergur-Huginn skip og kvóta frá Þorlákshöfn. Reiknað verð fyrir ígildi hvers kílós af þorski var þá um 2.400 krónur. Miðað við að verðið sé nú 3.000 krónur hefur ávöxtun félagsins verið 25% á þessum skamma tíma. Þegar sala aflahlutdeildar hófst eftir breytingu kvótalaganna 1990 var verðið um 200 krónur. Það hefur því fimmtánfaldast á ríflega 15 árum.

 

Þetta er alveg með eindæmum, á meðan smábátasjómenn sem eru að reyna að framfleyta sér og fjölskildu sinn á einhverjum nokkrum tonnum leika Kóngar sér að braska með kvóta fram og til baka, á verði sem sjómenn ráða einganveginn við.

 

Það er ekki mikið mál að ímynda sér hvernig þessi "þjóðareign" skiptist.

 

Hver fær fiskinn í sjónum?

 

Stór hluti fisks deyr úr hreinni og beinni elli.

 

Hvalurinn etur gríðalega stóran part af aflanum í sjónum.

 

Síðan eru það kvóta barónarnir, með risa riksigur á hafinu, "bjarg úlfar", LÍÚ stöffið sem braskar með kvótann, sem er alveg vafamál hvort þeir nokkuð eiga í. Þessir úlfar eru ekki að reyna að fæða neinn nema sjálfan sig, þessir úlfar hafa bankana í vasanum og geta því braskað með kvóta landsmanna fram og til baka, á meðan heilu smábáta fjölskyldurnar eru að naga borðstokkinn og heilu byggðalögin eru að verslast upp og leggjast niður með verðlausar eignir.

 

Þetta er ömurlegt ástand og gjörsamlega óviðunandi ástand hjá þjóð sem á að kallast siðmenntuð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Smelltu ámyndir.

mbl.is Verð á þorski fimmtánfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það verður að breita kerfinu. XF.

Georg Eiður Arnarson, 16.4.2007 kl. 10:35

2 identicon

mikið var þetta dramatískt hjá þér, vantaði fiðluhljóðin bara undir! En því miður ekki mikið rétt í þessu hjá þér. Að það sé virkilega til fólk sem heldur að þeir sem eiga kvóta séu bara að braska með hann, þetta sama fólk er barnslega einfallt að mínu mati.

Leifur sjómaður 16.4.2007 kl. 11:00

3 identicon

Athugasemdin hérna á undan er barnslega einföld. Það minnsta sem hægt er að gera er að rökstyðja sitt mál og vera málefnalegur!

 Það er ekkert leyndarmál að síðan kvótakerfið kom á fyrir um 20 árum síðan, hefur það ekki skilað þeim árangri né þeim markmiðum sem það átti að gera í upphafi.

Ekki ætlar þú ( sá sem skrifar á undan mér ) að reyna að halda því fram, að sjávarþorpin á landsbyggðinni hafa ekki þurft að líða fyrir brask kvótakónganna?

Það eru nokkrir einstaklingar á íslandi sem eiga nánast allan kvóta á landinu. Var það markmið kvótakerfisins í upphafi???

Það er kominn tími til að breyta þessu hallærislega kerfi! Afhverju eiga litlu byggðarlögin að líða fyrir sjávarútvegsstefnu sem er úrelt? Er það réttlæti?

Það eru hinsvegar til fólk sem á kvóta, og heldur uppi öflugu og góðu starfi. En því miður er það ekki nógu algengt! Miklu fleiri hugsa bara um sitt eigið rassgat!  

Einar ( nemi ) 16.4.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 Sæll meistari Georg, ja þú (og þinn flokkur) ert búinn að segja mér að þú kunnir lausnina, og dettur mér ekki í hug að efa það á neinn hátt við ykkur.

Sæll Óskráður Leifur og takk fyrir innlitið og cmmentið. Ég segi í færslunni: Síðan eru það kvóta barónarnir, með risa ryksigur á hafinu. Þarna er ég að vitna í þá sem eiga megnið af kvótanum, segi ekki allir séu "bara" að braska með hann.

Sælir Einar nemi. Það er bara eðlilegt að það séu skiptar skoðanir um þetta, eðlilega og annars verður þetta ekki lagað því þær skapa umræður. Það er akkvurat málið, þótt kvótakerfið hafi upphaflega hafi átta að stýra fiskveiðiheimildum réttlátalega og efla og styrkja sjómenn og byggðalög hefur það algerlega mistekist, margt farið á annan veg en upphaflega var gert ráð fyrir. Þetta er búið að vera í tómu rugli nánast frá upphafi, og eins og þú segir, þessu hallærislega kerfi þarf að breyta, og það í kvelli.

Þakka ykkur innlitið og commentin kæru bloggarar.

Sigfús Sigurþórsson., 16.4.2007 kl. 15:34

5 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

ok,

það vantar alveg "quote" kerfi hérna :D

     Sigfús Sigurþórsson skrifaði,

Fyrir rúmum tveimur mánuðum keypti Bergur-Huginn skip og kvóta frá Þorlákshöfn. Reiknað verð fyrir ígildi hvers kílós af þorski var þá um 2.400 krónur. Miðað við að verðið sé nú 3.000 krónur hefur ávöxtun félagsins verið 25% á þessum skamma tíma. Þegar sala aflahlutdeildar hófst eftir breytingu kvótalaganna 1990 var verðið um 200 krónur. Það hefur því fimmtánfaldast á ríflega 15 árum.

 ok þá langar mig að spurja hvað er að því að BH hafi keypt sér kvóta?, og það hafi viljað þannig til að kvótaverð sé á uppleið, þýðir það ekki að þeir séu bara heppnir með það? en ég veit þar að auki ekki betur en að þeir séu að gera út tvo ísfiskstogara og séu með þann þriðja á leiðinni, það er ekki einsog þetta sé kvóti sem að er verið að kaupa til þess að græða á.

      Sigfús Sigurþórsson. skrifaði

Þetta er alveg með eindæmum, á meðan smábátasjómenn sem eru að reyna að framfleyta sér og fjölskildu sinn á einhverjum nokkrum tonnum leika Kóngar sér að braska með kvóta fram og til baka, á verði sem sjómenn ráða einganveginn við.

afhverju kaupa þeir sér þá ekki líka kvóta ? já og úr því að það er svona rosalega mikið uppúr því að hafa, afhverju fara þeir þá bara ekki að braska með kvóta ?

(ATH ég veit vel að þetta er ekki svo einfalt ég er bara að undirstrika það sem að kemur hérna á eftir)

    Sigfús Sigurþórsson. skrifaði

Stór hluti fisks deyr úr hreinni og beinni elli.

bölvuð helvítis vitleysa, það hefur sjaldan verið jafn lítið af stórfiski einsog núna

t.d. eru nú ekki nema ca 10 ár síðan sem að ég var að vinna í saltfisksfyrirtæki hérna í eyjum og þá var verið með flokka sem að eru 

  • 1,7 - 2,7KG
  • 2.7 - 4,0 KG
  • 4,0 - 6,0 KG
  • 6,0 KG+

og þá voru ca 45 - 50 % sem að fóru í 4,0 - 6,0 KG og 15 % yfir því, það voru síðan 30 % sem að fóru í 2,7 - 4,0 KG restin fór í 1,7 - 2,7 KG

núna held ég að það sé ekkert saltfiskfyrirtæki enþá að reyna við það að setja í 6+ flokk vegna þess að það hreinlega er svo lítið af þessum fisk, já og prósenturnar hafa kannski haldist en bara færst niður um flokk og núna er 1,2 - 1,7 KG flokkur notaður töluvert

(ATH þetta er semsagt þyngdin á hverjum fisk fyrir sig kominn uppúr salti, það má reikna með að ef að fiskur er 5 KG uppúr salti þá hafi hann verið umþað bil 11 - 12 KG uppúr sjó)

    Sigfús Sigurþórsson. skrifaði

Síðan eru það kvóta barónarnir, með risa riksigur á hafinu, "bjarg úlfar", LÍÚ stöffið sem braskar með kvótann, sem er alveg vafamál hvort þeir nokkuð eiga í. Þessir úlfar eru ekki að reyna að fæða neinn nema sjálfan sig, þessir úlfar hafa bankana í vasanum og geta því braskað með kvóta landsmanna fram og til baka, á meðan heilu smábáta fjölskyldurnar eru að naga borðstokkinn og heilu byggðalögin eru að verslast upp og leggjast niður með verðlausar eignir.

 

mikið af þessu er vissulega rétt, að t.d. menn skuli geta keypt upp heilu fyrirtækin og flutt þau annað, það er á sinn hátt að sjálfsögðu virkilega slæmt mál, EN þýðir það ekki bara að menn séu einfaldlega duglegri í viðskiptum  ?

hversvegna héldu menn ekki sínu fyrirtæki gangandi í sínu bæjarfélagi?

 

en já... voðalega virðistu vera bitur yfir því að það gangi betur hjá einhverjum öðrum en þér 

Árni Sigurður Pétursson, 16.4.2007 kl. 18:10

6 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Afsakið að hitt hafi komið tvisvar sinnum

  Óskráður (Einar ( nemi ))

Það er kominn tími til að breyta þessu hallærislega kerfi! Afhverju eiga litlu byggðarlögin að líða fyrir sjávarútvegsstefnu sem er úrelt? Er það réttlæti?

ok þá er bara ein spurning

hvernig ætlaru að breyta því og hvernig ætlaru að réttlæta það að hellingur fyrirtækjum hafa lagt útí óhemju fjárfestingar og lánatökur útaf kvótanum,

á bara að taka kvótann af þessum fyrritækjum ?

á bara að kippa fótunum undan þá enn fleyri  bygðarlögum ?

ég t.d. vill ekki hugsa um það hvað yrði um vestmannaeyjar ef að kvótanum yrði kippt í burtu frá Vinnslustöðinni, Ísfélaginu, Berg-Hugin, Dala Rafn, Þórunni Sveins (ós ehf) og svona væri hægt að telja áfram og áfram

hvað ættu þessi fyrirtæki að gera ?

og síðan annað er, hvað mundir þú gera við þín kíló ? 

Árni Sigurður Pétursson, 16.4.2007 kl. 18:16

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Takk fyrir innlitið og þitt álit Árni Sigurður og ekkert afsaka með tvíinnsetninguna, ég tók bara út þá sem þú settir inn sem óskráður.

Eitthvað grunar mig að þú sér tekki að lesa rétt úr þessari færslu, og skal ég hiklaust taka á mig óskírleika ef hann er.

Þú spyrð hvað sé að því að fyrirtækin hafi keypt kvótann og grætt á honum,, svarið, akkvurat ekkert, þetta snýst ekki um þessi skip né fyrirtæki, heldur snýst þetta um þá stefnu sjávarútvegsins sem er búin að loma þessum málum í þann farveg sem þau eru í. Það er bara einfallt mál að kvótinn er komin á örfárra manna hendur og er þar sama sagan sem þar á við, það er að það er sjáfarútvegsstefnunni að kenna, stefnu sem breyttist úr von sjómanna og byggðalag aí martröð.

Þú segir svo af hverju kaupa þeir sér þá ekki kvóta? já úr því að það er svoan mikið uppúr því að hafa. svarið er í færslunni, þar segi ég að kvótabraskið sé búið að búa til svo hátt verð að einginn ræður við það, allavega ekki "venjulegar´" smábátaútgerðir eins og sum sjávarútvegspláss byggjast á.

Varðandi fiskinn sem deir fyrir aldurs sakir svarar þú þér nú bara sjálfur og tekur ío sama streng, því þú segir að aldrei sé eins mikið af stófiski og nú!!!!! AKKKVURAT.

Veltu þessu aðeins fyrir þér.

Þú segir bitur, já ekki skal ég neita því, að ég sé bitur um hvernig er komið í sjávarútvegsmálum okkar og hvernig er komið fyrir afar mörgum sjávarútvegsplássum í landinu, viðurkenni það fúslega.

Ég ætla ekki að svara hér fyrir´það sem þú beinir til Óskráðar Einars, en mig langar að benta á eitt sem margur sem sér hvða kvótakerfið er búið að gera. Fæstir ef nokkur er að tala um að "TAKA" kvótann af þeim sem hafa fjáfest í honum og eru að nýta sinn kvóta, flestir vilja bara fá stjórnvöld til að finna lausn, áður enn þessi verst stöddu sjávarpláss standa auð með handónýtar eignir sem bitnar á saklausu fólki sem vildi eingöngu framfleyta sér og byggja upp sjálfbært sveitafélag. Það er klárt mál að kvótann er hægt að endurheimta með litlum skaða, kvótinn er og á að vera þjóðareign sem nýta á á samgjarnan hátt, ekki til að búa til einhverja útvalda auðkýfinga.

Þakka innlegg þitt Árni Sigurður.

Sigfús Sigurþórsson., 16.4.2007 kl. 21:46

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Niður með kvótakerfið!  

Hvað er annars títt Sigfús? Ertu ekki hress og kátur eins og venjulega? 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.4.2007 kl. 23:22

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ hæ, já niður til %&$#%/&&%/ með það. Jú þakka þér fyrir, alveg meyri háttar hress, það er svo gaman að lifa að það hálfa væri nóg.

Sigfús Sigurþórsson., 16.4.2007 kl. 23:32

10 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Sigfús Sigurþórsson. skrifaði

Þú segir svo af hverju kaupa þeir sér þá ekki kvóta? já úr því að það er svoan mikið uppúr því að hafa. svarið er í færslunni, þar segi ég að kvótabraskið sé búið að búa til svo hátt verð að einginn ræður við það, allavega ekki "venjulegar´" smábátaútgerðir eins og sum sjávarútvegspláss byggjast á.

ég reyndar veit vel að menn geti ekki keypt kvóta sísvona, einmitt vegna verðs á honum, en aftur á móti þá þarf enginn að segja mér að maggi kristins hafi keypt kvóta fyrir einn og hálfan milljarð á undanförnum 2 árum og tekið það uppúr rassvasanum, eða að aðrir sem að kaupi kvóta geri það, bankakerfin redda mönnum peningum fyrir kvóta ef að þannig er, en aftur á móti kemur á móti að meðal smábátasjómaður getur ekki séð fram á það að halda sínum kv+ota (vegna skerðingar sem að verður því miður allt of oft) og þess vegna standa menn nú ekki í því, nema aðalega í aukategundunum, ég vill taka það fram að ég veit þetta alveg, bara fer smávegis í taugarnar á mér þegar að menn (ath ekki bara þú heldur menn almennt) tala um að sumir geti hlutina en aðrir ekki(og þaðan átti bitur commentið einmitt að koma inní það hjá mér)

    Sigfús Sigurþórsson. skrifaði

Varðandi fiskinn sem deir fyrir aldurs sakir svarar þú þér nú bara sjálfur og tekur ío sama streng, því þú segir að aldrei sé eins mikið af stófiski og nú!!!!! AKKKVURAT.

    ég skrifaði aftur á móti 

 

bölvuð helvítis vitleysa, það hefur sjaldan verið jafn lítið af stórfiski einsog núna

og ef að þú lest í gegnum þetta hjá mér þá sérðu að það er lítið af stórum fiski sem að kemur á land, og það er, því miður, ekki vegna þess að hann drepst sjálfur, hann bara er ekki til staðar það er vandamálið, það er búið að veiða hann og fiskur sem að er veiddur núna sem 5 kg verður víst aldrei 12 kg eða stærri

nú var ég sjálfur smábátasjómaður hérna í eyjum fyrir nokkrum árum og það voru ákveðnir staðir hérna sem að fékkst alltaf stór fiskur á, man ég það t.d. að það kom fyrir dag eftir dag hjá okkur að meðalvikt á þorksi hjá okkur var í kringum 13 - 15 kg dag

 nú vinn ég nú á fiskmarkaðinum í eyjum og þó svo að menn séu á sömu stöðum þá sjást þessir fiskar bara alls ekki, og það er ekki vegna þess að hann drepst úr elli, enda ef að fiskur væri að drepast úr elli í sjónum í dag þá væri meira en nóg af fiski í hafinu, og þar að leiðandi væri mun meiri kvóti

og þá komum við einnig af annarri ástæðu fyrir því að kvóta verð er hátt

það einfaldlega er alltaf verið að minnka kvótann og þar að leiðandi hækkar verðið (elst regla í viðskiptum, meira framboð minna verð og öfugt)

t.d. er ástæða fyrir því að verð á kvóta hefur hækkað mikið síðan að Bergur Hugin keypti þennan bát og kvóta í þorlákshöfn, það var gefið út núna fyrir stuttu síðan að kvóti yrði ekki líklegast ekki aukinn á næsta fiskveiðiári, og jafnvel skertur

það þýðir að menn reyna að kaupa sér kvóta núna til þess að geta haldið út sínum bátum áfram, sem að þýðir að eftirspurn eykst, en framboðið minnkar með hverjum kaupum 

Sigfús Sigurþórsson. skrifaði

 Ég ætla ekki að svara hér fyrir´það sem þú beinir til Óskráðar Einars, en mig langar að benta á eitt sem margur sem sér hvða kvótakerfið er búið að gera. Fæstir ef nokkur er að tala um að "TAKA" kvótann af þeim sem hafa fjáfest í honum og eru að nýta sinn kvóta, flestir vilja bara fá stjórnvöld til að finna lausn

 það er nefnilega vandamálið, ég held að því  miður þá sé bara einfaldlega vonlaust að skipta þessu kerfi út, einhverjir hafa nefnt það að koma með sóknardaga kerfi í staðin, en þá er alltaf spurningin, hvað með fyrirtækin sem að hafa fjárfest og skuldsett sig til að eigna sér kvóta

með kveðju

Árni Sigurður Pétursson 

Árni Sigurður Pétursson, 17.4.2007 kl. 16:36

11 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

og já.. afsakið kannski þessa ógurlegu lengd á svörunum hjá mér

Árni Sigurður Pétursson, 17.4.2007 kl. 16:37

12 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Sigfús Sigurþórsson. skrifaði

Þú segir svo af hverju kaupa þeir sér þá ekki kvóta? já úr því að það er svoan mikið uppúr því að hafa. svarið er í færslunni, þar segi ég að kvótabraskið sé búið að búa til svo hátt verð að einginn ræður við það, allavega ekki "venjulegar´" smábátaútgerðir eins og sum sjávarútvegspláss byggjast á.

ég reyndar veit vel að menn geti ekki keypt kvóta sísvona, einmitt vegna verðs á honum, en aftur á móti þá þarf enginn að segja mér að maggi kristins hafi keypt kvóta fyrir einn og hálfan milljarð á undanförnum 2 árum og tekið það uppúr rassvasanum, eða að aðrir sem að kaupi kvóta geri það, bankakerfin redda mönnum peningum fyrir kvóta ef að þannig er, en aftur á móti kemur á móti að meðal smábátasjómaður getur ekki séð fram á það að halda sínum kv+ota (vegna skerðingar sem að verður því miður allt of oft) og þess vegna standa menn nú ekki í því, nema aðalega í aukategundunum, ég vill taka það fram að ég veit þetta alveg, bara fer smávegis í taugarnar á mér þegar að menn (ath ekki bara þú heldur menn almennt) tala um að sumir geti hlutina en aðrir ekki(og þaðan átti bitur commentið einmitt að koma inní það hjá mér)

    Sigfús Sigurþórsson. skrifaði

Varðandi fiskinn sem deir fyrir aldurs sakir svarar þú þér nú bara sjálfur og tekur ío sama streng, því þú segir að aldrei sé eins mikið af stófiski og nú!!!!! AKKKVURAT.

    ég skrifaði aftur á móti 

 

bölvuð helvítis vitleysa, það hefur sjaldan verið jafn lítið af stórfiski einsog núna

og ef að þú lest í gegnum þetta hjá mér þá sérðu að það er lítið af stórum fiski sem að kemur á land, og það er, því miður, ekki vegna þess að hann drepst sjálfur, hann bara er ekki til staðar það er vandamálið, það er búið að veiða hann og fiskur sem að er veiddur núna sem 5 kg verður víst aldrei 12 kg eða stærri

nú var ég sjálfur smábátasjómaður hérna í eyjum fyrir nokkrum árum og það voru ákveðnir staðir hérna sem að fékkst alltaf stór fiskur á, man ég það t.d. að það kom fyrir dag eftir dag hjá okkur að meðalvikt á þorksi hjá okkur var í kringum 13 - 15 kg dag

 nú vinn ég nú á fiskmarkaðinum í eyjum og þó svo að menn séu á sömu stöðum þá sjást þessir fiskar bara alls ekki, og það er ekki vegna þess að hann drepst úr elli, enda ef að fiskur væri að drepast úr elli í sjónum í dag þá væri meira en nóg af fiski í hafinu, og þar að leiðandi væri mun meiri kvóti

og þá komum við einnig af annarri ástæðu fyrir því að kvóta verð er hátt

það einfaldlega er alltaf verið að minnka kvótann og þar að leiðandi hækkar verðið (elst regla í viðskiptum, meira framboð minna verð og öfugt)

t.d. er ástæða fyrir því að verð á kvóta hefur hækkað mikið síðan að Bergur Hugin keypti þennan bát og kvóta í þorlákshöfn, það var gefið út núna fyrir stuttu síðan að kvóti yrði ekki líklegast ekki aukinn á næsta fiskveiðiári, og jafnvel skertur

það þýðir að menn reyna að kaupa sér kvóta núna til þess að geta haldið út sínum bátum áfram, sem að þýðir að eftirspurn eykst, en framboðið minnkar með hverjum kaupum 

Sigfús Sigurþórsson. skrifaði

 Ég ætla ekki að svara hér fyrir´það sem þú beinir til Óskráðar Einars, en mig langar að benta á eitt sem margur sem sér hvða kvótakerfið er búið að gera. Fæstir ef nokkur er að tala um að "TAKA" kvótann af þeim sem hafa fjáfest í honum og eru að nýta sinn kvóta, flestir vilja bara fá stjórnvöld til að finna lausn

 það er nefnilega vandamálið, ég held að því  miður þá sé bara einfaldlega vonlaust að skipta þessu kerfi út, einhverjir hafa nefnt það að koma með sóknardaga kerfi í staðin, en þá er alltaf spurningin, hvað með fyrirtækin sem að hafa fjárfest og skuldsett sig til að eigna sér kvóta

með kveðju

Árni Sigurður Pétursson 

Árni Sigurður Pétursson, 17.4.2007 kl. 16:57

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll og blessaður Árni Sigurður.

Stórundarlegt finnst mér með það, að lítið sé um stórfisk hjá þér og ykkur í Eyjum. Ég er í nokkuð góðu sambandi við skipstjóra og sjómenn nokkuð víða á landsbyggðinni, ke,ur það til vegna þess að ég á baki eitthvða kringum 27 ára skipstjóra og sjómannsferil ásamt því sem ég vill nefna útgerðar basli.

Við skulum nú algerlega taka útúr umræðunni þessi skip og útgerð sem þú nefnir og var í fréttinni nefnt, færslan gerð við fréttina vegna kvótaverðs, verðs á kg, færsla mín snýst hvorki um skipið né útgeerð þess þótt tengja megi það sjálfsagt saman, en geri það þá sá sem það vill, hún snýst um kvótavandamálið.

Það er klárt mál að það er alveg nákvæmlega sárir menn eru þegar rætt er um að "taka" kvótann og breyta kvótakefinu, því verður breytt, spurningin er bara hvernig og hvenær. Ekki dettur mér í hug að mælast til þess að útgerð sem keypt hefur sér kvóta missi eða sleppi sínum kvóta nema fá eitthvað í staðinn, verði eins litlu tjóni og mögulegt er, eeeen hversu mikið er tjónið orðið hjá mörgum? hvenær eiga "sumar" sjáfapláss fjölskildur að fá að sjá bjartari framtíð? byggðalög að sjá slæma þróun sína snúast við? Ef við sleppum því að horfa bara á Eyjar þá sjá allir að ekki verður hjá því komist að gera stórfeldar breytingar, en þá er það stór aspurningi, HVERNIG Á AÐ GERA ÞAÐ?

Sigfús Sigurþórsson., 17.4.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband