Vísnagáta dagsins.

Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

 

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:.

 

Aptur og fram það fer

svo furðu lítt á ber,

mörgum er það missir sár,

meðan óspilt er

hressíng gefur góða,

geingur á milli þjóða

-

-

Rétt svar barst við gátu dagsinn kl.16.54

Rétt svar er: Mannorð

Rétt svar gaf: Davíð Geirsson 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir nákvæma greiningu á vísunni tel ég að þetta sé ökuskírteini.

Már Högnason 27.4.2007 kl. 06:33

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góðan daginn Már, nei ekki er það rétt, og efast ég ekkert im góða greiningu, en það er eins og með annað, stundum þarf maður að greina tvisvar eða þrisvar.

Vísbending: Þetta er ekki hlutur.

Sigfús Sigurþórsson., 27.4.2007 kl. 06:43

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki er það loft kappi, en samt er þetta nauðsynlegt öllum (ekki víst)

Sigfús Sigurþórsson., 27.4.2007 kl. 08:35

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki er það vatn.

Þetta er nokkuð sem flest mannfólk hefur, en hefur mismikið af, skeppnur hafa þetta líka en við kannski svo kunnug því hjá þeim blessuðum.

Sigfús Sigurþórsson., 27.4.2007 kl. 09:29

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

                    Neibbbb.

 

Aptur og fram það fer> Misjafnlega sterkt/misjafnlega mikið af því.

 

svo furðu lítt á ber,> Oftast nær ekki áberandi,eeeen getur verið það.

Sigfús Sigurþórsson., 27.4.2007 kl. 10:19

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

       Nei kappi ekki er það rétt.

 

mörgum er það missir sár,> Sá/sú það sem hefur haft það og missir, gæti orðið fyrir niðurbroti.

 

meðan óspilt er> Á meðan það er hreint, er gengið teinrétt/ur ef svo má að orði komast.

 

hressíng gefur góða,> Gefur vellíðan, útá við sem og inná við.

 

Hvernig er það eginlega, ertu bara einn að berjast í þessu, hafa aðrir bloggarar ekkert gaman af svona vísnagátum?

 

Er að fara á 2 fundi og verð ekki nálægt tölvum fyrr en eftir kl.1400 ca.

Sigfús Sigurþórsson., 27.4.2007 kl. 10:47

7 identicon

Afréttari?

Már Högnason 27.4.2007 kl. 13:47

8 identicon

Orð

Már Högnason 27.4.2007 kl. 14:32

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ og hó, afsakið að ég náði ekki að svara fyrr, kom aðein í tölvu um 13.40 og var að byrja þegar ég var kallaður í snarhasti á þriðja fundinn í dag.

 Nei við þessum ágeiskunum ykkar, ekki eru það orðin.

Hvað er það sem þið td. bloggarar egið og ég gæti skaðað hvar sem ég er?

Sigfús Sigurþórsson., 27.4.2007 kl. 16:44

10 Smámynd: Davíð Geirsson

Ég veit ég kem seint inn og fyrirgefpu Gunnar, en ég held að þetta sé mannorð

Davíð Geirsson, 27.4.2007 kl. 16:54

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta er ekki hlutur, heldur eigi þið/við þetta sjálf, hvar í heiminum sem við erum og aðrir geta klárlega skaðað það.

Sigfús Sigurþórsson., 27.4.2007 kl. 16:57

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það var hárrétt svar Davíð.

Svarið er: Mannorð.

Til hamingju Davíð.

Spáið samt í sum orðin sem búin eru að koma, sum þeirra eiga bara ágætlega við þessa gátu.

Sigfús Sigurþórsson., 27.4.2007 kl. 16:59

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, góður Gunnar Þór.

Hér er ein í léttari kanntinum ef einhver vill spreyta sig á auka gátu.

Hana gerði margur mér
Má á sumum líta
Stundum hún á himni er
Hratt ef menn sér flýta

Sigfús Sigurþórsson., 27.4.2007 kl. 17:07

14 identicon

Ég hvet til þess að ökuskírteinið verði tekið til endurskoðunar.

Már Högnason 27.4.2007 kl. 19:54

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki að ræða það.

Þetta er nokkuð sem bæði Sólin og mannskepnan gerir mikið af

Mæli með að horft er vel á línu 1 og 3

Sigfús Sigurþórsson., 27.4.2007 kl. 21:44

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 Já einmitt.

Má á sumum líta/má á sumum sjá:

Gæti verið andlitsbreyting 


Stundum hún á himni er> Hvað ef sama orð væri hér (og með andlitsbreutinguna)

Sigfús Sigurþórsson., 28.4.2007 kl. 00:03

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt er það Gunnar Þór, en varla á það við um Stundum hún á himni er.

en samt er gretta ekkert ótengt orðinu sem ég leita að, reyna betur og notið sama stafafjölda.

Sigfús Sigurþórsson., 28.4.2007 kl. 00:32

18 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Andlitsbreyting.

Sigfús Sigurþórsson., 28.4.2007 kl. 00:47

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já er það ekki? það gerir blessuð sólin, núna þessa stundina er hún að reyna að glenna sig í gegnum skýin og þá rofar til í hugskotssjónum okkar.

Sigfús Sigurþórsson., 28.4.2007 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband