Mánudagur, 30. apríl 2007
Trúir einhver því að fátæktinni verði eytt á næsta kjörtímabili?
Við þessa frétt á Mbl. er nákvæmlega eingu að bæta, bara ein spurning. Trúir því einhver að henni (fátæktinni) verði eytt á næsta kjörtímabili?
Krafan 1. maí að fátækt verði útrýmt á Íslandi
Það er krafa dagsins að fátækt verði útrýmt í einu ríkasta landi veraldar," segir í ávarpi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, Bandalags háskólamanna, Kennarasambands Íslands og Iðnnemasambands Íslands í tilefni af baráttudegi verkamanna, 1. maí.
Í ávarpinu segir, að á tímum aukins misréttis og vaxandi ójafnaðar í tekjuskiptingu þjóðarinnar sé mikilvægt að launafólk snúi bökum saman til að bæta kjör launafólks og vinna að því að útrýma fátækt í landinu. Yfir 5000 börn á Íslandi lifi undir fátæktarmörkum og bilið milli ofurlaunamanna og þeirra sem lifa á almennum launakjörum breikkar stöðugt. Þeir sem hafi lifibrauð sitt af fjármagnstekjum búa við allt aðra skattlagningu en almennt launafólk. Þetta misrétti í launa- og skattamálum verði að uppræta.
Þá þurfi að gera stórátak í að bæta kjör aldraðra og öryrkja og mikilvægt sé, að draga úr tekjutengingu bóta.
Baráttufundir í tilefni dagsins verða um allt land. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi kl. 13 en gangan leggur af stað kl. 13:30 niður Laugaveg á Ingólfstorg þar sem útifundur hefst klukkan 14:10. Þar mun Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, m.a. flytja ávarp.
Krafan 1. maí að fátækt verði útrýmt á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.5.2007 kl. 10:37 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 159242
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til að útrýma fátækt þurfum við að skilgreina hana.
Er fátækt að þurfa að svelta heilu daganna?
Er fátækt að geta ekki átt efni á nýju leikjatölvunni og kept nýtt plasma sjónvarp?
Hvaða skilgreiningar notum við? Ef við notum skilgreininguna sem koma hérna í vetur að fátækasti hluti þjóðarinnar eru þau 5% sem hafa minnstu tekjurnar. Það er fólkið með 5% lægstu launinn. ef fátæktin er skilgreint svona þá verður henni aldrei útrýmt því það verða alltaf einhverjir 5% prósent sem hafa minna en aðrir.
1 spurning. eru þetta 5000 börn eða eru þetta 5000 tilkynningar um börn? ég spyr hvort hver tilkynning um barn sem býr í fátækt sé talinn sem eitt sérstakt barn.
En jú það þarf auðvitað að bæta kjörinn. Núna þegar við getum það eigum við að gera það.
1 gullmoli í lokinn:
Það verður aldrei hægt að útrýma vandamálum. með lausn eins vandamál kemur upp annað.
Fannar frá Rifi, 30.4.2007 kl. 20:36
Lægri stétt verður alltaf nauðsynleg samfélaginu, henni á ekki að reyna að útrýma. Annars trúi ég því að raunveruleg fátækt á Íslandi nái til 100 manns í mesta lagi. Hinsvegar er tilhneiging í dag til þess að flokka alla fátæka sem ekki eiga efni á flatskjáum eða tískufötum. Sá sem hefur þak yfir höfuðið og mat á borðinu er ekki fátækur, þetta eru fátæktarstaðlarnir sem hafa verið í flestum samfélögum í þúsundir ára. Ég trúi því að einstaklingurinn eigi að bera ábyrgð á eigin afkomu, ef ríkið starfar sem pottþétt öryggisnet þá minnkar það allan hvata í samfélaginu og þráðurinn að gefast upp verður styttri.
Geiri 30.4.2007 kl. 22:47
Það er sko mikið til í þessu spakmæli Fannar, að með einni lausn í svona málum, verður til annað vandamál, og gætu orðið fleyri.
Að sjálfsögðu þarf að bæta kjör þeirra verst settu, finna út hverjir það eru sem í raun eru verst stödd, fátækt er teigjanlegt hugtak eins og komið hefur fram.
Sigfús Sigurþórsson., 2.5.2007 kl. 06:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.