Þetta er sko ekkert grín, nú er karl greyið syrgjandi ekkill.

 Það hefði nú ekki þótt réttlátur dómur í okkar dómskerfi, að sú sem nýðst var á fékk sama dóm og sá sem framkvæmdi nýðingsverkið, eða, kanski hefur verknaðurinn verið samantekin ráð hjá þeim skötuhjúum á sínum tíma.

Rósa, þekktasta geitin í Súdan, er farin á vit áa sinna, að því er kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Um er að ræða geit, sem komst í fréttirnar á síðasta þegar eigandi hennar var neyddur til að „giftast" henni.

BBC skýrði frá því í febrúar á síðasta ári, að eigandi geitarinnar hafi verið staðinn að því að eiga við hana mök. Öldungar í þorpinu ákváðu að veita eigandanum ráðningu og neyddu hann til að giftast geitinni.

Frétt, sem birtist á sínum tíma á fréttavef BBC, vakti mikla athygli og BBC segir að hún sé enn að birtast á ýmsum vefjum víða um heim og á spjallsíðum. Hefur hún verið opnuð milljón sinnum á vef BBC og leit með Google leiðir í ljós, að fréttina er að finna í ýmsum útgáfum á um milljón öðrum vefsíðum.

Samfélagið í suðurhluta Súdan er afar íhaldssamt. Ef karlmaður verður uppvís að því að sofa hjá stúlku er honum skipað að giftast henni strax til að vernda heiður stúlkunnar og fjölskyldu hennar. Þessi siðfræði lá að baki refsingunni, sem geitareigandinn hlaut. Öldungarnir skipuðu manninum einnig að greiða geitinni heimanmund, jafnvirði 6000 króna.

BBC segir að banamein Rósu sé talið vera, að hún hafi kafnað eftir að hafa gleypt plastpoka þegar hún var að gæða sér á rusli á götum bæjarins Juba.

Ætli kallgreyið fái einhverjar bætur, svo sem dánarbætur?

Allavega er blessuð geitin laus úr þessum viðjum og frá þessum niðurlægjandi atburði sem hún lenti í þegar bóndi hennar var dæmdur til að giftast henni, og það í viðurvist allra bæjarbúa, þvílík hneikslan, sko fyrir geitina.


mbl.is Geitabrúðurin öll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Vilborg Traustadóttir, 3.5.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband