Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

 

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Margvís - legur er liturinn,

læst komi óboðinn gestur,

veggina vill svo maðurinn,

vitna um hver er mestur.

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já þú segir það, Framsóknarflokkurinn-Björn Ingi, ég á sem sagt ekki að kjósa hann eða hvað.

En nei, þetta er ekki rétt, Tengist ekkert pólitík, ja nema bara eins og almenningi, þetta mundi lýsa mörgum í stjórnmálunum, en sem sagt, þetta er hlutur.

Sigfús Sigurþórsson., 4.5.2007 kl. 08:13

2 Smámynd: Davíð Geirsson

Nú hef ég enga hugmynd, en ef þetta gæti átt við um einhverja stjórnmálamenn þá dettur mér í hug orðið pappakassi.

Davíð Geirsson, 4.5.2007 kl. 08:41

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, góður Davíð, nei ekki á þetta neitt sérstaklega við um stjórnmálamenn, og þó, síðustu tvær hendingarnar gætu átt við marga þar eins og reindar annarstaðar.

veggina vill svo maðurinn,

vitna um hver er mestur.

 

 

Sigfús Sigurþórsson., 4.5.2007 kl. 08:51

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha akkurat, hvað er maðurinn að gera þarna? jú hann byggði einhverskonar veggi sem stundum vitna í hver er bestur og mestur.

Sigfús Sigurþórsson., 4.5.2007 kl. 10:11

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

En sem sagt orðið er ekki gluggar ef það var tilraun.

Sigfús Sigurþórsson., 4.5.2007 kl. 10:12

6 Smámynd: Davíð Geirsson

Fílabeinsturn

Davíð Geirsson, 4.5.2007 kl. 10:39

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Altari?

Fannar frá Rifi, 4.5.2007 kl. 10:51

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Velkomin Málfríður Hafdís.

Davíð, Málfríður Hafdís og Fannar, öll svörin eru röng.

Hægtværi að tengja tilraun Davíðs við rétta orðið, og munar litlu að ég gefi honum rétt fyrir svar sitt.

Þið hafið öll mikið not fyrir þetta, mis kröfuhörð þó á eins og segir í síðustu hendingunum:

veggina vill svo maðurinn,

vitna um hver er mestur.

Sigfús Sigurþórsson., 4.5.2007 kl. 11:19

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þar kom það.

Rétt svar barst við gátu dagsinn kl.11.23

Rétt svar er: Einbýlishús

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

 

Hvað segi rþú Gunnar Þór og þið um þessa gátu, var hún ruglingsleg, asnalega eða bara smá erfið?

Sigfús Sigurþórsson., 4.5.2007 kl. 11:42

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, alltaf stutt í húmerinn, flottur.

Þá ætla ég að upplýsa höfundinn, en það gleymist stundum, en höfundurinn að þessari gátu er Sigfús Sigurþórsson.

 Eigum við ekki að skella hér aukagátu fyrir þá sem vilja.

Túnguna hef eg á halanum,

sný í augunum;

hátt með gelti hundunum

og hræðslu geri sleipnirnum.

Sigfús Sigurþórsson., 4.5.2007 kl. 12:18

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

Pískrari?

Fannar frá Rifi, 4.5.2007 kl. 15:43

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ok, Hvorugt orðið er rétt.

Báðir eru heitir.

Sigfús Sigurþórsson., 4.5.2007 kl. 15:53

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

Keyri?

Fannar frá Rifi, 4.5.2007 kl. 16:24

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Keyri ekki rétt meistari Fannar, alltof rólegt og ekki eins taugastrekkjandi og rétta orðið.

Sigfús Sigurþórsson., 4.5.2007 kl. 16:52

15 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hrossabrestur?

Fannar frá Rifi, 4.5.2007 kl. 16:59

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hó hó hó.

Biðst velvirðingar Fannar og aðrir gátu reinendur, ég var búinn að sjá svar þitt fyrir kvöldmat en fannst að ég hafi svarað um leið og ég svaraði á öðrum stöðu.

Rétt svar er: Hrossabrestur.

Rétt svar barst við gátu dagsinn kl.16.59

Rétt svar er: Hossabrestur

Rétt svar gaf: Fannar frá Rifi 

Sigfús Sigurþórsson., 4.5.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband