Það þarf nú að fara að gera skoðanakönnun á þessum skoðanakönnunum.

Það ríður ekki við einteyming hvað þessar skoðanakannanir eru óstapílar, ég vill láta fara aðfram skoðanakönnun á þessum skoðanakönnunum.

En er það þetta sem Framsókn á við með- Áfram og ekkert stopp, er núna loksins komið að Framsóknarflokknum? Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 9,9% en var 7,6% í könnuninni í gær.

Fréttamynd 427618Samkvæmt nýrri könnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið, eykst fylgi Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar frá samskonar könnun, sem birt var í gær, en fylgi Sjálfstæðisflokks, Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs og Frjálslynda flokksins minnkar.

Samkvæmt könnuninni, sem gerð var 6. og 7. maí, segjast 38,4% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk en í könnun gærdagsins var þetta hlutfall 41,9%. Samkvæmt þessu fengi flokkurinn 25 þingmenn en litlu munar á 26. þingmanni flokksins og 11. þingmanni VG.

 

27,1% segjast ætla að kjósa Samfylkinguna en í könnuninni í gær mældist fylgi flokksins 25,1%. Flokkurinn fengi 18 þingmenn samkvæmt þessu.

Fylgi VG mælist nú 16,5% en mældist 17,5% í könnuninni í gær. Flokkurinn fengi 11 þingmenn miðað við þessa niðurstöðu.

Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 9,9% en var 7,6% í könnuninni í gær. Flokkurinn fengi 6 þingmenn.

Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 5,3% í könnuninni í dag en var 6% í könnun gærdagsins. Þingmenn flokksins yrðu 3 samkvæmt þessu.

Fylgi Íslandshreyfingarinnar mælist í dag 2,9% en var 2% í gær.

Í könnuninni var spurt um hvort viðkomandi styddu ríkisstjórnina og svöruðu 49,7% þeirri spurningu játandi en 50,3% neitandi. Talsverður munur er á afstöðu kynja til ríkisstjórnarinnar en 54,4% karla svöruðu þeirri spurningu játandi en 55,4% kvenna svöruðu neitandi.

Úrtakið í könnuninni var 1150 manns, 18 ára og eldri. Nettósvarhlutfall var 63,7%. Alls nefndu 86% flokk, 5,6% neituðu að svara, 5,4% sögðust óákveðin og 3,2% sögðust ætla að skila auðu.

Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við þremur spurningum: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“

-

Og enn meyra af skoðanakönnunum, hér svo það sem er í morgunblaðinu í dag.:

Þriðjudaginn 8. maí, 2007 - Innlendar fréttir

Snögg niðursveifla hjá Framsóknarflokknum á lokasprettinum

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin bæta við sig frá síðustu könnun.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins
Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is

NÝ könnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið sýnir að fylgi Framsóknarflokksins á landsvísu hrapar, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking bæta nokkru við sig en stuðningur við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð er á svipuðu róli og í síðustu könnun sem birt var 4. maí. Stjórnarflokkarnir halda naumum meirihluta, 32 sætum af 63.

Könnunin var gerð dagana 5.–6. maí og var úrtakið 950 manns, 18 ára og eldri, nettósvarhlutfall var 62%. Sem fyrr var notuð sú aðferð að spyrja þriggja spurninga, fyrst hvaða flokk viðkomandi myndi kjósa, síðan, ef viðkomandi var óákveðinn, hvaða flokkur væri líklegastur til að verða fyrir valinu og loks voru þeir sem enn voru óákveðnir spurðir hvort líklegra væri að þeir kysu Sjálfstæðisflokkinn en einhvern hinna. Þá fer svarhlutfallið yfir 80% en eftir sem áður eru óákveðnir 6,2%, 9,1% neitar að svara og 3,8% ætla að skila auðu.

Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr langt yfir kjörfylginu 2003, hann fær nú 27 þingsæti en Framsóknarflokkurinn aðeins fimm. Margir voru farnir að spá því að Framsókn myndi, eins og oft áður í aðdraganda kosninga, bæta mjög stöðuna á endasprettinum eftir erfiðan róður í könnunum síðustu mánuðina og teikn voru um að það væri að gerast. Flokkurinn var með 10% í tveimur könnunum í röð, að vísu langt undir kjörfylginu 2003 en samt með skárri stöðu en oft áður. Nú slær á ný í bakseglin og aðeins fáeinir dagar til kosninga.

Ekki er auðvelt að sjá hvað veldur þessari snöggu sveiflu niður á við. Hugsanlegt er samt að neikvæð umræða í fjölmiðlum um flokkinn í tengslum við veitingu ríkisborgararéttar til unnustu sonar umhverfisráðherra hafi þar áhrif.

 

Samfylkingin sækir í sig veðrið

Samfylkingin þokast enn upp á við, fær nú 16 þingsæti, var með 15 sæti 4. maí. Þróunin í síðustu könnun er staðfest með þessum tölum en flokkurinn á þó enn langt í land eigi hann að fá jafnmikið fylgi og í kosningunum 2003.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð fær nú nær sama prósentufylgi og í könnuninni 4. maí en einu þingsæti færra, 11. Flokkurinn er langt yfir kosningafylginu 2003. Frjálslyndi flokkurinn þokast upp á við frá síðustu könnun og er nú spáð fjórum þingsætum en fékk þrjú í síðustu könnun. Fylgið er áfram langt undir því sem flokkurinn hlaut 2003. Íslandshreyfingin fær nú 2% fylgi og sem fyrr ekkert þingsæti.

Ef rýnt er í tölurnar kemur í ljós að sem fyrr eru konur hlutfallslega mun hallari undir vinstriflokkana tvo en aðra. Kvenhylli VG dvínar samt nokkuð hlutfallslega miðað við fyrri kannanir. Könnunin staðfestir á hinn bóginn þróun sem kom skýrt í ljós í síðustu könnun: Samfylkingin sækir fram meðal kvenna, 30% þeirra styðja flokkinn en 20% karla. Um hríð virtist Sjálfstæðisflokkurinn vera að laga stöðuna meðal kvenna en nú sækir aftur í sama farið, hann nýtur stuðnings 47,5% karla en um 36% kvenna.

 

Fáir yfir til Framsóknar

En hvað með hreyfingu á milli flokkanna miðað við síðustu kosningar? Sjálfstæðisflokkurinn missir lítið fylgi til annarra flokka, nær 83% þeirra sem völdu hann árið 2003 halda tryggð við flokkinn. Samfylkingunni helst einnig vel á gömlum kjósendum símum, 74% þeirra ætla að kjósa hana aftur. Nær 20% fyrrverandi Samfylkingarfólks fara yfir til VG en flokkurinn hefnir þeirra harma með því að lokka 11% af gömlum stuðningsmönnum VG til sín.

VG heldur megninu af fylginu frá 2003, um 81% þess ætlar að kjósa flokkinn aftur. Framsókn missir liðlega helming fyrrverandi stuðningsmanna sinna til annarra flokka og enn hærra hlutfall af fylginu fer til Sjálfstæðisflokksins, 28%, en til stjórnarandstöðunnar, 20%. Um 6,1% þeirra sem kusu síðast Framsókn ætlar nú að styðja Frjálslynda. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn virðist ekki laða að sér neitt umtalsvert fylgi frá öðrum flokkum.

 

Það er alveg ljóst að ekki veitir af að láta fara aðfram skoðanakönnun á þessum skoðanakönnunum.

 


mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Er nokkuð að marka þessar skoðanakannanir?

Svava frá Strandbergi , 8.5.2007 kl. 15:02

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ hæ Guðný, ný mynd? það er alveg óhætt að segja að sá sem ætlaði sér að trúa öllum þessum skoðanakönnunum sem engin er eins, yrði snarvitlaus og sendur á Klepp.

Sigfús Sigurþórsson., 8.5.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband