Föstudagur, 11. maí 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Rekkum kvalir rammar vinn
rauðu falin blóði.
Ég hef alið aldur minn
oft í smalahljóði.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Íþróttir, Ljóð, Menning og listir, Spil og leikir, Vefurinn | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að sjálfsögðu meistari, góóóður.
Rétt svar barst við gátu dagsins kl.07.39
Rétt svar er: Fjöður
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 07:45
Og þá setjum við aukagátu hér í gang, og eru þær þá orðnar 2 í gangi:
Dauðinn nafn úr bítum ber
bragna styðja kunni.
Víst því fylgir vatn sem er
vermt af náttúrunni.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 07:48
Hallóóó, flottur, rétt svar Gunnar Þór.
Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.07.58
Rétt svar er: Sigurlaug.
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 08:44
Og þá kemur Aukagáta II.
-
-
Þá er nærri þundur brands
þegna fallna dregur
síðast upp til sama lands.
Sá er þægilegur.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 08:47
Eigðu gott frí Gunna Þór, kærar þakkir fyrir verulega skemmtilega þáttöku, sjáumst hér vonadi síðar.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 08:52
Velkomin aftur.
Ekki rétt, ef þetta er ágiskun.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 08:58
Hahahahahahaha, góóóóður,
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 09:15
Rétt svar barst við auka gátu dagsins II kl.08.51
Rétt svar er: Naglbítur
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 09:18
Ææ, ég gleymdi, að ég ætlaði að setja inn eina aukagátauna enn.
En hér kemur hún þá:
-
Tekur yfir alla breidd.Öllu nú hann stendur gegn.
Á brattan klett var konan leidd.
Karlinn stríður varð við fregn.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 10:13
Já, sammála þér, ef maður er með opið hugarfar
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 10:47
Góður tenórinn, þarna í þessari gömlu vísu er vísbending góð eins og þú segir Gunar Þór, svo nú vantar bara bloggara þann sem ætlar að ráða gátuna.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 14:25
Þessi hér finst mér svolítið smellin, afar auðveld, og þó, gáum.
-
-
Upprunnin er ég
af ókyrleikum,
og haganlega
án handa samin;
finnst ég í sveitum
og við síðu ægis
um merkur fjalls
og í mjóum dölum.
Ýmsir vilja mig
undir sig leggja,
og elta mig
sem óðast megna,
en enginn um hirti
það af mér náði,
þótt ákaflega
eftir sækti;
býðst mér því harðara
sem betri þyki,
en vondri er mér
vægt á stundum,
enda var uppeldi mitt
áníðsla tóm
og undirokun
aukning þroska.
Lokin er gáta,
létt er að ráða.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 14:55
Orðið sem leitað er að er fjögurra stafa orð.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 14:56
Þessi er aftur á móti í okkar hefðbundna dúr.
_
Utan lengst úr löndum
lagað oft með röndum
fang þess best í bú.
Man ég ekki meira,
má það hver einn heyra;
gettu gátu nú.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 15:00
Þessi síðasta er gáta í eldri kantinum og svarið ér eftir því.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 15:01
Þetta er einfaldlega hárrétt svar meistari Gunnar Þór.
Rétt svar barst við gátu í Athugasemd nr. 19 barst kl.18.06
Rétt svar er: Gata.
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.
Ps. Hvar í óskupunum geymir þú allar orðurnar? Í gesta húsinu?
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 18:20
Já var það ekki? mér fannst eitthvað vera farið að þrengjast hér um mig.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 18:24
Fínt kappi, þá ætla ég að selflytja eitthvað af orðunum þínum niður í kjallara, svona bara svo ég komist um íbúðina, já og svo pláss verði fyrir fleiri.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 18:40
Athugasemd #29
Svar við gátu 21
Utan lengst úr löndum
lagað oft með röndum
fang þess best í bú.
Man ég ekki meira,
má það hver einn heyra;
gettu gátu nú.
Hárrétt, hjá þér Gunnar Þór. Rétt svar er: Mjöltunna.
Rétt svar barst við gátu í Athugasemd nr. 21 barst kl.20.22
Rétt svar er: Mjöltunna.
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 21:11
Þú ert nú búinn að geyma þetta svar í allan dag, í þeim tilgangi væntanlega að gá hvort einhver annar svarandi kæmi með svarið, svarið við gátunni í Athugasemd nr.14 er: Þver.
Rétt svar barst við gátu í Athugasemd nr. 14 barst kl.21.25
Rétt svar er: Þver.
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.
Kærar þakkir Gunnar Þór.
Þetta er nú búið að vera fullmikið í dag, en nú er hreint borð hér.
Sigfús Sigurþórsson., 11.5.2007 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.