Vísnagáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Treður túnið slétta,

tvo ber fætur létta,

magur á munni gekk,

lúðist lítt við þetta,

leið fór jafnan rétta,

fylgd þá góða fékk.

Leysi úr lýðir enn,

hann lítið drakk í senn,

mannlaus einga fæðu fann,

ferilinn röktu menn.

Sporin urðu að orðum,

alt svo stóð í skorðum.

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góður Gunnar Þór að vanda.

Rétt svar barst við gátu dagsins kl.12,49

Rétt svar er: Penni

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 13:27

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá smelli ég hér fyrri aikagátunni á ykkur.

Sumum er það sárabót

sem aðra niður brýtur.

eykur hraða uppí mót

annað niður þýtur.

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 13:28

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góóóóður Gunnar Þór.

Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.14.09

Rétt svar er: Áburður

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 14:19

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá látum við bara næstu vaða.

Hvað ætli margir bloggarar fylgist með þessum gátum og svörum?

Jæja, breytir engu, hér kemur hún:

Oftast bækur um það snúast.
Ævinlega í smærri kanti.
Við eignarkröfu er að búast.
Öldunga ég hygg það vanti.

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 14:21

5 Smámynd: Davíð Geirsson

Öldunga vantar oft tennur en þó held ég að það sé ekki svarið

Davíð Geirsson, 15.5.2007 kl. 16:40

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sorry Ester og Davíð.

Smá slys varð hjá mér og áttu tvær Athugasemdir að koma á undan þinni Daví sem breitir samt engu.

Ester þú sagðir: Æska

Svarið er ekki Æska Ester.

Svo var það í sambandi við gáturnar sem þú hefur sett inn á síðuna þína en vantar höfundarnöfnin á, skal ég fara í gegnum svona við fyrsta tækifæri, og á ég þá við hvort sem þær eru eftir mig eða aðra, en athuga skal að ég hef samt ekki höfundarnöfn á öllum gátunum sem ég hef sett inn þótt sumstaðar hafi gleymst að setja höfundarnafnið.

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 16:53

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll Davíð,

já og meyra að segja yngra fólki líka, sennilega þá vegna neyslu sælgætis ellegar eftir slys.

Tennur er ekki rétta svarið.

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 16:56

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Davíð, þetta með öldungana og tannamissirinn sem ekki var rétta orðið, né neitt varðandi blessaðar tennurnar sem aldraðir hafa flestir misst , en það er kannski allt í lagi að staldra aðeins lengur við hér.

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 16:59

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já sjónin daprast nú oft hjá fólki fyrir aldur fram, og fylgir tannamissir ekkert endilega Ég þarf á lesgleraugum að halda er ég les örlesmálið í blöðunum en er góður við skjáinn á tölvunni.

en svarið er ekki sjón.

Hér kemur góð vísbending, góð viðbót við aths. 10

Þetta er hvorki hlutur né verkfæri.

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 17:59

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, já heldur þú það Málfríður?

Fleyri vísbendingar:

Oftast bækur um það snúast. < Ef þú lest bók, hvað verður eftir hjá lesandanum og hvar?

Öldunga ég hygg það vanti. < Hvað er það sem yfirleitt tapast hjá gamlingjanum, utan, tanna, hárs og sjónar.

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 20:31

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ hæ hæ.

Til hamingju Málfríður Hafdís.

Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.20,57

Rétt svar er: Minni

Rétt svar gaf: Máfríður Hafdís Ægisdóttir. 

Sorry Gunnar Þór hve lengi ég var að svara henni.

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband