Stimplaður glæpamaður á leið á íslandsmið.

Enn eina ferðina er einn af þekktustu glæpamönnum heims á íslandsmið.

Sjálfumglaður Paul Watson er hryðjuverkamaður sem hefur alla tíð þráð að vera í sviðsljósinu, var hér áður fyrr búinn að reyna margar aðferðir til þess þar hann fann Sea Shepherd leiðina.

Það er ekki nokkur vafi á að margt gott hafa þessi samtök látið leiða af sér, en það er ekki afsökun fyrir hryðjuverkum, sem Sea Shepherd er í dag.

Samtökin voru stofnuð af Paul Watson og fleirum úr umhverfissamtökunum Greenpeace þar sem þeim þóttu aðferðir Greenpeace ekki nógu róttækar.

Paul Watson er hryðjuverkamaður sem sem hefur komið íslenskum mannslífum í bráða hættu, að árið 1986 var tveimur hvalbátum sökkt af Paul Watson og samstafsfólki hans í Sea Shepherd-náttúruverndarsamtökunum.

Sea Shepherd samtökin hafa mörg mannslíf á samviskunni og alveg með eindæmum að þessi samtök skuli enn vera til.

Í liði með Paul Watson er allskonar líður, hann er þekktur fyrir að sanka að sér óþjóða liði sem hefur skrautlegar sakaskrár, þótt ekki ætla ég að stimpla þar alla sem einhverskonar glæpamenn.

Þótt ég hafi hug á að við íslendingar sem og aðrar þjóðir förum varlega í veiðun hvalanna tel ég ábyrgðaleysi hjá okkur að veiða ekki hvalinn, hvort sem er til manneldis hérlendis eða til sölu erlendis, í hófi og undir eftirliti að sjálfsögðu.

Íslendingar hafa frá alda öðli stundað hvalveiðar líkt og þorskveiðar með hléum þó, elstu heimildir um hvalveiðar eru frá 1651. Samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknarstofnunnar er ástand hvalveiðstofna við Ísland almennt gott og talið er að hvalirnir skipti þúsundum. Mikil hætta er fólgin í því að láta hvalastofna stækka hömlulaust en það er talið hafa neikvæð áhrif á fiskistofna og hefur mikil áhrif á möguleika Íslands til fiskveiða.

Samtökin Sea Shepherd/Greenpeace hafa ítrekað verið sökuð um að stunda umhverfishryðjuverk og hæla sér meðal annars af því að hafa sökkt tíu hvalveiðiskipum frá 1979. Þeirra á meðal eru íslensku hvalveiðiskipin Hvalur 6 og Hvalur 7 sem samtökin söktu í Reykjavíkurhöfn árið 1986. Þess vegna var Watson fangelsaður þegar hann kom til Íslands árið 1988 og í kjölfarið vísað úr landi.

Hleypum þessum vitleysingi alsekki inn fyrir íslensku lögsöguna, og ef þeir gera það þá er það fangelsismál, það er á hreinu.

Íslenskir dómstólar hafa nú þegar dæmt Paul Watson, og má hann aldrei stíga á íslenska grundu, það er bara ekki nóg.

Náum Watson sjálfum, læsum hann inni og fleygjum lyklunum, ekki vísa úr landi eins og síðast.


mbl.is Skip Sea Shepherd leggur af stað áleiðis til Íslands í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Maðurinn er hryðjuverkamaður. Við eigum að lýsa þessi samtök á alþjóðavísu sem hryðjuverkasamtök. Þeir sem eru tilbúnir að myrða aðra fyrir málstaðinn og fórna eigin lífi kallast sjálfsmorðsárásarmenn. 

Fannar frá Rifi, 15.5.2007 kl. 09:49

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki nokkur spurning Fannar, við tökum það að okkur að gera eitthvað róttækt í þessu. Lögvaldið gerir ekkert,  thjaaa nem Steingrímur komist í stjórn.

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 14:36

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já það máttu bóka, að þennan mann og hanns hótanir ber að taka virkilega alvarlega, og ég segi hahaha við að taka tappann úr duggunni hanns.

Voru það ekki Bændasamtökin sem sáum um að ráðstefnuna þar, kannski er þeim mögulegt að gera eitthvað hér, og þó, kannski svolítið langsótt.

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 17:54

4 identicon

Vísa úr landi? Dugar það á hryðjuverkamenn? Hann hefur örugglega oft fengið slíkar beiðnir. Þar sem þetta lið hefur framið einu hryðjuverk í Íslandssögunni og sökkt báti þá finnst mér alveg sanngjarnt að þeir fái sömu meðferð. Getum verið aðeins mannúðarlegri með því að vara þá við fyrst, þá getum við svo sökkt þeim með hreina samvisku.

Geiri 15.5.2007 kl. 19:04

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll Geiri.  Hann og þessi hópur kemur náttúrulega ekki á land hér, varast það eftir fremsta megni.

Þetta er hreinn og beinn glæpa hópur, því getur enginn neitað, flestir muna hvað þeir gerðu í Frakklandi og víðar.

Ég efast um að íslendingar þori að sökkva dallinum þótt þetta sé bara riðkláfur, íslendingar eru svo skíthræddir við illt umtal, og þó, í þorskastríðinu sýndi sýndi íslenskur varðskipstjóri það áræði sem þurfti, kannski er slíkt þor til enn.

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 19:38

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er allavega á hreinu að einhver verður að gera eitthvað, því þessi þrjótur með lið sitt svífst einskis og felur sig á bak vik við "dýraverndunarsinna" sem trúa ekki öðru en að hann sé að gera það sem rétt er.

Ég tek heilshugar undir að floti sigli á vit hans EF sjáfar lögreglan ræður ekki við hann, en fyrst skulum við hlíða lögum.

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 158960

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

235 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband