Kappinn er nú ekkert unglamb lengur.

Ekki þykir mér það neitt undarlegt við það að Silvester Stallone noti vaxtahórmóna þar sem kallinn er nú farinn að eldast og rembist sjálfsagt eins og rjúpan við staurinn að ganga í augun á stelpunum með því að viðhalda sínum flotta líkama.

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Silvester Stallone viðurkenndi fyrir dómi í Ástralíu, að hafa verið með vaxtarhormóna í fórum sínum þegar hann kom til landsins í febrúar. Stallone var stöðvaður á flugvellinum í Sydney eftir að í ljós kom að flöskur með hormóninu Jintropin voru í farangri hans.

Stallone mætti ekki fyrir réttinn í Sydney í morgun en fyrir lá skrifleg játning. Dómur verður kveðinn upp í næstu viku en Stallone, sem er sextugur, á yfir höfði sér sekt.

Kínverska fyrirtækið CeneScience framleiðir Jintropin en virka efnið í því er Somatropin, sem sagt er draga úr líkamsfitu og auka vöðvamassa.

Þetta er svo sem ekkert í fyrsta skiptið sem kappinn er nappaður með eitthvað í þessum dúr, en það er nú önnur saga.


mbl.is Stallone flutti vaxtarhormón til Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 hann er ekkert sexi kall  anginn.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.5.2007 kl. 12:10

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Haaaaaa??? Og þú ert að segja þetta núna fyrst, við karlpeningurinn erum búnir að vinna baki brotnu að því að líta út eins og hann einvörðungu í því skini að ykkur skvísunum lítist vel á okkur, við höfum frá alda öðli lagt allt okkar í að líta svona út, og þú segir bara eins og ekkert sé að hann sé ekkert sexy, við eigum margir heldur betur eftir að brotna niður við þessi orð þín, já og nú tekur við áralangar rannsóknir hjá okkur við að finna út hvað þú/þið eiginlega viljið, búið að plata okkur gjörsamlega uppúr mokkasíunum, jahérnahér.

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 12:32

3 Smámynd: halkatla

myndiru þora að taka vaxtarhormón? ég sé bara fyrir mér að maður stökkbreytist, og Stallone slær ekkert á þann grun

halkatla, 15.5.2007 kl. 14:01

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, góð spurning hjá þér Anna Karen, maður eins og ég sem er skíthræddur við að taka magníl.

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 14:11

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ha Ha það er bara svona Sigfús minn ég er ekki að tala um alla karla

Kristín Katla Árnadóttir, 15.5.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband