Þriðjudagur, 15. maí 2007
Yndisleg heimsókn barnanna til dýranna.
Maður fær hlýja strauma er maður horfir á myndbandið af börnunum heimsækja dýrin við raunverulegar aðstæður, þetta er eitt það allra skemmtilegasta sem ungviðin okkar sjá og gera.
Ekki að ástæðalausu sem Húsdýragarðurinn er vinsæll, en þetta er ennþá raunverulegra.
Börnin á leikskólanum Rauðaborg í Árbæjarhverfinu í Reykjavík fóru í morgun í heimsókn á sveitabæ til að fá að kynnast dýrunum í sveitinni. Á Grjóteyri í Kjós er aðstaðan mjög góð enda hafa þau tekið á móti hópum sem þessum síðast liðin fjörtíu ár. Það eru ekki bara dýrin sem heilla, þar er líka að finna ágætt safn gamalla dráttarvéla en í morgun virtust það vera kettlingarnir sem heilluðu hvað mest.
ATH: Mynd frá Grjóteyri, en ekki af þessari heimsókn.
Kettlingar, kálfur, krakkar og kiðlingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Spil og leikir, Vefurinn, Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:26 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fæddist í sveit og og horfði á undur almættisins þegar nýr einstaklingur fæddist og ég gladdist alltaf yfir hversu undursamlegt sköpunarverkið, kálfarnir og litlu lömbin eru... Síðan á haustin þegar þessir undursamlegu einstaklingar vinir okkar voru færð til slátrunar í næsta sláturhús þá eigum við börn sveitarinnar að loka á allar tilfinningar varðandi glæpina sem eru framdir á dýrunum að okkar mati.
Ég persónulega hef aldrei getað sætt mig við allt drápið sem á sér stað í sveitunum hvert haust og get ekki séð neitt jákvætt við að börn Borgarinnar heimsæki ungviðið í sveitunum þar sem þau gera sér ekki grein fyrir því að þessir fallegu hrokkinhærðu háfættu fjórfætlingar mæta örlögum sínum á hausti komanda.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 15.5.2007 kl. 19:54
Sæll. Já, heyrðu félagi. Ég hef farið þarna tvisvar. Dóttir mín 3 svar sinnum. Þetta er yndisleg upplifun og það skemmtilegasta við það þegar maður kemur heim, er fjósalyktin af manni. Hún er kannski nokkuð Framsóknarleg, finnst þér ekki! Dóttir mín var þarna í síðustu viku með mömmu sinni. Skemmti sér afar vel. Sagði að kisa hefði klifrað upp á sig.
Vona að þetta verði sem lengst. Það er alltaf tilhlökkun hjá börnunum að heimsækja Grjóteyri. Þetta er arfur sem má aldrei tapast.
Bestu kveðjur,
Sveinn Hjörtur , 15.5.2007 kl. 22:34
Sæll Sveinn Hjörtur, það er nú einmitt það sem gerir þetta raunverulegt, og á ég við að fjósaliktin sé með þar sem verið er að njóta dýranna, ég veit bara hjá mér, þótt um pinsessu sé að ræða stoppar flórinn hana sko ekki.
Sko það er nú bara einu sinni þannig Sveinn, að ef einhver hefur einkarétt á fjósaliktinni, hlýtur það að vera Framsóknarflokkurinn, og gáðu að, að þetta er ekki sagt í niðrandi merkingu. Ég aldist mikið í sveit hér áður fyrr (Já og var meyra að segja Ráðsmaður hjá Sjálstæðismann Pálma Jónss. , en í þá daga vissi ég nú ekki einusinni hvað stjórnmál væru) Ég vill meina það að margt af því góða sem í mér er skapaðist í sveitinni.
Ég svo sannarleg vona með þér að þetta standi þarna, og helst víðar sem allra allra lengst.
Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 23:27
Hæ hæ Guðrún Magnea, ég biðst innilega fyrirgefningar á að hafa ekki svarað þér um leið og Sveini, en það er einföld skíring á því. Þegar ég for hér inn í athugasemdir var ég með explorer gluggann bara hálfan og sá bara ekki báðar Athugasemdirnar og þess vegna svara ég bara Sveini, í guðana bænum ekki halda að ég sé að gera mannamun eða sé í nöp við þig, enda á ég ekkert slíkt til.
Jú jú ég man vel eftir þessu, þegar maður var krakki í sveit, þar sem ég var alltaf hvert einasta sumar frá fjögurra ára aldri til 13 ára, hve skringilegt og sárt manni þótti þetta alltsaman varðandi litlu lömbin, það sem mér fanns líka einkennilegt var að það var rosa fjör hjá öllum við smalanir á hausti, síðan réttir með tilheyrandi gleðskap og fjöri, og síðan voru þessi lilu grey rekin upp á vörubíla og heyvagn til slátrunar, þetta er skringilegt ferli sem þarna á sér stað, gaman, gaman, sorg.
Kveðja og meiri afsökunarbeyðni, Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson., 16.5.2007 kl. 01:23
Allt í lagi Sigfús. Afsökunin er tekin til greina.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 16.5.2007 kl. 16:41
Kærar þakkir Guðrún Magnea.
Sigfús Sigurþórsson., 16.5.2007 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.