Hreinskilni barnanna.

Margt skemmtilegt og merkilegt dettur uppúr börnunum okkar, skemmtilegt og merkilegt vegna hreinskilningslegra spurninga eða svara þeirra.

Hér ætla ég að skrifa það sem dettur uppúr mínum og eða hefur einhvern tíman gert, svona eins og tími gefst til.

Oft eru svona uppákomur kannski eingöngu skemmtilegar fyrir þá sem þekkja eða eiga það barn sem um ræðir hverju sinni, og þó, mér finnst alltaf gaman að heyra svona gullkorn hjá hverjum sem er.

 

 

Ekki hafa kosningarnar farið alveg fram hjá börnunum, það eitt er víst.

Í gær eftir að prinsessan mín var komin úr skólanum var hún að fá sér eitthvað snarl við eldhúsborðið sem hún gerir yfirleitt þegar hún kemur heim, alltaf glorhungruð og borðandi, samt í vextinum eins og pabbi sinn, getum málað ljósastaurana að innan.

Á meðan hún var að borða fletti hún dagblöðum sem lágu í mikilli Óreglu á eldhúsborðinu, síminn hringdi og ég svaraði og voru það kunningja hjón sem fóru til spánar fyrir eitthvað 2 vikum síðan eða svo, þetta varð svolítið spjall og nokkrum sinnum á meðan kallaði prinsessan í mig og var að reina að fá mig til að segja sér af hverjum hinar og þessar myndir í blöðunum væru, því sinnt ég lítið fyrr en að símtalinu loknu.

Þá spyr ég hana hvað myndir hún hafi verið að spyrja mig um, þá sagði daman, æji það skiptir engu, þú hlustar aldrei á mig!

Ha sagði ég, hlusta ég aldrei á þig?

Æi jú, ég nenni bara ekki að fara að finna alla kallana aftur.

Jæja ok sagði ég þá og var ekkert að þrasa við hana um það.

 

Eftir smá þögn sagði prinsessan::

Pabbi þegar ég verð stór ætla ég að merkja við minn staf.

Ég: Merkja við þinn staf? hvar? og af hverju?

Prinsessan: Jú þegar ég verð stór ætla ég að ráða öllu.

Ég: Ráða öllu? ráða hverju? (hún ræður öllu nú þegar, hér alla vega)

Prinsessan: Og þú átta að merkja við minn staf eins og ég ætla að gera.

Ég: Já ok, en hvar og hvaða staf? G? S? eða hvað áttu við?

Og þá kom það.

Jú manstu ekki þegar við fórum um daginn bak við gardínurnar bláu, þá skrifuðum við saman svona X við eitthvað fólk, og þú sagðir að það gerðum við til að velja þá sem við vildum láta "ráða" íslandi, og þegar ég verð stór skrifum við svona X (sýndi það með puttunum) við stafinn minn því að ég ætla að ráða öllu.

 

Og þar með vissi ég þetta allt saman, og þið vitið núna hver mun ráða ÖLLU eftir nokkur ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Góð  Það verður semsagt XG  skemmtileg stelpan þín.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.5.2007 kl. 01:14

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ Margrét, já, það náttúrulega finnst öllum sinn fugl fegurstur, eins og ég segi í formálanum.

Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 159100

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

217 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband