Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Skrögg einn sá ég skurrandi

er skrafar vítt um heima;

át hann mat sinn urrandi,

eins og köttur breima.

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll. Kvitt fyrir hugsanaflóð...

Sveinn Hjörtur , 18.5.2007 kl. 09:40

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll Sveinn, velkominn og takk fyrir innlitið.

Það er náttúrulega ekki að því að spyrja.

Hárrétt Gunnar Þór.

Rétt svar barst við gátu dagsins kl.08,50

Rétt svar er: Rokkur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 10:06

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá ein létt aukagáta.

  -

Hver er sá kari í kvenna rann,

kominn leti að banna,

sinni fylli safnar hann

sér á milli tanna?

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 10:07

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahahaha

hahahaha

Mátti til að gá hvort ég gæti ruglað þig kólfurinn þinn.

Rétt svar barst við auka gátu kl.10,13

Rétt svar er: Rokkur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 10:19

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og áfram svolítið í gátum eldri tíma.

Hver er sá sveinn

illtækur einn,

íboginn allur,

einatt er hann hallur,

frískastur fullur

fleins er þessi ullur,

fannhvítt ber nef,

færir illan þef,

hentugur tíðum,

þá húmar að lýðum,

rekkar nær sátu?

Ráddu nú gátu.

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 10:23

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

lampi.........?

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 11:10

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

olíulampi?

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 11:16

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...eða, dettur mér í hug, af því að hann á að vera illa þefjandi, lýsislampi?

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 11:17

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góóóður Gunnar.

Alveg hárrétt Hrönn, eins og fram kom var þatta gáta í eldri kanntinum.

Svarið er: Lýsislampi.

Rétt svar barst við auka gátu kl.11,17

Rétt svar er: Lýsislampi

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 11:22

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og við bara höldum áfram.

-

Hver er sá viti,

sem vitran bar

og vissi ekki par?

Vísundum að vari,

vitringum örvari,

vetfangs litfari,

brokkar fyrir vergest

og vogest,

æfur og gæfur,

engum handhæfur.

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 11:25

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki hlutur, þetta er gjörnungu, breyting, mannlegt.

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 11:26

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmmm hvað eru vergestir og  vogestir?

Rosalega finnst mér þetta gaman - svona kem ég sjálfri mér á óvart - ennþá

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 11:35

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, já þau eru mörg hver gleymd orðin í máli okkar. sniðugt er að leita bara í orðabókum á netinu hafi fólk ekkert annað, einhverntímann var einhver, hvort það var Gunnar Þór eða einhver annar sem benti hér einhverstaðar í gátunum á einhvrja orðabók á netinu sem gott væri að nota, ég bara man ekki hvað það var.

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 12:24

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Skooooo svona er þetta bara, kalli veit allt, getur allt, og er gott að eiga að.

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 12:49

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta átti náttúrulega að vera - kallinn, ekki kalli

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 12:50

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já hann er ansi spakur

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 12:58

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

víf er vers yndi Gunnar gæti náttúrulega bara verið kona er okkar yndi og þá verður yfirleitt gleði svipbryggði á okkur körlunum.

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 13:01

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

aha! Greindi ég þar vísbendingu?

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 13:03

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hrönn, þú skallt nýta þér þessa vefslóð sem Gunnar var að benda þér á: http://www.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=innsl

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 13:03

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

held ég sé komin með svarið - er að spá hvort ég eigi að vera grand eins og Gunnar og láta það öðrum eftir.....

Held samt að ég sé ekkert týpan í það svo ég læt það flakka!!!

Svipur?

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 13:09

21 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, það er allt annað mál með Gunnar Þór, eigum við ekki að segja Sérra Gunnar Þór? hann hefur góðan aðgang að slíkum húsakynnum, nei nei bara svona smá grín. Svo er þetta nú að þróast útí samvinnu hjá okkur Gunnari Þór, og ekki er nú amalegt að hafa hann hér með visku sína.

Að sjálfsögðu er það svipur Hrönn, hárrétt hjá þér og flott flott.

Rétt svar barst við auka gátu II kl.13,09

Rétt svar er: Svipur

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 13:21

22 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hér er ein sem ég kastaði saman hér og nú, tengsl milli fyrstu og annarar setningar og svo þriðju og fjórðu eru kannski ruglingsleg, læt hana samt vaða.

-

Fyllist tæmist ekki í síður

tómt það bara bíður og bíður

brosandi andlit og betur þeim líður

blíður þú verður og jafnvel fríður.

 

varðandi þetta þori að veðja

þú oftast notar á kvöldin

einnig það gerist að ef ekki er leðja

einmuna leti tekur völdin,

 

Þá ekki er notað ellegar séð

einmuna vitlaus þá ertu

Þarft þú að fara upp fyrir hnéð

þar skaltu leggjast og vertu.

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 13:44

23 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Biðst að sjálfsögðu afsökunar á að hafa ekki vandað þessa betur.

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 13:49

24 Smámynd: Sigrún Björgvinsdóttir

Í því vatn ég áður bar

örmum vefja sínum.

Æsingur í augum var

Er í lokkum þínum.     Sigrún

Sigrún Björgvinsdóttir, 18.5.2007 kl. 13:53

25 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta er gáta er það ekki Sigrún?

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 14:02

26 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Æsingur í augum var

Er í lokkum þínum. 

?

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 14:05

27 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei kappi, er svo sem ekkert hissa á því.

Þú lítur ábyggilega ekkert betur út þótt þú horfir á sjónvarp, verður ekkert "fríðari".

einnig það gerist að ef ekki er leðja

einmuna leti tekur völdin,

 

Þá ekki er notað ellegar séð

einmuna vitlaus þá ertu - Ef ekki er notað er klárt mál að þú ert ekki eins og venjulegt fólk.

 

Þarft þú að fara upp fyrir hnéð

þar skaltu leggjast og vertu.

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 23:00

28 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei veit ég það félagi, og alveg klár á að tú ert ábyggilega ekki verri í rúmminu en sofandi, en best að láta aðra dæma um það.

einnig það gerist að ef ekki er leðja

einmuna leti tekur völdin,   Ef ekki er aur og leðja er nú kannski óhætt að sleppa þessu öðru hverju.

 

Stundum fullt, oftar tómt, má alsekki sjóða í því.

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 23:28

29 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Er að hlaupa útúr dyrunum, verð komin um hádegið aftur.

Hér er gátan aftur og síðan vísbendinga gáta á eftir:

-

Fyllist tæmist ekki í síður

tómt það bara bíður og bíður

brosandi andlit og betur þeim líður

blíður þú verður og jafnvel fríður.

 

varðandi þetta þori að veðja

þú oftast notar á kvöldin

einnig það gerist að ef ekki er leðja

einmuna leti tekur völdin,

 

Þá ekki er notað ellegar séð

einmuna vitlaus þá ertu

Þarft þú að fara upp fyrir hnéð

þar skaltu leggjast og vertu.

-------------------------------

Dembir sér í það skítugur

Sápu, sjampó notar

heldur betur hróðugur

hreinn og þreytan slotar.

 

Sigfús Sigurþórsson., 19.5.2007 kl. 09:09

30 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Oooog það var hárrétt.

Rétt svar barst við auka gátu  kl.14,27

Rétt svar er: Baðkar

Rétt svar gaf: Málfríður Hafdís Ægisdóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 19.5.2007 kl. 13:54

31 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já komin með 4 orður, þið eruð snillingar.

Það er ég sem á að segja takk takk, og það geri ég hér með, því ef þetta er náttúrulega skemmtilegast eftir því sem fleyri taka þátt í gátunum.

Sigfús Sigurþórsson., 21.5.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband