Hefur Helgi eitthvað batnað? eða hef ég batnað?

Ég man þá tíð er Helgi Tómasson var að kenna ballett og var með sýningar hér heima löngu áður en hann tók við ballettinum útí San Francisco, þá töluðum við gárungarnir ekki fallega um hvorki hann né dansinn hans, við vorum hrokfullir gaurar sem vorum miklu betri en ALLIR aðrir, vegur lífsins var sko okkar.

Eitt sinn er ég var skipstjóri á bát sem gerði út frá grindavík vorum við á landleið er einn skipsfélaginn kom á tal við mig og spurði hvort hann fengi ekki að sleppa við að landa þegar í land væri komið.

Við vorum á landstími og nokkrir kallar í brúnni að kjafta saman um sjálfsagt ekki nokkurn skapaðans hlut eins og sjálfsagt oftast, þegar þessi ágæti skipsverji innti mig eftir þessu, ég spurði hann hvað honum lægi eiginlega á, hann svaraði.

Mér og konunni minni langar svo mikið til að sjá BALLETT SÝNINGU með Helga Tómassyni.

Það vað löng þögn í brúnni, ég sagði að það væri ekkert mál og átti alveg gríðalega erfitt með mig, en stóðst það að springa úr hlátri.

Þegar þessi mæti maður (Sigurður) var farinn úr hólnum sprungum við úr hlátri og eftir það var hann kallaður Sigríður.

Ekki hef ég tekið neitt sérstaklega eftir neinum breytingum hjá mér, né Helga, en það eru æði mörg ár síðan ég fór að bera virðingu fyrir þessum snillingi, og virðingin hefur bara aukist með árunum.

 

Og því segi ég: hefur Helgi eitthvað batnað? eða hef ég batnað?

Kannski hef ég bara þroskast, þótt flestir mínir vinir sjálfsagt mótmæla því, og það ábyggilega hástöfum.

 

Frétta viðtalið við Helga Tómsson

Viðtal við Helga Tómasson english

 

Margt og merkilegt er hægt að lesa um Helga erlendis, eins og td.    HÉR    HÉR   HÉR   HÉR   

 

Hér eru svo nokkur ballett vidio frá San Francisco ballettinum.

San Francisco ballettinn undir stjórn Helga Tómassonar sýnir nú á Listahátíð í Reykjavík fimm verk sem Helgi samdi á árunum 2003 til 2006. Helgi hvetur unga dansara til að gefast ekki upp, hann segir að það kosti fórnir að stunda ballett.

Helgi hefur gengt stöðu listræns stjórnanda San Francisco ballettsins frá árinu 1985 en ballettinn er elsti atvinnudansflokkur Bandaríkjanna og mun verður haldið upp á 75 ára afmæli flokksins á næsta ári.

Helgi segist vera ánægður með að fá að koma heim til Íslands með flokkinn sinn til að sýna verkin sín.

Sýningin heitir í höfuðið á danshöfundinum eða „Helgi" og verður hún sýnd alls sjö sinnum í Borgarleikhúsinu.


mbl.is Ballett kostar fórnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þið Helgi hafið örugglega þroskast báðir tveir.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.5.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Helgi er flottur hann er snillingur.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.5.2007 kl. 10:06

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sóldís, ég er ekki í nokkrum vafa með Helga, en öllu óvísara er það með hinn.

Já Kristín, hann er það nefnilega, enda búinn að hljóta afar marar viðurkenningarnar kallinn.

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 158940

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

240 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband