Mánudagur, 21. maí 2007
Hver í veröldinni kýs Eiffelturninn í París og Kínamúrinn sem eitt af undrum veraldar?
Hver í veröldinni kýs Eiffelturninn í París og Kínamúrinn sem eitt af undrum veraldar? Ég er svo aldeilis hlessa.
Fréttin á Mbl: Yfir 45 milljónir manna hafa nú greitt atkvæði í netkosningu um sjö ný undur veraldar, en skipuleggjendur kosningarinnar lögðu fram lista með 21 sögufrægu mannvirki. Þau sem flest atkvæði hafa hlotið eru Akrópólís í Aþenu, forna mayaborgin Chichen Itza í Mexíkó, Kólosseum í Róm, Eiffelturninn í París og Kínamúrinn.
Forsprakki kosningarnnar er svissneski kvikmyndagerðarmaðurinn, safnvörðurinn og ferðalangurinn Bernard Weber. Er markmiðið að vekja athygli á sameiginlegum menningararfi jarðarbúa.
Segjast skipuleggjendur kosningarinnar vilja fá venjulegt fólk til að fylgja fordæmi menntamanna við Miðjarðarhaf og í Miðausturlöndum sem völdu sjö undur veraldar um 200 f.Kr. Það eina sem enn stendur af þeim er Giza-pýramídinn í Egyptalandi.
Kunni maður að meta menningu annarra er mun erfiðara en ella að fara í stríð við þá, segir talsmaður verkefnisins New7Wonders, Tia Viering. Segir hún að atkvæði berist hvaðanæva úr heiminum.
Meðal fleiri mannvirkja sem hlotið hafa atkvæði eru Stonehenge í Bretlandi, inkarústirnar Machu Picchu og stytturnar á Páskaeyju.
Pýradmídarnir í Egyptalandi fengu heiðurssess í atkvæðagreiðslunni og verður ekki kosið um þá, eftir að yfirvöld í Egyptalandi mótmæltu og sögðu að sögulegt gildi þeirra yrði ekki dregið í efa. Hafa Egyptar reyndar gefið lítið fyrir kosninguna og segja hana vera auglýsingabrellu hjá ferðaskrifstofum.
Kosningunni lýkur 7. júlí, og verða úrslitin þá kynnt.
45 milljónir hafa greitt atkvæði í netkosningu um sjö undur veraldar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menning og listir, Vefurinn | Breytt 22.5.2007 kl. 13:20 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég myndi t.d. kjósa Kínamúrinn sem eitt af 7 undrum veraldar. Hef komið a.m.k. 40 sinnum á hann, gengið hann, sofið á honum og eldað mat yfir varðeldi á honum - gott ef ég kyssti ekki einhvern tíman strák á honum. Kínamúrinn er fagur, ógnvekjandi og stórfenglegur - þú ættir að skilja að undrið í honum liggur ekki síst í því þrekvirki sem það var að koma honum upp.
kv. Gemma
GMT 22.5.2007 kl. 00:07
Kínamúrinn og Eiffelturninn finnst mér nú alveg verðskulda að vera eitt af 7 undrum veraldar, en frelsisstyttan og operuhúsið í sidney finnst mér nú eiginlega útí hött.
Arna 22.5.2007 kl. 00:17
Afhverju kýs enginn Ölfusárbrú?
Óskar 22.5.2007 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.