Hver í veröldinni kýs Eiffelturninn í París og Kínamúrinn sem eitt af undrum veraldar?

 Hver í veröldinni kýs Eiffelturninn í París og Kínamúrinn sem eitt af undrum veraldar? Ég er svo aldeilis hlessa.

Fréttin á Mbl: Yfir 45 milljónir manna hafa nú greitt atkvæði í netkosningu um sjö „ný“ undur veraldar, en skipuleggjendur kosningarinnar lögðu fram lista með 21 sögufrægu mannvirki. Þau sem flest atkvæði hafa hlotið eru Akrópólís í Aþenu, forna mayaborgin Chichen Itza í Mexíkó, Kólosseum í Róm, Eiffelturninn í París og Kínamúrinn.

Forsprakki kosningarnnar er svissneski kvikmyndagerðarmaðurinn, safnvörðurinn og ferðalangurinn Bernard Weber. Er markmiðið að vekja athygli á sameiginlegum menningararfi jarðarbúa.

Segjast skipuleggjendur kosningarinnar vilja fá „venjulegt fólk“ til að fylgja fordæmi menntamanna við Miðjarðarhaf og í Miðausturlöndum sem völdu sjö undur veraldar um 200 f.Kr. Það eina sem enn stendur af þeim er Giza-pýramídinn í Egyptalandi.

„Kunni maður að meta menningu annarra er mun erfiðara en ella að fara í stríð við þá,“ segir talsmaður verkefnisins „New7Wonders,“ Tia Viering. Segir hún að atkvæði berist hvaðanæva úr heiminum.

Meðal fleiri mannvirkja sem hlotið hafa atkvæði eru Stonehenge í Bretlandi, inkarústirnar Machu Picchu og stytturnar á Páskaeyju.

Pýradmídarnir í Egyptalandi fengu heiðurssess í atkvæðagreiðslunni og verður ekki kosið um þá, eftir að yfirvöld í Egyptalandi mótmæltu og sögðu að sögulegt gildi þeirra yrði ekki dregið í efa. Hafa Egyptar reyndar gefið lítið fyrir kosninguna og segja hana vera auglýsingabrellu hjá ferðaskrifstofum.

Kosningunni lýkur 7. júlí, og verða úrslitin þá kynnt.


mbl.is 45 milljónir hafa greitt atkvæði í netkosningu um sjö undur veraldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi t.d. kjósa Kínamúrinn sem eitt af 7 undrum veraldar. Hef komið a.m.k. 40 sinnum á hann, gengið hann, sofið á honum og eldað mat yfir varðeldi á honum - gott ef ég kyssti ekki einhvern tíman strák á honum. Kínamúrinn er fagur, ógnvekjandi og stórfenglegur - þú ættir að skilja að undrið í honum liggur ekki síst í því þrekvirki sem það var að koma honum upp.

kv. Gemma

GMT 22.5.2007 kl. 00:07

2 identicon

Kínamúrinn og Eiffelturninn finnst mér nú alveg verðskulda að vera eitt af 7 undrum veraldar, en frelsisstyttan og operuhúsið í sidney finnst mér nú eiginlega útí hött.

Arna 22.5.2007 kl. 00:17

3 identicon

Afhverju kýs enginn Ölfusárbrú?

Óskar 22.5.2007 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 158935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

240 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband