Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

        

Gaslega finnst mér hann gamall

gigtin er augljóst að segja nú til sín

svo er á honum heilmikill vaðall

heyrist nú sjaldan, þá hrín eins og svín.

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha.

Rétt svar barst við gáti dagsins kl.07,16

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 07:31

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég er barinn blákaldur,

blásið að með kulda stormi,

síðan emja sárpíndur,

samt þó banað get eg ormi.

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 07:32

3 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Er þetta öngull?

Sveinn Hjörtur , 24.5.2007 kl. 11:35

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll Hjörtur, fyrirgefið hve seint ég komst í tölvu til að svara.

Nei, ekki öngull.

Þetta er hlutur sem mikið var notað hér áður fyrr, lítið notað nú til dags.

Búið er að vélvæða þetta sem hefur nánast alfarið leist þetta af hólmi.

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 14:22

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það er alveg hárrétt, og það meira að segja hjá ykkur báðum.

Rétt svar barst við auka gátu kl.14.48

Rétt svar er: Ljár.

Rétt svar gaf: Málfríður Hafdís Ægisdóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 15:06

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og við bara smellum hér annarri.

Þessi á nú að vera létt

Hávaða seggur með ó hljóðum tekur

hrifsar og tekur oft völdin

hendurnar einar get ekki betur

ennfremur oft gert er við tjöldin.

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 15:08

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Glææææsilegt Málfríður.´

Einhver sigeún var eitthvað að böggast hér, allavega var hún ekki þátttakandi í gáunum hér, hefur gert þetta áður svo ég bara eyddi athugasemdinni.

Tilvísun: Þetta er er heimilistæki.

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 19:06

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ryksuga?

Hrönn Sigurðardóttir, 24.5.2007 kl. 20:06

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, þrælgóð málfríður.

Svör ykkar beggja eru nokkuð góð, ég sé þó einn hæng á þessu með þvottavélina, og það er, að hún er nú lítið að hrifsa til sín hlutina, riksugan á það hinsvegar til, allvega hjá mér  svo að Hrönn er sigurvegarinn að þessu sinni, enda var það orðið sem ég hafði í huga.

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 20:28

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar barst við auka gátu II kl.20,06

Rétt svar er: Ryksuga.

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 20:30

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Málfríður með 9  Hvað ætli Hrönn sé komin með? hún er allvega í hópi ykkar efstu, svo eru 3 eða 4 með 4 til 5 og aðrir síðan færri orður, Gunnar Þór tölum við ekkert um, vonandi sér han þetta ekkert.

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 20:36

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég held nú Gunnar að það sé svolítið síðan þú-við tíndum tölunni hjá þér.

 Já einmitt, hann er ábyggilega að nálgast skrilllllljónina.

Það er eins gott að nýr gámur með orðum var að koma í hús.

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 21:30

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jamm Málfríður, soldið merkilegt þetta með sokkana. Ótrúlega oft vantar einn. Velti því stundum fyrir mér hvort þvottavélar þrífist á sokkum!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.5.2007 kl. 22:07

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Tel ekki orðurnar..... Er bara rosalega ánægð í hvert skipti. Alveg jibbýcola jollý

heheheheheheeheheh

Hrönn Sigurðardóttir, 24.5.2007 kl. 22:09

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er alltaf gaman að keppa um eitthvað, og alltaf gaman að vinna, meyra að segja þótt maður vinni ekki alltaf. Gunnar hefur margsinnis aðstoðað bloggvini hér með tilvísunum á gárum mínum, sjálfsagt vegna þess að hann eins við flest höfum mest gaman af því að sem flest/ir njóti jibbýcola jollý

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 22:30

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

En er það ekki einmitt Ryksugan sem étur flesta sokkana, þannig er það hjá mér, daman sparkar þeim til og annar lendir kannski undir sófa og að sjálfsögðu í ryksuguna hjá mér, því ekki nenni ég að beigja mig í könnunarleiðangur.

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 159091

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

220 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband