Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

        

Oft eg brellinn er að sjá,

ei með hrelling sáran,

þá löndum skellur liðugt á

lífsins fellibáran.

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heyrðu, þetta er nákvæmlega svarið, alveg upp á orð.

Rétt svar barst við gátu dagsins kl.06,55

Rétt svar er: Náttgagn - Koppur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 25.5.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þá smellum við hér annarri svona gamalli.

Börðust birnir tveir

um bannað fé manna,

hafði hörn átta hvor

en höfuð ekkert.

Sigfús Sigurþórsson., 25.5.2007 kl. 09:30

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ha ha ha, sammála með báruna. Þessi gáta var of erfið fyrir mig á sínum tíma, og er enn þótt ég þekki svarið, megnið lyggur ljóst fyrir mér en ekki allt, ég er hinsvegar viss um að Gunnar Þór á eftir að útskíra fyrir okkur meiningu á sumu í henni eftri að hann eða einhver er búin að ráð gátuna.

Þetta er hlutur, hlutur til að leika sér með, og það gera einmitt bæði börn og fullorðnir (sumir) stöku sinnum.

Sigfús Sigurþórsson., 25.5.2007 kl. 13:26

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þetta er allt rétt hjá þér eins og við mátti búast, og í gamla daga gerður úr fénu, það er að segja úr beinum.

Rétt svar barst við auka gátu kl.14,16

Rétt svar er: Teningur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 25.5.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

233 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband