Guðni Ágústsson er alger perla, alger draumur.

Ekki veit ég um neinn sem kemst í hálfkvist hvað varðar skemmtilegan og yndislegan karakter eins og hann guðni okkar Ágústsson er, hann ber af í skemmtilegum orðatiltækjum, og uppátækjum hann er ábyggilega líka yndislegur félagi, og eins fjölskyldumaður, og eiginmaður Margrétar Hauksdóttur

 

 

Hér í viðtalinu segir hann er hann gengur inn í Bessastaði:: Þetta er nú yndislegur dagur til að taka út úr sér beislið og af sér hnakkinn.

 

 

Í Kastljósþætti um daginn: Guðni sagði Ögmund vera eins og úlfinn í ævintýrinu, vera farinn að éta krít til að verða mjúkmálli til að reyna að verða aðlaðandi kostur í stjórnarmyndun.

 

 

Einhvern tíman á Guðni að hafa sagt: Þar sem 2 stjórnmálafræðingar koma saman, þar eru leiðinlegar umræður.

 

 

Vísir 9 maí 2007

Landbúnaðarráðherra klæðist kindinni „Þetta er óskaplega skemmtilegt og íslenska sauðkindin er mikið módel," segir Guðni Ágústsson en Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, annar eigandi bolabúðarinnar Ósóma, afhenti landbúnaðarráðherranum eitt stykki Kind-bol í gær. „Mér þótti mjög vænt um þetta boð því mér þykir mjög vænt um íslensku sauðkindina," sagði Guðni en bolurinn sem hann fékk er grænn eins og litur Framsóknarflokksins. „Við getum étið kindina upp til agna og svo er ullariðnaðurinn í miklum blóma enda unga fólkið allt í ullarpeysum um þessar mundir," sagði hann.Og það er eitt sem er svolítið merkilegt við íslensku kindina og það er að hún er í eðli sínu íslensk en líka ákaflega alþjóðleg. Og þannig nær hún til hjarta allra," bætir Guðni við. „Svo er íslenska kindin líka í tísku og ég vil tolla í henni."
 

 

25 maí 2007

“Ég beiti svipunni hóflega fast þegar þið farið af leið”, sagði Guðni Ágústsson, fráfarandi landbúnaðarráðherra við arftaka sinn Einar K. Guðfinnsson, við lyklaskiptin í ráðuneytinu í dag.

 

 

15 Október 2006 segir Róbert Marshall (Viðtalið var tekið heima hjá Guðna og stóðu þeir úti á tröppum)

Meðan Varði tökumaður stillti upp stóðum við Guðni og spjölluðum. Ég tók eftir því að á gólfinu var einhverskonar selskinsteppi. "Er þetta jakkinn hans Halldórs?" spurði ég. "Já", svaraði Guðni án þess að hika, "hér stend ég á kvöldin," hann tók kúnstpásu og bætti við "og treð hann fótum". Guðni hefur húmor.  

 

 

Maí 2007

Verið var að taka skóflustungu fyrsta-önnur og þriðja skóflustunga að byggingu reiðhallar hestamannafélagsins Hornfirðings við Stekkhól.

Þegar skóflustungum var lokið bauð Guðni viðstöddum að koma og fá súpu og brauð á Hótel Höfn og þar skrifuðu Guðni og Þorbjörg Gunnarsdóttir gjaldkeri hestamannafélagsins undir samning vegna reiðhallarinnar. ,, það er vissara að ganga frá þessum samningi og undirskrifa hann þar sem kosningar eru á morgun , ef allt fer á verri veg ´´ sagði Guðni og brosti.
 

 

Okt 2005

Guðni Ágústsson og Ísólfur Gylfi Pálsson voru á fundi um atvinnu- og samgöngumál í Austur-Skaftafellssýslu.

Ég er bjartsýnn á atvinnulífið og auðvitað þarf að fylgja því eftir og gamalt máltæki segir ,,hamra skal járnið meðan það er heitt" og gera nú af miklum krafti sagði Guðni Ágústsson.

57. fundur, 125. lþ.  mánudaginn 7. febr. árið 2000

Hæstv. forseti. Ég þakka þá umræðu sem hér hefur verið um þessi mál. Ég vil segja í upphafi máls míns að ég --- hvernig orðar maður það, hæstv. forseti? --- hér stend ég og get ekki annað.

 

 

Þessi færsla varð bara til vegna þess að ég lenti í einhverjum vangaveltum um einn af þeim mönnum sem mér finnst gríðalega mikið til koma í okkar blessaðri pólitík.


mbl.is Síðasti ríkisráðsfundur fráfarandi stjórnar; „Alltaf sóknarfæri í breytingum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hann er mjög skemmilegur hann Guðni minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.5.2007 kl. 11:09

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg hefði haldið að Guðni hefði átt að vera skemmtikrafur en ekki poltikus/Maðurin er skemmtilegu en ekki eins góður Ráðherra alls ekki Landbunaðar,!!!!!en eg er hrifin af tilsvörm hans!!! /Samt drumbur!!!!Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 25.5.2007 kl. 11:54

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já kappinn er perla, skemmtileg perla.

Halli minn, ég er algerlega ósammála þér um að hann sé drumbur, hann er rólegur og alvörugefinn, en ávallt stutt í húmorinn og brosið.

Ekki er ég nú mikill stjórnmálamaður Guðmundur, en ég er alsekki sammála þér né Halla Gamla með að Guðni sé enginn stjórnmálamaður, mér finnst Guðni hafa gert margt gott, og margan glaðan, en eins og ég sagði, og endurtek, þá er ég lítill stjórnmálamaður.

Sigfús Sigurþórsson., 25.5.2007 kl. 13:37

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Réttara er nú kannski að segja pólitíkus.

Sigfús Sigurþórsson., 25.5.2007 kl. 13:39

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hann er the Landbúnaðarherrann. Hann mun verða um ókomna tíð tákngervingur fyrir gamla Landbúnaðarráðaneytið. Reyndar festi hann sig svo rækilega vel inn sem Landbúnaðarráðherra að það oftar en ekki komið til tals meðal Ungra Sjálfstæðismanna að hann ætti bara að vera Landbúnaðarráðherra. Sama hvaða ríkisstjórn og flokkar sæti við völd

Fannar frá Rifi, 25.5.2007 kl. 15:03

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já bara svona eins og um mannakosningar væru um að ræða, ekki flokka, margur hefur nú velt þeim möguleikanum fyrir sér, að velja fólk en ekki flokka í ríkisstjórn.

Sigfús Sigurþórsson., 25.5.2007 kl. 17:55

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Guðni er frábær

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.5.2007 kl. 22:20

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Tek heilshugar undir það Margrét, burt séð frá allri pólitík.

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

233 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband