Hvergi minnst á að kyntáknið sé alki.

Merkilegt finst mér að hvergi í fréttinni að hann sé alkahólisti, aððeins á einum stað er minnst á áfengissýki, ekki að það sé nein frétt, ég fór bara að velta því fyrir mér hvort einhver ótti sé við orðið alkahólisti, sem Hasselhoffs svo sannarlega er.

Fréttin á Mbl.: Pamela Bach, fyrrverandi eiginkona Davids Hasselhoffs, segir að leyndarmálið um áfengissýki Hasselhoffs hafi verið „límið“ sem hélt fjölskyldunni saman. Hasselhoff fór fram á skilnað við Bach í janúar í fyrra eftir að hún fór í jólafrí með fjölskylduna án hans þar sem hann var að sögn of ölvaður til að fá að fara um borð í flugvélina.

Bach viðurkennir að hún hafi oft farið með dætur þeirra tvær, Taylor-Ann (17 ára) og Hayley (14 ára), burt frá Hasselhoff í því skyni að reyna að fá hann til að hætta að drekka.

Hún segir í viðtali við tímaritið Hello! að á drykkjutúrum hafi Hasselhoff flakkað á milli hótela, en endað á sjúkrahúsi með áfengiseitrun. Hún hafi oft farið frá honum með dæturnar til að reyna að hafa áhrif á hann.

„Ég fór alltaf með stelpurnar á Disneyland-hótelið svo að hann myndi ekki fara að hafa áhyggjur af því hvers vegna við hefðum farið. Þegar stelpurnar voru sofnaðar grét ég, en hann fékk mig til að koma aftur til sín. Hann sagðist ætla að hætta að drekka og ég trúði því.“

Bach segir að þótt hún hafi virkilega elskað Hasselhoff hafi líf fjölskyldunnar að mestu leyti snúist um að þegja yfir stóra fjölskylduleyndarmálinu. „Það var límið okkar. Margir vinir mínir höfðu ekki hugmynd um þetta. Foreldrar mínir vissu þetta ekki einu sinni.“


mbl.is Leyndarmálið hélt fjölskyldunni saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Alkar geta að sjálfsögðu verið af báðum kynjum, konur ekki síður en karlar. En mynstrið er alltaf það sama, endalausar lygar og óheiðarleiki. Feluleikur, þar eru engin takmörk heldur. Alkahólismi er ömurlegur hvort kynið sem á í hlut.  Það veit ég fyrir víst.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 25.5.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já Sóldís, það er marg sannað og vita náttúrulega allir, spurning eins og þú kemur inn á hvort fólk viðurkennir veikleika/veiki eða hvað nú á að kalla þetta.

En ég fór nú bara að velta þessu fyrir mér hví ekki væri minnst á það að maðurinn væri alkahólist, fannst svona eins og verið væri að fara í kringum það, svona eins köttur í kringum heitan eldinn.

Sigfús Sigurþórsson., 25.5.2007 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 158962

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

234 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband