Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

        

Aftan við Jósa ég sá hvar það sat.

Ég sá það úr ull veita skjól og hlýju.

Ég sá það úr leir undir sælgætis mat.

Ég sá það úr tré fullt af steinolíu.

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fat.

Haukur Nikulásson, 26.5.2007 kl. 01:20

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

fat?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 01:20

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er fat.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.5.2007 kl. 10:45

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góóóóóðan daginn öllsömul.

Afskið, afsakið, afsakið, er búinn að liggja í tölvu viðgerðum og veseni.

Að sjálfsögðu er það FAT.

En nú er úr vöndu að ráða, og greinilegt, eða allavega hugsanlegt að einhver verði ekki ánægður með hvernig ég vel sigurvegarann.

Hér eru tveir snillingar sem setja inn rétt svar á nákvæmlega sömu sekúntunni, og það er meistari Haukur og meistari Hrönn.

Hvernig mundu þið láta þetta falla? er sigurvegarinn Athugasemd Nr.1 eða mundu þið velja tímann og þá bæði?

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 11:17

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þar sem bloggarar hafa ekki álit á því hvað á að ráða hér tek ég ákvörðun um að sigurvegari er ávallt sá/sú sem lendir inn á undan með svar sitt.

-

Rétt svar barst við gátu dagsins kl.01,20

Rétt svar er: Fat

Rétt svar gaf: Haukur Nikulásson. 

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 13:11

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er það ekki bara sanngjarnt?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 13:16

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og hér kemur svo aukagáta.

Hér er ekki spurt um orð, heldur hvað þetta sé, hver er þetta?

Grár og gugginn stundum er

grínast þá eigi á meðan

birtir svo aftur, því annars fer

alfarið burtu héðan.

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 13:17

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ Hrönn, þú sýnir einfaldlega að þú átt heima í keppnum með þessu svari. Mér persónuleg finnst þetta rétt gert svona, en verð að viðurkenna að þetta er svolítið neyðarlegt, að rétt svar berst á sömu sekúntunni en bara annað fær heyðurinn. En Haukur er án nokkurs vafa ofar hér með svar sitt og tel ég hann eiga vel inni.

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 13:36

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

skugginn?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 14:09

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Hrönn ekki er það rétt, hægt er að hafa svarið sem eitt orð, en einnig getur það verið setnig og gef ég rétt fyrir hvort sem er.

Eitt auka orð slæddist inn þegar ég setti gátuna in, sem ég ég var ekki með í henni er ég hnoðaði henni saman.

Set gátuna hér aftur rétta:

Grár og gugginn stundum er

grínast þá eigi á meðan

birtir aftur, annars fer

alfarið burtu héðan.

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 14:28

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Alveg rétt margrét, og á stundum fer það í einstaklinga og þá verður til eitthvað ástand.

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 18:44

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta er alltsaman rétt, bara ekki það sem ég er að leita að.

Málfríður segir::::: Dagurinn er stundum grár og gugginn og það birtir svo aftur að degi.        En segi þið mér hvað er algengt að gerist hjá fólki ef þetta drungalega ástand varir lengi?

Þetta vísukorn er hluti úr nokkrum vísum sem ég hnoðaði saman um vin minn sem var illa komið fyrir af eigin hugsunum, af endalausum hugsunum um sitt eigið slæma ástand. 

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 20:25

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sá eða sú sem segir að þetta sé nú svolítið ruglingslegt hefur algerlega rétt fyrir sér og tek ég undir það, en kannski gaman að velta svona þrautum fyrir sér.

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 20:28

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Svarið er: Þunglindi eða geðraskanir, ég var búinn að segja að þessi væri svolítið ringluð, en það er gaman að hafa þær með (finnst mér)

Rétt svar barst við auka gátu kl.20,33

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 20:48

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gátan sem Gunnar Þór lagði inn hér fyrir ofan hljóðar svo:

Ég skrifa tólf,

tek tvo af,

þá eru eftir tveir,

hvernig má það verða?

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 21:10

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og svo kemur hér kvöldgátan og höfum víð nú tvær gátur í gangi.



Margvíslegt mitt efni er,

en eðli mitt er jafnan það,

að óvörum eg að öllum ber,

einkum þegar náttar að.

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 21:16

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

skrifar t ó l f tekur tvo af og þá eru eftir t ó eða tveir?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 21:39

18 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 21:43

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gunnar Þór kemur ábyggilega innan skamms og svarar þér.

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 21:45

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

svefninn?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 23:45

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

eða draumar?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 23:47

22 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, flott hjá þér Hrönn.

Rétt svar barst við auka gátu kl.23,47

Rétt svar er: Draumur

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband