Einn af vinsælastu leikurum síns tíma

Paul Newman er án nokkurs efa einn af vinsælustu leikurum síns tíma, enda hlotið Óskarinn, og hefur tekist að skila allflestum sínum hlutverkum með sóma.

Athyglisvert er að kappinn hefur verið nokkuð laus við sóða slúðurfréttir eins og algengt er meðal leikara.

 

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Paul Newman sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi, að hann ætlaði að hætta kvikmyndaleik enda væri hann orðinn 82 ára. Newman var einn af vinsælustu og virtustu kvikmyndaleikurum í Hollywood á síðari hluta 20. aldar og lék í klassískum kvikmyndum á borð við Butch Cassidy and the Sundance Kid og The Sting.

„Ég get ekki leikið eins vel lengur og ég vildi," sagði Newman í viðtali sem birt er á vefsíði ABC sjónvarpsstöðvarinnar. „Á þessum aldri hefur maður tapað minni, maður missir sjálfstraustið og frumleikann. Svo ég held að þessu sé nú lokið hjá mér," sagði hann og átti þar við kvikmyndaleikinn. „En ég er þakklátur fyrir það sem mér hefur fallið í skaut í lífinu."

Newman var sex sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna og fékk þau fyrir myndina Colour of Money árið 1986.


mbl.is Paul Newman hættir að leika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Eiginkona hans til áratuga (óvenjulegt í henni Hollywood), Joanne Woodward er ekki síður góður leikari, einhver sú albesta þar um slóðir

Viðar Eggertsson, 26.5.2007 kl. 13:05

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér Finns hann alveg frábær leikari hann hefur svo falleg augu og var mikill sjarmur.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.5.2007 kl. 13:21

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já alveg rétt Viðar, ég mundi nú ekki eftir því, og léku þau einmitt saman í einhverjum myndum.

Já Kristín, augun hanns vöktu oft athygli og ansi oft mynnst á þau er skrifað var eitthvað um Paul.

íhttp://imagecache2.allposters.com/IMAGES/75/039_46134.jpg

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 13:41

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Rosalega falleg augu..... fallegt bros - fallegur maður

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 158952

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

237 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband