Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

        

Lifrarpollaljúflingar
loftin blá hún svífur
fjögurra hjóla flækingar
frímínútur rýfur.

.

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sorry kappi, var bara að klára smá heimavinnu, var birjaður en þá byrtust gestir sem voru að fara rétt í þessu, við feðginin leyfðum okkur líka að lúlla svolítið fram eftir í morgun.

Allt er þetta rétt hjá þér kappi, en ennþá vantar samt orðið sem leita er eftir.

Sigfús Sigurþórsson., 28.5.2007 kl. 13:33

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar barst við auka gátu kl.18,05

Rétt svar er: Bjalla

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 28.5.2007 kl. 18:25

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá látum við fljóta hér eina kvöldgátu fyrir þyrsta gátu bloggara.:

Tekur yfir alla breidd.
Öllu nú hann stendur gegn.
Á brattan klett var konan leidd.
Karlinn stríður varð við fregn.

Sigfús Sigurþórsson., 28.5.2007 kl. 18:32

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

sæll kappi, nei var það þessi? var það ekki allt önnur? bara með sama svari?

Annars getur það alveg verið, þótt ég þykist hafa gott kontol á því er ekki útilokað að ég klikki á þessu, en vonum að það gerist sem sjaldnast.

Nú ef þetta er rétt hjá þér læt ég aðra bara inn í staðinn.

Rétt svar barst við auka gátu kl.19,15

Rétt svar er: Þver

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 28.5.2007 kl. 19:47

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og hér kemur þá ein í staðinn:

Tækni snjöll á árum áður
 eftirsótt í flóru er
 ungur foli alltaf dáður
 aldan enga hættu ber.

Sigfús Sigurþórsson., 28.5.2007 kl. 19:49

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góður Gunnar Þór.

Þetta er að sjálfsögðu allt rétt hjá þér.

Eina sem ég fynn varðandi öldu og smára er skýringin sem fylgdi þessari gátu, en ekki vill ég styðja það neitt sérstaklega, trúi því samt nokk að þar sé farið rétt með.

Skíringin er: skýring á orðinu „Smári“ er „lítill sjógangur, gárar á sjó.“

Rétt svar barst við kvöldgátu II kl.20,18

Rétt svar er: Smári

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 28.5.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

224 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband