Ég hef nú bara aldrei heyrt aðra eins vitleysu.

Síðan hvenær í óskupunum hefur formaður einhvers verið talin OF harður í að sinna félagi sínu, þetta er ábyggilega algert einsdæmi.

Ólafur Ólafsson fyrverandi landlæknir og núverandi formaður Landsambands eldriborgara er talin af einhverri klíku innan sambands eldriborgara vera of harður til að gegna formanns hlutverkinu.

Ætli þetta hafi einhverntíman komið fyrir í einhverjum stjórnmálaflokki á íslandi?

Á visisr.is segir að formanni Landssambands eldri borgara hefur verið meinaður aðgangur að skrifstofu félagsins. Uppstillinganefnd Landssambands eldri borgara telur formanninn of harðan og vill fá nýjan formann.

Ólafur Ólafsson formaður íhugar hvort hann gefur kost á sér áfram.
Ólafur Ólafsson formaður landsambands eldri borgara segir í samtali við fréttastofu að Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri sambandsins hafa skrifað einum nefndarmanna uppstillingarnefndar bréf sem hafi verið fremur óvinsamlegt og persónulegt gegn sér. Í bréfinu hafi verið mælt með því að öðru formannsefni yrði teflt fram fyrir landsþing sambandsins sem haldið verður um næstu helgi. Nefndin sér um að stilla upp fólki til kosninga fyrir landsfundinn. Nefndarmenn hafi eftir móttöku bréfsins komið að máli við Ólaf sem hugleiddi að bjóða sig fram aftur og greint honum frá því að hann teldist of harður í störfum í sínum eins þeir hafi orðað það, og hann mætti búast við mótframboði varaformannsins Helga Hjálmssonar.

Ólafur segir að útfrá þessu hafi sprottið upp deilur milli stuðningsmanna sinna og þeirra sem væru honum andvígir. Hann segist hafa komið að skrifstofu sinni harðlæstri á föstudag og ekki komist inn, án allra skýringa. Þá var Einari Árnasyni hagfræðingi og ráðgjafa sambandsins og Félags eldri borgara til sex ára sagt upp í mars síðastliðnum. Hann hlaut þriggja mánaða uppsagnarfrest og lýkur störfum í júnílok.

Ólafur segist áður hafa hugleitt að bjóða sig ekki fram til formanns aftur, þar sem hann hafi sinnt málaflokknum í átta ár, það er hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík í sex ár og síðustu tvö ár hjá Landsambandinu. Hann segist ánægður með hvernig málefni eldri borgara hafi komist í forgang hjá stjórnvöldum og öldrunarmálin verið færð til nýs Velferðarráðuneytis. Hann íhugi nú hvort hann bjóði sig fram í formanninn á næsta landsþingi. Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri Landsambandsins segist í samtali við fréttastofu ekki vilja tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi framkvæmdarstjórnarinnar á þriðjudaginn næstkomandi.

>Sjá frétt<

Hér vantar klárlega einhverja betri skýringu á því hvers vegna verið er að bola kallinum burtu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband