Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

        


Úti stendur einn og sér

stendur, og ei getur annað

áður ávallt nutum vér

ákaft, sem nú er víst bannað. 

.

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, þetta er bara frábært svar, passar vel inn í umræður núna þessa dagana, en nei, ekki er það orðið sem ég leita að.

Vísb:

Þetta er hlutur og karlkynsorð.

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 07:09

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Fl. vísbendingar:

Þetta er vistarvera, en "eingöngu í sturttan" tíma í einu. 

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 09:31

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

farklefi?

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ljósabekkur?

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 11:52

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

sel?

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 11:53

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það er rétt Gunnar Þór.:

Rétt svar barst við gátu dagsins kl.12,05

Rétt svar er:  Kamar

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 15:42

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ein hér létt og löðurmannaleg, finnst sumum allavega.:

Þótt óæti sé í mig helt,

ægis lostnum bróður,

þá hann hefi í maga melt,

matur þykir hann góður

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 15:45

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég var að lesa rétt áðan hér á síðunum og varð þá þessi til::

Púkalegur er piltur sá

pjakkur, og blálitaður

skammast sífellt alveg má

stundum samt bölvað þvaður.

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 17:09

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Svo var ég að hlust á útvarpið áðan og var að hlusta á þátt sem er á föstum tímum og hefur verið lengi, þá varð þessi til.:

 

 

Ræður varla við sig hér

vís með að gera allt annað

læðist líka og leikur sér

líka við allt sem er bannað.

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 17:12

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

9= hákarl

10 = Gunnar Þór Jónsson

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 17:14

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ Hrönn, góð tilraun, en hvorugt rétt.

9 er hlutur, bráðnauðsinlegur, algengast er að konur höndli þennan grip, en þó er það hratt að breitast.

10 Ekki er það Gunnar Þór, og er ég skíthræddur um að þú hafir sært hann núna, ja þó ekki sé nema vegna annarar línunnar.

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 17:31

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gunnar Þór, þetta sem ég sagði til Hrannar, ég var nú bara að segja þetta  í gríni, ekki átti ég neitt von á að þú tækir þessu illa, frekar en öðru.

Öll svörin röng Gunnar.

11= pjakkur, og blálitaður < Pælið aðeins betur í þessu, hver hér á blogginu er virkilega blálitaður?

10= Hér er alsekki verið að tala um fólk. 

9= Ekki er það hakkavél, en býr í sömu híbýlum. 

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 18:24

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Málfríður, nei hann,, þess með var ekki með svörin, þú hefur möguleika, ,, það vanta svör við þremur gátum Málfríður.

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 18:30

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki er þetta rétt Málfríður.

Spekuleraðu betur í Ahugasemd 18.

9 ekki heldur rétt, ábyggilega ólíklegt að einhverju sé hellt í ofn eða steikarofn.

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 18:44

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

tíhí :)

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 18:48

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

9 = hrærivél

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 18:48

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

11. Hannes Hólmsteinn

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 18:49

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

nei 10 = Hannes Hólmsteinn

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 18:52

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 Hrönn tíhí

9=Ekki er það hrærivél þótt mér finnist í fljótu bragði það passa ágætlega við.

10= Ekki sýnist mér nú Hannes vera neitt blálitaður, eða hvað?

11= Hér er ekki verið að tala um fólk, fólk fær hinsvegar veður af þessu nánast á hverjum degi, sumir oft á dag.

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 19:07

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

9= blandari?

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 19:39

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

10 = Björn Bjarnason?

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 19:40

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

11 = vindurinn?

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 19:41

23 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

9= Vömb........þ.e. sláturgerð     segi ég og stend og steinligg með því. Hæ Sigfús!!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 20:02

24 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, þær eru greinilega smá snúna þessar.

Hæ Margrét, ekki vömb, og þú ert þónimmuð fjær réttu orði en Hrönn.

ATH::::: 10# Takið eftir þessu, og hér er átt við persónu hér á blogginu>  pjakkur, og blálitaður

-

Hrönn 11# HÁRRÉTT, þar koma það, svarið er vindurinn.

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 11  kl.19,41

Ræður varla við sig hér

vís með að gera allt annað

læðist líka og leikur sér

líka við allt sem er bannað.

Rétt svar er:  Vindurinn

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 20:19

25 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

10= Ómar Ragnarsson............oft blákæddur

Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 20:19

26 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Fyrirgefðu mér Málfríður, þar átti ég að sjálfsögðu við #9 eins og áður hafði komið fram.

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 20:21

27 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

10 gæti líka verið Eyþór Arnalds

Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 20:21

28 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Málfríður, hárrét svar við 10 = Púkinn

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 10  kl.20,14

Púkalegur er piltur sá

pjakkur, og blálitaður

skammast sífellt alveg má

stundum samt bölvað þvaður.

Rétt svar er:  Púkinn

Rétt svar gaf: Málfríður Hafdís Ægisdóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 20:24

29 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

9= pottur

Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 20:25

30 identicon

10 = Fannar frá Rifi?

hronnsig 31.5.2007 kl. 20:25

31 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það var hárrétt Margrét.

Mikið óskaplega skiptið þið svörunum vel á milli ykkar kæru gátu kappar.

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 9  kl.20,25

Þótt óæti sé í mig helt,

ægis lostnum bróður,

þá hann hefi í maga melt,

matur þykir hann góður

Rétt svar er:  Pottur

Rétt svar gaf: Margrét St. Hafsteinsdóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 20:33

32 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hver er púkinn?

Er það  ?

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 20:39

33 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

hronnsig (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 20:25 ?????

Er þetta ný Hrönn í hópinn? eða gamla kempan sjálf?

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 20:40

34 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

það er ég.... veit hins vegar ekki hvort ég samþykki að ég sé gömul......

;)

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 21:13

35 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, ég vissssssi að þetta kæmi hjá þér Hrönn

En þú veist að ekki var verið að tala um þinn aldur, um ungdóm þinn þarf enginn að efast, hér var ég bara að meina hvort hér væri um nýbyrjaða Hrönn eður ei.

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 21:35

36 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég veit, ég veit - það þarf nú meira til að móðga mig.....

PS ertu að segja að ég sé fyrirsjáanleg?

:)

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 21:57

37 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gott Hrönn.

Já, er það ekki fyrirsjánalegt??????????

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 22:02

38 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Vá fékk ég verðlaun!  Takk og knús til þín Sigfús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:18

39 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vó þetta var allavega ekki fyrirsjáanlegt.... Þú fékkst knús

tíhí

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 22:31

40 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Hrönn þessu átti sko enginn von á, það er að segja að mér hlotnaðist þessi heiður.              enda fær hún

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 23:00

41 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahahahha, þetta náttúrulega er gjörsamlega óásættanlegt, en þar sem ég og ótal aðrir bloggarar erum farin að kunna svo vel við þig að þá verð ég bara að kingja þessari höfnun þinni.
Og höldum bara áfram.

Sigfús Sigurþórsson., 1.6.2007 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband