Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:


 

Ég er á gangi alla tíð

engar fanga hvíldir,

er á hangi höfð hjá lýð,

höggin ganga mörg og tíð.

.

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er thetta klukka?   Kaer kv. E.

Edda 1.6.2007 kl. 11:30

2 identicon

Eda armbandsur - rettara sagt??

Edda 1.6.2007 kl. 11:34

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæl Edda og velkomin.

Já að sjálfsögðu er það Klukka, til hamingju.

Rétt svar barst við gátu dagsins kl.11,30

Rétt svar er:  Klukka

Rétt svar gaf: Edda. 

Sigfús Sigurþórsson., 1.6.2007 kl. 11:38

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og rétt áðan var ég að lesa grein um mengun frá bílaflota okkar landsmanna og hnoðaði ég þá þessari saman.

 

ATH: þessi vísnagáta kemur á engan hátt mengun við.

 

  
 

 

 

Klæðir koll og líka sýn

kunnur af lausnum góðum

Að okkur vinum gerir grín

gestur á þessum slóðum.

Sigfús Sigurþórsson., 1.6.2007 kl. 11:46

5 identicon

Thetta hlytur ad vera bloggvinur thinn G.Th.J ....  er thad ekki?

Edda 1.6.2007 kl. 13:43

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 1.6.2007 kl. 13:53

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það er náttúrulega alveg hárrétt hjá ykkur stelpur.

Edda, fáum við ekki að vita eftirnafn? eða milli eða eða eða? 

Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.13,43

Rétt svar er:  Meistarinn Gunnar Þór Jónsson

Rétt svar gaf: Edda. 

Sigfús Sigurþórsson., 1.6.2007 kl. 14:16

8 identicon

Ju, ju - afsakid donaskapinn. Eg er Andradottir, busett i Englandi og er komin yfir "besta" aldur...... er thad ekki milli tvitugs og thritugs?   Bestu kvedjur, E.

Edda 1.6.2007 kl. 14:58

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæl Edda, nei nei enginn dónaskapur, bara skemmtilegra, og skemmtilegra að setja fullt nafn hjá þeim sem ráða gáturnar.

Kærar þakki.

Kveðja:

Sigfús Sigurþórsson., 1.6.2007 kl. 15:14

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

Þessi er er skítlétt og er það ástæðan fyrir að ég ekki fyrr opinberað hana.

Hátt er þetta og býsna bratt,
býr þar fjöldinn allur
sem upp og undir geysa glatt

Utan sést margur stallur.

Sigfús Sigurþórsson., 1.6.2007 kl. 15:21

11 identicon

Ooo jaeja, eg laet nu alve vera hvad hun er lett!!   En er thetta Helgafell ut i Eyjum???

Edda 1.6.2007 kl. 15:53

12 identicon

Eda jafnvel enn frekar Hvitserkur i Hunafloa???

Edda 1.6.2007 kl. 15:55

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei stelpur, ekki eru þið einu sinni á réttri leið, betur má ef duga skal.

Glæsileg mynd Málfríður.

Sigfús Sigurþórsson., 1.6.2007 kl. 20:11

14 identicon

Thetta er alveg svakalega erfitt, ef ad thetta er ekki fjall eda klettur!! Eru ekki neinar visbendingar - ekki of miklar samt

Edda 1.6.2007 kl. 20:58

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

fuglabjarg?

Hrönn Sigurðardóttir, 1.6.2007 kl. 22:45

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Edda og Hrönn, ekki eru þið nálægt því enn.

Vísb:

sem upp og undir geysa glatt > þetta er farartæki.

Utan sést margur stallur. > þetta mætti kalla útsýnispalla.

Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 00:01

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flugvél?

Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 00:08

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmmmm Málfríður hefur nokkuð til síns máls. Bjó ekki fólk á brúnni yfir Thames í denn? Og þar eru útsýnisskot

aha inspector Talkbeauty.........

Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 00:31

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ hæ hæ hæ lítið ykkur nær stelpur, ekki leita langt yfir skammt.

Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 00:47

20 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hér öðruvísi gáta::: Annað hvort er tölvubilun hjá Gunnari vini okkar ellegar er hann bara búinn að fá nóg af okkur. Hvort haldi þið að það sé?

Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 00:49

21 identicon

Eg held ad G.Th. hafi skroppid i helgarferd an tolvunnar!!  En thetta hlytur tha ad vera bygging - Hamraborg i Kop..... eda Perlan..... Radhusid???

Edda 2.6.2007 kl. 10:22

22 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Glæsilegt hjá þér Edda.

Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.10,22  2/6

Rétt svar er:  Blokk - Háhýsi

Rétt svar gaf: Edda Andradótti. 

Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 10:38

23 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já Gunnar Þór, þetta náttúrulega bara gengur ekki, tilkynnir ekki einusinni fjarveru þína, við vorum bara farin að óttast um að við værum búin að missa þig, ofgera þig.

Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 10:40

24 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég var beðin að útskýra svarið (hringt í mig)

Hátt er þetta og býsna bratt,> Háir veggir háhýsa.
býr þar fjöldinn allur > Margur er íbúinn í blokkum
sem upp og undir geysa glatt > Lyfta sem gengur frá efstu hæð og alveg niður í kjallara/bílageymslur

Utan sést margur stallur. > Svalir

Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

224 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband