Laugardagur, 2. júní 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Með óhljóði og væli hendist hann hjá
H2O hann geymir í búri
múgurinn sækist í verk hans að sjá
sóttur sé brandur í skúri.
.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan og blessaðan daginn Gunnar.
Já mig grunaði að ég hafi haft þessa of létta, upphaflega kom hún ekki svona uppí hausinn á mér, var öllu snúnari, en það sem verra var, var að það var auðvelt að lesa ákveðið klám orð útúr henni og ætla ég ekki að fara nánar útí það hér.
Rétt svar barst við gátu dagsins kl.10,13
Rétt svar er: Slökkvibíll
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 10:33
Ég var bara alveg búinn að gleyma aukagátunni, verður mér ekki bráðum bara sagt upp?
Jæja hér kemur ein:
Umráð hef á eignum mínum.
Endingu ég góða tel.
Um ég geng á ísnum fínum.
Álit manna skoða vel.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 11:14
He,he, godur! Er thetta starfsstett?
Edda 2.6.2007 kl. 14:06
Nei elskurnar, hvortveggja er rangt.
Tilv.:
Þetta er hvorukynsorð og er líka lýsingarorð.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 14:16
Skrítið Gunnar, að mér barst ekki nein tilkynning um Atghugasemd 4, er kerfið eitthvað að klikka hjá Mbl.? Ég man ekki til annars en ég hafi alltaf fengið tilkynningu, nema þarna um daginn þegar bilun var í kerfinu.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 14:19
Er thetta rim?
Edda 2.6.2007 kl. 14:59
Ekki er orðið rim Edda.
Vísb.:
Umráð hef á eignum mínum. > Hvað hefur gerst ef td Sýslumaður hefur tekið eignir þínar
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 15:04
Ok, en ef hann verður gerður gjaldþrota hvað gerir sýslumaður þá?
Og
Um ég geng á ísnum fínum. > Ísinn er þá?
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 15:55
Hahaha, já já hann er að sjálfsögðu háll.
Umráð hef á eignum mínum. > Hann/Hún hefur þá eitthvað tak á þeim.
Endingu ég góða tel. > ending á einhverju.
Um ég geng á ísnum fínum. > Fyrst hann gengur ásnum þá er ísinn traustur.
Álit manna skoða vel. > Það verur að vera eitthvað að marka það sem menn segja ef einhver ætlar að trúa manni.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 16:49
Læt hér eina létta fljóta inn sem varð "óvart" til áðan, á meðan verið er að brjóta heilann yfir þessari rím lausu.
Gamall siður og gaman er þá
gaman og alvaran saman
þá er það siður, hetjur má sjá
hetjur sem ei sjást í framan.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 16:52
Thetta er ekki vaka - er thad? Thu verdur ad gefa okkur thetta upp, eg er a leidinni i bod - og get ekki hugsad um annad en thetta!!!
Edda 2.6.2007 kl. 16:52
Já og ég læt bara eina í viðbót fljóta inn, þessi varð til í morgun er ég var að lesa fréttirnar, og á meðan ætla ég að skreppa aðeins og aðstoða vin sem er í tölvubasli, prinsessan er nefnilega niður í bæ með vina fólki fyrst é gkomst ekki.
Túngulipur er glæpa maður
glæpum hann orðinn er háður
vís með vera, með blaður þvaður
verðir nú stoppa, verðann of bráður.
+
Eigi getur hann gortað af sér
gortað af fyrra stríði
hyggst hann nú reyna, aftur hér
hrökklast skal aftur með príði.
+
Svo getur farið, í þetta sinn
sé síðasta stríð hanns um sæinn
kannski okkar íslands öldu kinn
kissann, og hverfur þá gæinn.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 16:56
Hahahahaha, við höfum nú aldrei gefist upp hér í þessu gátubloggi, en allt verður einusinni fyrst, og fyrst það eru komnar tvær aðrar inn þá er sennilega nóg hjá þér Edda að fara með þær í boðið
Svarið er: Hald
Umráð hef á eignum mínum.> Eignarhald.
Endingu ég góða tel.> þol - ending - halda út.
Um ég geng á ísnum fínum.> manngengur ís - ísinn heldur.
Álit manna skoða vel.> Skoðun - það er hald manna.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 17:07
Þetta var sem sagt lausnar orðið fyrir gátuna í ATHS 3
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 17:08
Nú ert þú Gunnar komin í stuð, ég hef kannski skemmt með því að koma með lausnar orðið,,, nei nei, það eru tvær léttar inni ennþá.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 17:10
Ef 17 hjá þér Gunnar Þór er svar við 16, þá er það ekki rétt svar.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 17:11
og spil ekki rétt við 14
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 17:12
ATH kæru bloggarar, að vísurnar í ATHS 16 er ein gáta= eitt svar.
Hin óleista gátan er í ATHS 14
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 17:26
14 = Öskudagur?
.
Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 21:51
16 = Hrói Höttur?
Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 21:52
14 ekki er Öskudagur rétta orðið Hrönn, en dagur er það samt.
16 ALSEKKI Hrói Höttur, var hann ekki einhver sem flestir elskuðu?
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 22:17
Veit það ekki...
....þekki hann ekki það vel
Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 22:22
Sjómannadagur?
Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 22:23
Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 22:31
...en af hverju sést ekki framan í sjómenn? Eru þeir með grímur?
Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 22:32
14 er að sjálfsögðu Sjómannadagurinn Hrönn
Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.22,23
Rétt svar er: Sjómannadagurinn
Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 22:32
16 = Paul Watson?
Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 22:34
Gamall siður og gaman er þá> gamall siður og mikið um skemmtanahald.
gaman og alvaran saman> Ýmsar ræður og slýkt með gamninu.
þá er það siður, hetjur má sjá> Gamla steindauðar kempur minnst.
hetjur sem ei sjást í framan.> og fæstar eru í tölu lifanda.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 22:34
Ó já Paul Watson er svarið við 16 Hrönn, það er bara völlur á þér núna Hrönn.
Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.22,34
Rétt svar er: Paul Watson
Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 22:36
Júbblí!!!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 22:38
Þá er borðið hreint, svo ég læt hér eina fjúka þótt ég sé ekkert búinn að slípa hana til.
Velltist oft með þvaður og bull
Oft þá veltist um gatið
Leikur sér oft með alskonar sull
Stundum þá hreinsar hún fatið.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 22:38
meira?
Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 22:38
Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 22:38
góð þjónusta
Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 22:38
uppþvottavél?
Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 22:39
Nei Hrönn, ekker er rétt af þessu, en hlutur er þetta, nauðsinlegur, og stundum of mikið af þeim í einu.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 22:50
þvottavél?
Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 22:55
Neibb, ekki er þetta neinskonar vél, og ekki er það úr neinum málmi.
Þetta er samt verkfæri sem ýmist er yndislega ljúft ellegar stórhættulegt.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 23:14
Komin heim - frabaert bod En heyrdu, eg thori varla ad segja thad.... en er thetta konan thin? nr 38???
Edda 2.6.2007 kl. 23:37
Eg bidst afsokunar a nr 46 og segi nuna ad thetta er ruslaluga??
Edda 2.6.2007 kl. 23:44
Hahahahahahahahahahahahahahahahahaha
Jú þú mátt sko alveg segja það, og munar litlu að ég segi JÁ.
En svo er nú ekki, enda enga átt í mörg ár.
En mikið asssskoti var þetta gott svar Edda, þú ert snillingur. Já velkomin heim.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 23:45
Neibb, þetta er ekki manneskja, en að sjálfsögðu stýrir hún þessu eins og flestu öðru.
Sigfús Sigurþórsson., 2.6.2007 kl. 23:47
Er thetta nokkud ljosabekkur??
Edda 3.6.2007 kl. 01:05
Nei, nei - eg tek thetta til baka..... eg var las bara "hintin" sem thu varst buinn ad gefa. En svo thegar eg les gatuna aftur audvitad er thad ekki! Sorry.
Edda 3.6.2007 kl. 01:09
Hvar er G.Th. thegar madur tharf a honum ad halda????
Edda 3.6.2007 kl. 01:28
Ja það er nú það, það er alveg eins með mig, maður er farinn að sársakna hanns,,,,,, eins og þið öll.
Sigfús Sigurþórsson., 3.6.2007 kl. 02:12
sleikjari?
Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 09:51
Afsakið vinir hve seint ég komst að tölvu.
Hvorugt rétt, heill og sæll meistari Gunnar, en Hrönn, ég held bara að ég gefi þér rétt fyrir þetta svar.
Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.09,51
Rétt svar er: Tungan
Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir.
Sigfús Sigurþórsson., 3.6.2007 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.