Mánudagur, 4. júní 2007
Jubíííííí, nú verða sjávarplássin bara gerð að minjasöfnum.
Nú geta "grænir" aldeilis glaðst, og einnig stórútgerðirnar, ef fer sem horfir má alveg kveðja allflest sjáfarpláss á íslandi, ekki verður smábátum fært að gera út á enn minni kvóta en þeir hafa nú þegar, og sá litli kvóti sem eftir verður fer einfaldlega til þeirra sem eiga enn stærri kvóta.
Þetta er kannski hið besta mál, því nú geta sportkallar og grænfriðungar að sunnan bara keypt þessa báta koppa og boðið fólki að skoða kvalinn sem er hér við land að eigna sér öll svæði, einnig er svo hægt að fara með ferðamenn vítt og breitt um landið í sýningarferð um fyrrverandi atvinnuskapandi sjávarpláss.
já, mér lýst vel á þetta, nú verða mínir menn, þeir ríku ríkari.
Nú þurfum við bara að taka á landbúnaðarmálunum, þetta gengur náttúrulega ekki að landsmenn séu að láta sér til munns kjöt, kjöt af litlu sætu dýrunum, nú þurfum við bara að tala við Paul Watson og aðra dýraverndunarsinna og stofna Farm Shepherd og banna alfarið að leggja sér búpening til munns.
Við tökum svo bara síðar á gróðurmálunum, þannig að við étum nú ekki allan gróðurinn upp til agna.
Og engin álver eða einhver risa stóryðjur.
Þetta er allt að koma hjá okkur íslendingum.
Fréttin á Mbl.: Greiningardeild Kaupþings spáir því, að farið verði bil beggja við ákvörðun þorskkvótans á næsta fiskveiðiári og kvótinn verði á milli þess sem aflaregla segir til um og þess sem Hafrannsóknastofnunin leggur til. Samdrátturinn verði því um 20% og að aflamarkið fari því úr 193 þúsund tonnum niður í 155 þúsund tonn.
Í ½5 fréttum segir, að þorskur og tengdur iðnaður séu um 13% af heildarútflutningi á vörum og þjónustu. Samkvæmt grófri áætlun megi ætla að hver 1000 tonn af þorski skapi um 244 milljónir í útflutningstekjur. Þar af leiðandi, ef farið yrði að ráðum Hafrannsóknarstofnunnar, myndi það þýða um 14,5 milljarða tap í útflutningsverðmæti, eða um 4% af heildarútflutningi Íslendinga. Verði aflamarkið ákveðið 155 þúsund tonn þýði það 9 milljarða samdrátt í útflutningi eða sem nemur um 2,6% af heildarútflutningi vöru og þjónustu. Áhrifin skiptast þó á milli áranna 2007 og 2008 þar sem kvótaárið nær frá byrjun september til loka ágúst. Áhrifin á þessu ári verði því tiltölulega lítil.
Spá því að þorskkvótinn verði ákveðinn 155 þúsund tonn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Íþróttir, Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vísindi og fræði | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigfús það er gaman að lesa þetta og gera bara grín að þessu það er gott með/En málið er háalvarlegt,við bara verðum að vona að verði eitthvað gert fyrir þá sem missa mest/Kveðja Halli Gamli,sem tekur þetta mjög nærri sér!!!!!!
Haraldur Haraldsson, 4.6.2007 kl. 22:12
Halli minn, það er bara alveg ómöglegt annað en að gera grín að þessu öllu saman, það jaðrar við að maður trúi ekki að öll þessi vitleysa sé að ské.
Sigfús Sigurþórsson., 4.6.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.