Skemmtilega uppsett hjá Mbl.

Johnny Depp og sjóræningjarnir heilla

Takið eftir hvernig Johnny Depp brosir og gýtur augunum til Will Ferrell og Sacha Baron Cohen sem sýndu viðstöddum að það hafi ekki verið neitt slys að verðlaunin „besti kossinn“ hafi fallið þeim í skaut.

Fréttamynd 429645Önnur kvikmyndin um sjóræningjana ógurlegu í Karíbahafi, Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest, vann til tvennra verðlauna á MTV-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gær.

<Johnny Depp brosir sínu blíðasta með verðlaunin. Reuters

 Fréttamynd 429646

Will Ferrell og Sacha Baron Cohen sýndu viðstöddum að það hafi ekki verið neitt slys að verðlaunin „besti kossinn“ hafi fallið þeim í skaut. Reuters

Myndin þótti bera af öðrum og fékk verðlaun sem besta kvikmyndin. Þá fékk Johnny Depp verðlaun fyrir bestan leik, en hann leikur hinn undarlega heillandi skipstjóra Jack Sparrow.

Þegar Depp tók við verðlaununum ásamt Jerry Bruckheimer, framleiðanda myndanna, sagði hann: „Ég vil þakka þessum manni og Disney fyrir að hafa ekki rekið mig,“ segir á fréttavef BBC.

Á sama tíma trónir þriðja myndin um sjóræningjana At World&#39;s End á toppnum í Bandaríkjunum aðra vikuna í röð.

Myndin þénaði rúmar 43 milljónir dala um helgina, og alls hefur hún grætt yfir 216 milljónir dala.

Breski leikarinn Sacha Baron Cohen, sem er maðurinn á bak við fréttamanninn Borat, hlaut verðlaun sem besti gamanleikarinn.

„Því miður getur Borat ekki verið hér í kvöld, hann hefur fundið fyrir ágangi frægðarinnar að undanförnu og þurfti af þeim sökum að skrá sig í meðferð,“ sagði leikarinn þegar hann tók við verðlaununum.

Cohen hlaut einnig verðlaun fyrir besta kossinn sem hann deildi ásamt grínaranum Will Ferrell. En þeir læstu saman vörunum í gamanmyndinni Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby.

Ferrell og Cohen endurtóku leikinn á sviðinu og ekki leið á löngu þar til þeir voru farnir að rúlla eftir sviðinu í faðmlögum er þeir veittu verðlaununum viðtöku.

Ég er afar ánægður með aðkomu sjóræningja ævintýra myndanna, og er ég tala um skemmtana gildið sem þær gefa, í mínu tilfelli.

Fleyri munu þó ábyggilega kjósa rómantíkina ofar ævintýramyndanna, þótt talsverð rómantík sé reyndar í þeim.

 


mbl.is Johnny Depp og sjóræningjarnir heilla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband