Fimmtudagur, 7. júní 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Fögnuðu ekki, Eyja menn
er ormur fangaði draslið
líka er afar óljóst enn
leysir ráðherrann baslið.
.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn meistari Gunnar Þór.
Ó já Grímseyjarferjan var það.
Rétt svar barst gátu Dagsins kl.07,06
Rétt svar er: Grímseyjar ferjan.
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.
Sigfús Sigurþórsson., 7.6.2007 kl. 07:23
Þessi varð einnig til í morgun er ég var að hlusta á útvarpið og ýmis vandamál sem þar voru til umræðu.
Lekur oft í stríðum straumi
sést oft á miðjum stöðum
sumir hann fela, en nota í laumi
stendur oft líka í röðum
Sigfús Sigurþórsson., 7.6.2007 kl. 07:25
Hahaha, pelinn hanns Fannars frá Rifi
Þú ert nú ábyggilega ekkert voða langt frá rétta orðinu Gunnar, þetta er jú einhver vökvi sem lekur, og jú hefur einhverjar aukaverkanir oft á tíðum.
Sigfús Sigurþórsson., 7.6.2007 kl. 20:57
Og að sjálfsögðu er það rétt kappi.
Rétt svar barst auka gátu í ATHS 3 kl.21,29
Rétt svar er: Bjór - Bjórinn
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.
Sigfús Sigurþórsson., 7.6.2007 kl. 21:34
Skellum einni hér inn sem varð til í Kringlunni í dag.:
.
.
Eftir átta títt er hér
Ekki er ósjaldan tollur
Í harðri umgjörð, hvítt í sér
Heitt það verður pollur
Sigfús Sigurþórsson., 7.6.2007 kl. 21:38
Og ástæðan fyrir því að þessi varð til var að við feðginin vorum að versla, og duttum inn í nammibúð.
Sigfús Sigurþórsson., 7.6.2007 kl. 21:40
Nei er ekki er svarið ís, enda passa önnur hendingin ábyggilega illa við ís.
Sigfús Sigurþórsson., 7.6.2007 kl. 21:41
Nei ekki er það tannkrem.
Þetta með tollinn þarf útskíringu sem ég get ekki almennilega útskýrt fyrr en svarið er komið, ég dauðsé heftir að hafa haft aðra hendinguna eins og hún er, en fyrst hún fór svona inn þá það, smá tilv. eð aútsk. Eitt sinn er ég var að koma með flugi erlendis frá, var ég stöðvaður af tollinum, farmur minn þótti of mikill, og var sett tollgjald og einnig fékk ég einhverja sekt held ég líka, þetta borgaði ég bara síðar og málið laust, ég fékk minn farm og í þessum "farmi" voru 10 karton af þessu sem vísnagátan er um, þess vegna varð þetta tollabull hjá mér til í gátunni.
En auðvitað er tollur á þessari "vöru" hér í búðum eins og á öðrum vörum.
Ég mæli með að þú Gunnar og aðrir bloggarar skoðið vel fyrstu hendinguna, og tengja síðan við það sem orð sem kemur upp í huga ykkar.
Sigfús Sigurþórsson., 7.6.2007 kl. 23:19
Hæ hæ Málfríður, nei ekkert er rétt af þessu.
Ég vill endilega að fyrsta hendingin kveiki á þessu hjá ykkur
Sigfús Sigurþórsson., 7.6.2007 kl. 23:56
sígarettur?
.....og svo borga ég iðulega tollinn minn með ís..... Að vísu gáfu tollverðir mér síðast bækling sem kallast innflutningur - löglegt - ólöglegt eða eitthvað slíkt! En ég gaf hann og kem til með að borga mínar sektir með ís!
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2007 kl. 00:09
Með ís?? þú verður að kenna okkur þetta ráð.
Eftir átta títt er hér < Getur einhver þýtt fyrstu hendinguna fyrir mig?
Ekki er ósjaldan tollur
Í harðri umgjörð, hvítt í sér
Heitt það verður pollur
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 00:16
súkkulaði? after eight?
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2007 kl. 00:38
Það er nefnilega það Hrönn, kærar þakkir fyrir þðinguna.
Rétt svar barst auka gátu í ATHS 7 kl.00,38 8/6
Rétt svar er: After aght
Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir.
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 00:46
Skyldan skipar að eiga slíkt
Sannlega réðir þú engu
Gunni og Hrönn er ekkert líkt
Eiga þá gjöf sem þau fengu.
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 00:47
hmmmmm ég veit að ég er falleg - allavega á morgnana en ekki GÞJ
....en við erum bæði ferlega gáfuð
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2007 kl. 00:50
Hahahaha, góð Hrönn.
En getur eitthvart vald skipað gáfur?
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 00:57
Passið á að lesa EKKI Gunni og Hrönn eru ekkert lík,,,,, það er nokkuð sem allir trúlega vita Þessvegna stendur> Gunni og Hrönn er ekkert líkt
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 00:59
vegabréf?
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2007 kl. 01:08
Góðan og blessaðan daginn.
Ekki eru það réttu orðin, en þið eruð bæði nokkuð volg.
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 09:17
Einmitt Gunnar Þór, nafn er orðið.
Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 20 kl.16,58
Rétt svar er: Nafn
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.
Sigfús Sigurþórsson., 8.6.2007 kl. 21:42
aaaaaa auðvitað.......
....liggur í augum úti
Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2007 kl. 00:34
Það gerir það nú, svona yfirleitt Hrönn, þegar maður sér svarið.
Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.