Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Slegið í og slegið úr

síst er það alvondur siður

svo fer um síðir að þetta búr

sundrast og allt fellur niður.

.

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Er það ekki kallað að slá í að brugga eða er það að leggja í?

Svava frá Strandbergi , 6.6.2007 kl. 09:09

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég er farin að sakna kommentana þinna hjá mér Partners minn. Ertu nokkuð búin að gleyma mér'

Svava frá Strandbergi , 6.6.2007 kl. 09:10

3 identicon

"Sla kottinn ur tunnunni" er thad ekki?  Bestu kv. E.

Edda 6.6.2007 kl. 09:16

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ Guðný mín, nei nei nei nei, ég er sko ekki búinn að gleyma neinum, og allra síst þér, það er bara svo geggjað að gera hjá mér þessa dagana að ég he fullt í fangi með að svara commentunum, en allt horfir þetta til betri vegar,,,, ég meyra að segja sakna þess helling að komast ekki meyra inn á síður vina, bæði til að lesa meyra og commenta.

En varðandi svarið hjá þér skaltu gera aðeins betur.

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 09:28

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gólfið. Er það rétt,???

Kristín Katla Árnadóttir, 6.6.2007 kl. 11:04

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Kristín, ekki er það gólf.

Þetta er athöfn, gjörnungur.

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 12:09

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

bakstur?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2007 kl. 12:22

8 identicon

Ha ha ha  -  godur!!

Edda 6.6.2007 kl. 12:54

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hvaaa? bara föst skot hér í gangi

 ekkert er rétt sem komið er.

Þið þurfið að grafa grynnra.

Én hvað með spakmæli????????

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 13:06

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Spakmæli? Sér grefur gröf, þótt grafi.......

Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið.....

....kann fleiri og fleiri......

Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2007 kl. 13:14

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

lofa upp í ermina á öðrum?

hehe

Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2007 kl. 13:15

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

færast of mikið í fang?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2007 kl. 13:15

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nú bendi ég bara á fyrstu hendingu vísnagátunnar Hrönn.

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 13:25

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

og ég er bara farin út að hlaupa....

Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2007 kl. 13:41

15 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er þetta magi eða borða?

Fannar frá Rifi, 6.6.2007 kl. 15:38

16 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þ.e.a.s. að borða og melta.

Fannar frá Rifi, 6.6.2007 kl. 15:38

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Halló halló halló.

Nú er ég í vondum málum kæru vinir --------------Svarið er komið.

Þegar ég var að svara Guðnýu þarna í byrjun hefur Edda Andradóttir komið með svarið, það að vísu munar 12 mínútum, en getur alveg passað því ég var í einhverju brasi við að setja kommentið inn,,,, og af þeim sökum sá ég aldrei commentið frá Eddu.

 Má ég velja kæru vinir, hvort ég verð skotinn, skorinn eða heingdur?

 Mér þykir þetta afskaplega leitt, og ef gefinn er EINN sjens, þá á ég hann inni því ekki hefur þetta komið fyrir áður hér.

Rétt svar barst við gátu dagsins kl.09,16

Rétt svar er:  Að slá köttinn úr tunnunni

Rétt svar gaf: Edda Andradótti. 

                                                              

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 16:09

18 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Er ekki tilgangslaust að setja inn aukagátu? allir brjáðir útí mig.

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 16:12

19 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Láttu bara vaða fleiri gátur..........ég er alla vega alveg til í að reyna og fá þá frið fyrir hinum sem eru alltaf á undan mér að leysa gáturnar

Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.6.2007 kl. 17:21

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

segi eins og  Brjálaðri verð ég varla...

Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2007 kl. 18:03

21 identicon

Ha ha ha ha - ekki malid vinur (eiga ekki oll dyrin i skoginum ad vera vinir?)

En thad var malid med ad fara undan i flaemingi (nr 8)  Skelltu bara endilega naestu inn sem fyrst   Bestu kv. E.

Edda 6.6.2007 kl. 19:14

22 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

----------------------------------------------------

Tveir af þeim duga verksins til

telja og talningin særir

tæmir þá budduna, of hér um bil

býsnin öll á því þú lærir.

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 19:41

23 identicon

Ekki dyraverdir - er thad?

Edda 6.6.2007 kl. 19:54

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

laganna verðir með hraðasektir?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2007 kl. 20:11

25 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hvorugt rétt

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 20:18

26 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Tveir af þeim duga verksins til

telja, og talningin særir

tæmir þá budduna, of hér um bil

býsninöll á því þú lærir.

 

Þetta eru sem sagt verkfæri.

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 20:43

27 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

tangir?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2007 kl. 21:13

28 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki tangir.

Nánari tilv:

Þessi verkfæri eru tæki, tæki sem eru í dag talin bráðnauðsinleg, en fyrst þegar það komu sögðust margir sko ekki ætla að fá sér svona.

-

Tveir af þeim duga verksins til> Tvö stykki þarf til, hægt að nýta fleyri saman.

telja, og talningin særir> Eitthvað telja þeir, og þá útkomu ert þú oft á tíðum ekki sátt/ur við.

tæmir þá budduna, of hér um bil> Et talan verður há, verður þú verulega fúl/fúll, því það kemur svo sannarlega við veskið hjá manni.

býsninöll á því þú lærir.> Nú og ef þessi tala hefur verið ískyggilega há, er klárt mál að maður lærir af og "reinir" að gera betur næst. 

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 21:40

29 identicon

Eru thetta simar - GSM simar?

Edda 6.6.2007 kl. 22:01

30 identicon

Farsimar!!

Edda 6.6.2007 kl. 22:04

31 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það var rétt Edda, seig ertu.

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 25 kl.22,01

Rétt svar er:  Farsímar

Rétt svar gaf: Edda Andradótti. 

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 22:32

32 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá að lokum læt ég hér eina sem varð til fyrr í kvöld, og varð til vegna athafnar sem átti sér stað í kvöld.

Bægja verður nú brögðóttum frá

bræðrum sem vinna öll spjöllin

en jens kallinn báðir nú elta og þrá

ef að þeir finna, hann heyrir þá köllin.

Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 22:44

33 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei, ekki er það rétt Málfríður, já góða nótt og dreymi þig eitthvað æðislega gott og fallegt.

Sigfús Sigurþórsson., 7.6.2007 kl. 00:06

34 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þú ert með þetta Gunnar Þór.

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 35 kl.18,50 7/6

Rétt svar er:  Karíus og Baktus

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 7.6.2007 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

221 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband