Það borgar sig greinilega að vera alltaf fullur.

 

Íslendingurinn var fullur, eins og vera bar, og það bara bjargaði lífi hanns.

Hvað er svo eiginlega verið að predika edrúmennsku?

 

Fréttin á Mbl.: Réttarhöld hófust í gær í Danmörku yfir 26 ára gömlum Dana, sem ákærður er fyrir manndrápstilraun með því að hrinda íslenskum jafnaldra sínum fyrir lest á Nørreport lestarstöðinni í Kaupmannahöfn í ágúst í fyrra. Íslendingurinn slapp með skrámur og þótti það ganga kraftaverki næst.

Að sögn Ekstra Bladet viðurkenndi Daninn, sem heitir Jonatan Falk, fyrir Eystra landsrétti í gær að hafa ýtt Íslendingnum fyrir lestina en neitaði að hann hefði ætlað að ráða honum bana.

Vitni, leigubílstjóri og farþegi hans, bera hins vegar að Falk hafi komið hlaupandi inn í bílinn og boðið bílstjóranum hass fyrir að aka sér á brott. Segja vitnin, að Falk hafi sagt að hann hefði lent í slagsmálum og óskaði þess að sá sem hann var að slást við væri dauður.

Bæði Falk og Íslendingurinn voru heimilislausir í Kaupmannahöfn þegar þessi atburður gerðist. Ekstra Bladet segir, að áfengismagn í blóði Íslendingsins hafi verið 3,9‰ þegar þessir atburðir gerðust og það kunni að skýra hvers vegna hann slapp jafn vel og raun bar vitni.

 


mbl.is Réttað yfir Dana sem hrinti Íslendingi fyrir lest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Sigfús það er sennilega skýringin.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.6.2007 kl. 21:28

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Alveg pottþétt, það er alveg ljóst að við lifum miklu lengur blindfull, allavega lifum við slysum, eða mér sýnist það allavega.

Sigfús Sigurþórsson., 20.6.2007 kl. 21:45

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Brennivínið hefur sjáanlega bjargað landanum í þetta skiptið.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 21.6.2007 kl. 09:53

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já, svo er allavega að sjá á fréttinni.

Allavega slapp karlgreyið fyrir horn, þarna hefur greinilega litlu mátt muna.

Sigfús Sigurþórsson., 21.6.2007 kl. 11:20

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég heyrði líka sögu af manni sem var drukkinn á hestbaki, hann féll í á og var bjargað frá druknun af snarræði samferðamanna sinna.  Það var læknir með í för og hann var spurður hvort maðurinn hefði drukknað, en læknirinn svarar... það er ekki hægt að fylla það sem er fullt.

Ég tel samt þó edrúmennska sé lífshættuleg, þá bjóði hún uppá betra líf á meðan því stendur.

Ester Sveinbjarnardóttir, 21.6.2007 kl. 13:35

6 identicon

Varð brennivínið ekki þess valdandi að honum var hrint? Var "hrindarinn" ekki fullur líka? Svo þetta er trúlega svipað og með hænuna og eggið, hvort kom á undan?

Birna Dis Vilbertsdóttir 21.6.2007 kl. 14:40

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

hahahaha, nei það er alsekki hægt að fylla það sem fullt er, góð Ester.

já það er allavega mín skoðun, að lífið er bettra án vímugjafanna, þótt margur vilji meina annað.

Ég tók á ákvörðun fyrir mörgum árum að ég ætlaði að eyða restinni af lífinu alsgáður, það er svo spurning hvort maður sé eitthvað betri þannig, en, maður fær meira útúr lífinu, vill ég meina, líkt og þú  nefnir.

Sigfús Sigurþórsson., 21.6.2007 kl. 14:42

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Haha Birna Dís, hárrétt athugað hjá þér, það er einsgott að einhver komi hér og leiðrétti okkur sjóðdrukkna fólkið hér, það er að segja mig.

Ja, ef Guð skapaði hænuna, kom hænan pottþétt á undan.

Sigfús Sigurþórsson., 21.6.2007 kl. 14:45

9 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

já ekki mæli ég nú með brennivíninu alla vega ekki í því magni sem stráksi innbyrðir það. En það er kýrskýrt að það bjargaði honum Halla mínum í þetta skiptið þó sorglegt sé að fylgjast með drengnum

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 22.6.2007 kl. 23:40

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já Ása Hildur, er hann tendur þér íslendingurinn, Halli eins og þú kallar hann, sem betur fer fór þetta öðruvísi en sökudólgurinn ætlaði, en ég geri ráð fyrir að þessi dani hafi ætlað sér illt, en ekki að þetta hafi bara verið slys.

Sigfús Sigurþórsson., 25.6.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband