Visna gáta dagsins.

    

Hugsuðurinn

 Þrautir reyna á huga þinn

 það er jú eldgamall siður

 látum hann lifa, hér um sinn

 lifir, ef bloggarinn biður.

 

 

 

 

 

Fjötrum gyrtur ferðast má,

fullur heim kom tíðum,

leggst á grúfu og gubbar þá,

geðjast spýjan lýðum.

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

-

Rétt svar er: Brennivíns kútur.

Rétt svar barst kl.: 02.16

Rétt svar gaf: Gunnar Kr.

Höfundur gátu: Ó.B.

 

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Öllum eru velkomið að þreyta Vísnagáturnar, og koma með svör og svar tillögur í gátur þær sem birtast hér á partners.blog.is

Aðal vísnagátan mun birtast að kvöldi dags, fyrir hvern dag hér á partners.blog.is en undanfarna mánuði hafa þær verið settar inn á ýmsum tímum sólahringsins, undantekning getur þó komið fyrir.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Kr.

Mér dettur í hug vínáma eða rommtunna...

Til hamingju með skemmtilega bloggsíðu! 

Gunnar Kr., 1.9.2007 kl. 02:16

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, ekki lengi að þessu.

Þetta er hárrétt hjá þér Gunnar Kr.

Kærar þakkir.

Sigfús Sigurþórsson., 1.9.2007 kl. 02:24

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

 

 

TeningurGatur

Eina þarf eg hjálparhönd,

harðnar rimman bráða,

ríkið heitir Höfðaströnd,

sem hefi eg til forráða.

Sigfús Sigurþórsson., 1.9.2007 kl. 02:36

4 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Hallbjörn í Kántríbæ ?

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 1.9.2007 kl. 10:51

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

hahaha Hallbjörn í Kántríbæ ---- glæsilegt, en samt ekki rétt svar.

Þetta er hvorki maður né mannsnafn, og ekkio neitt lifandi.

Sigfús Sigurþórsson., 1.9.2007 kl. 16:34

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er kannski rétt að taka það fram að þarna getur verið líf og fjör, sem við viljum sem allra minnst taka þátt í.

Og þá er best að við Guðbjörg Sól drífum okkur á hátíð Keflvíkingana, Ljósanóttina þeirra.

Sigfús Sigurþórsson., 1.9.2007 kl. 16:54

7 Smámynd: Gunnar Kr.

Ammm... Er þetta þá kambur í hári?

En hér er ein handa þér Sigfús:

    Inniheldur mæta mynd,
    matarborðið toppar.
    Flýgur yfir efsta tind,
    alla bíla stoppar.

Vísnagátan, sem er eftir mig, inniheldur eitt lykilorð. Lykilorðið á við hverja línu, en í fjórum mismunandi útfærslum, fær e.t.v. forskeyti eða viðskeyti. 

Gunnar Kr., 1.9.2007 kl. 19:20

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þú færð rétt fyrir þetta meistari Gunnar Kr.

Svarið er: Greiða.

Og svarið við þinni gátu Gunnar Kr. er að sjálfsögðu ------ Nakin kona.

Sigfús Sigurþórsson., 2.9.2007 kl. 02:18

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 3 er: Greiða.

Rétt svar barst kl.: 19.20

Rétt svar gaf: Gunnar Kr. 

Höf. gátu: Ókunnur.

Sigfús Sigurþórsson., 2.9.2007 kl. 02:25

10 Smámynd: Gunnar Kr.

Ekki alveg...

Það eru fjögur orð, eitt fyrir hverja línu, en öll innihalda þau sama lykilorðið.

Gunnar Kr., 2.9.2007 kl. 13:15

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ok, gefðu okkur vísbendingu.

Sigfús Sigurþórsson., 2.9.2007 kl. 13:43

12 Smámynd: Gunnar Kr.

Fyrsta orðið er eitthvað sem inniheldur mynd.
Annað orðið er eitthvað sem er sett efst á matarborð.
Þriðja orðið er eitthvað sem flýgur mjög hátt, sumir segjast hafa séð slíkt, aðrir hafa aldrei séð slíkt.
Fjórða orðið er eitthvað í bíl sem veldur því að hann stöðvast.

Gunnar Kr., 2.9.2007 kl. 17:06

13 Smámynd: Gunnar Kr.

E.t.v. rétt að undirstrika það að þetta er allt sama orðið... 

Gunnar Kr., 2.9.2007 kl. 23:24

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

einmitt, en ég er bara engu nær, og svona til að giska á eitthvað ætla ég að segja að þetta sé DISKUR.

Sigfús Sigurþórsson., 2.9.2007 kl. 23:39

15 Smámynd: Gunnar Kr.

Hárrétt!!!

Fyrsta lína er: DVD-diskur
Önnur lína er: Matardiskur
Þriðja lína er: Fljúgandi diskur
Fjórða lína er: Bremsudiskur

Gunnar Kr., 2.9.2007 kl. 23:49

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta var nokk góð gáta hjá þér Gunar Kr.

Sigfús Sigurþórsson., 2.9.2007 kl. 23:51

17 Smámynd: Gunnar Kr.

Nú man ég allt í einu eftir því hvar ég sá þig, Sigfús. Þú varst að taka myndir á afmælishátíð Einstakra barna, rétt eins og ég. Passar það ekki? Þetta var í Gerplusalnum í Kópavogi. Ég gaf út Kópavogspóstinn, bæjarblaðið og var þar þess vegna. Ég held meira að segja að við höfum eitthvað spjallað saman. Svona er heimurinn lítill.

Gunnar Kr., 2.9.2007 kl. 23:53

18 Smámynd: Gunnar Kr.

Takk fyrir það, Sigfús. Ég bjó til 150 slíkar í vor og þær fara í prentun í fyrramálið og koma út nú í september hjá Bókaútgáfunni Hólum. Þær eru allar með þessu sniði, ferhendar og með mismunandi merkingu í hverri línu, en þó kemur alltaf sama lykilorðið í hverri línu, þótt  það fái stundum forskeyti eða viðskeyti.

Gunnar Kr., 2.9.2007 kl. 23:56

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, skrambi eru glöggur, ekki áttaði ég mig á þér. Ó jú Ég var á afmælishátíð einstakra Barna og með Guðbjörgu Sól mína, ég var í afmælisnefndinni.

Já heimurinn er lítill, það segir þú satt, jú eitthvað röbbuðum við samanm, og þá mest um myndir ef ég man rétt.

Þá segi é gbara sæll aftur og takk fyrir síðast, þú ert ritstjóri ?????

Sigfús Sigurþórsson., 3.9.2007 kl. 00:01

20 Smámynd: Gunnar Kr.

Takk sömuleiðis. Jú, ég var ritstjóri sl. níu ár, þar til nú í ágúst. Þá lét ég útgáfuna til annars, þar sem ég er með meira en nóg að gera í umbroti og hönnun. Sem minnir mig á það... þarf að fara að hátta og sofa , því það er fullt að gera í fyrramálið, bókin að fara í Oddann og í mörg horn að líta. 

Gunnar Kr., 3.9.2007 kl. 00:06

21 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Glæsileg tkappi, gangi þér allt sem allra best, heyrumst og sjáumst.

Kveðaj:

Sigfús Sigurþórsson., 3.9.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

221 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband