Vísna gáta dagsins.

 Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Teningurinn

 

Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátunum sem birtast hér á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur, allt er þetta bara til gamans gert.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Vatn og duft oft sumum svalar

sérlega í morgun sárið

einn og einn sérviskur, malar og malar

mikið er beðið um tárið.

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)                          

 

                        

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners / hugsuðurinn

 

 

Rétt svar er: Kaffi        

Rétt svar barst kl.: 12.22

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

 
 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ó já, kaffitár í morgunsárið er afar ljúft, sérlega nýmalað.

Sigfús Sigurþórsson., 9.9.2007 kl. 13:03

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

TeningurGatur

 

Á einni leið er starfað stíft

starf hjá hvítum og rauðum

þrálátt stríð og engum þar hlíft

þurfa að lifa með dauðum

    

Sigfús Sigurþórsson., 9.9.2007 kl. 13:03

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þar sem ég er að fara í golf verð ég ekkert við tölvu fyrr en eftir hvöldmat og skelli því hér inn svona tveimur aukagátum inn.

TeningurGatur

 

Leiðbeinir, við Búkollu leitina

lausnin er Búkollu hárið

setja skal hárið á beitina

svona er baráttu fárið.

Sigfús Sigurþórsson., 9.9.2007 kl. 13:37

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

 

Brotið er uppá efsta gat

er svo með fleiri götum

ávallt er fín hjá gestum í mat

máttu nú giska úr fötum.

 

Sigfús Sigurþórsson., 9.9.2007 kl. 13:38

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og ein í viðbót, og eru þá 4 aukagátur hér óleystar.

TeningurGatur

 

Liggur það lárétt, með stafróf eitt

leikið á fingrunum fráu

eins er oft einum puttanum beitt

er oft í hvítu eða gráu.

 

Sigfús Sigurþórsson., 9.9.2007 kl. 13:44

6 Smámynd: Gunnar Kr.

Þetta síðasta gæti átt við lyklaborð við tölvu.

Gunnar Kr., 9.9.2007 kl. 16:15

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki spurning Gunnar Kr.

 

 

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 6 er: Lyklaborð

Rétt svar barst kl.: 16.15

Rétt svar gaf: Gunnar Kr.

Höfundur gátu: Sigfús Sig.

Sigfús Sigurþórsson., 9.9.2007 kl. 18:26

8 Smámynd: Gunnar Kr.

3. Sjúkrabíll/sjúkraflutningamenn

4. Vodafone

5. Spariskyrta 

Gunnar Kr., 10.9.2007 kl. 00:10

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góóóður gunnar Kr.

Svarið í ATHS 3 er ekki rétt, en 4 og 5 eru rétt.

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 08:08

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 4 er: Votafone.

Rétt svar barst kl.: 00.10

Rétt svar gaf: Gunnar Kr. 

Höf. gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 08:11

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 5 er: Spariskyrta.

Rétt svar barst kl.: 00.10

Rétt svar gaf: Gunnar Kr. 

Höf. gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 08:12

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá er bara gátan í ATHS 3 óráðin.

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 08:13

13 Smámynd: Gunnar Kr.

Númer 3, gæti það verið hjálparstarf Rauða krossins, t.d. í Afríku?

Gunnar Kr., 11.9.2007 kl. 23:53

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Gunnar, ekki er það svo, þetta er í líkama okkar, tengist hjartanu á einn veg.

Sigfús Sigurþórsson., 11.9.2007 kl. 23:58

15 Smámynd: Gunnar Kr.

Já, æðislegt!

Í æðunum eru rauðu og hvítu blóðkornin, þar eru líka allskonar lifandi og dauðar frumur...

Gunnar Kr., 12.9.2007 kl. 00:34

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það var lagið Gunnar Kr. Góður.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 3 er: Blóðæðar.

Rétt svar barst kl.: 00.34  (12/9)

Rétt svar gaf: Gunnar Kr. 

Höf. gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 12.9.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

224 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband