Vísna gáta dagsins.

 Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Teningurinn

 

Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátunum sem birtast hér á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur, allt er þetta bara til gamans gert.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Eltur er einn þá saklaus er

er kannski minni máttar

svo gæti hann verið, mjór eða sver

stundum utan gáttar.

.

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)                          

 

                        

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners / hugsuðurinn

 

 

Rétt svar er: Einelti.

Rétt svar barst kl.: 10.55

Rétt svar gaf: Baldvin Jónsson Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

 
 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Skuggi?

Fannar frá Rifi, 10.9.2007 kl. 09:03

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góðan daginn Fannar, ekki er það rétta orðið, en þetta er stundum skuggalegt.

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 09:31

3 Smámynd: Gunnar Kr.

Gætu verið veiðar, refaveiðar, silungs- eða laxveiðar...

Gunnar Kr., 10.9.2007 kl. 10:46

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Einelti?

Baldvin Jónsson, 10.9.2007 kl. 10:55

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Einelt,,,,, og það er alveg hárrétt, heill og sæll meistari Baldvin.

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 12:14

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

TeningurGatur

Höllin sú er  fín og fögur

ferlega nídd á stundum

sagðar þar sannar og lognar sögur

svo líka leist skuldum.

 

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 12:16

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Tanngarður, tennur, tönn eða jafnvel munnur? er ég eitthvað heitur?

Fannar frá Rifi, 10.9.2007 kl. 13:36

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Fannar, og alsekki heitur.

Óvitlaust að kanna eitthvað sem í borgum og bæjum, sér í lagi í borgum, er að vísu víðar, en þá oft á tíðum á fyrsta hendingin ekki við.

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 13:54

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég byðst fyrirgefningar, síðasta hendingin fór ekki hér inn eins og hún á að vera, endurbyrti nú.

TeningurGatur

Höllin sú er  fín og fögur

ferlega nídd á stundum

sagðar þar sannar og lognar sögur

svo líka leist er frá skuldum

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 13:58

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Málfríður, þar er nú ekki oft leyst frá skuldum.

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 14:27

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það er alveg hárrétt Málfríður Hafdís.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 6 er: Kyrkjan

Rétt svar barst kl.: 14.47

Rétt svar gaf: Málfríður Hafdís Ægisdóttir.

Höfundur gátu: Sigfús Sig.

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 14:50

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Það vill nú svo til, hann hækkar í ár

hann verður í almesta lagi

Í landinu verður svarbrúnleidd sár

sekkur í heiminum skagi.

 

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 14:53

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei meistari Gunnar Þór, ekki er það orðið sem ég leita eftir, en þú ert alveg klárlega heitur.

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 18:52

14 Smámynd: Fannar frá Rifi

Uppistöðulón? Kárahnjúkavirkjun?

Fannar frá Rifi, 10.9.2007 kl. 21:39

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Neibb Fannar, betur má ef duga skal.

Þetta er mikið í fréttum þessa dagana, talað mikið um að hlýindin muni hækka einhvern þremilinn, vegna jú bráðnunar einhvers, sem alveg klárlega skilur eftir merki um langa veru sína.  

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 22:04

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þar kom það, það er einmitt sjórinn sem er að hækka, af völdum ís og jökla bráðnunar.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 14 er: Sjórinn.

Rétt svar barst kl.: 22.33

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.

Höfundur gátu: Sigfús Sig.

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 22:49

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 Skellum hér einni í viðbót svona í lokin á góðum degi.

TeningurGatur

Lítill lágur gegnir oft

lúnum búnum örmum

lyftir oft smáum uppí loft

lagður oft púða görmum.

 

Sigfús Sigurþórsson., 10.9.2007 kl. 23:36

18 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

gamalt sófaskrifli með örmum ?

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 11.9.2007 kl. 10:35

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Ása, ekki er það rétt.

Þetta er afar sjaldgjæft notað í dag, eða það held ég allavega, algengast er þó að þetta sjáist við annað húsgagn í stofu nú til dags, og þá í nútímalegri mynd en áður var.

Sigfús Sigurþórsson., 11.9.2007 kl. 10:47

20 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er ekki á um þig logið, Gunnar Þór Gátubrjótur.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 22 er: Fótaskemill.

Rétt svar barst kl.: 12.48  (11/9)

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.

Höfundur gátu: Sigfús Sig.

Sigfús Sigurþórsson., 11.9.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 159082

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

225 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband