Bloggvina fílupúki.

Í morgun varð ég aldeilis hissa, er ég fór inn á bloggið og ætlaði að kíkja inn á bloggsíður "bloggvina" minna, sem ég geri MJÖG mikið af, fann ég ekki einn bloggvinin sem búinn að vera í vina skránni nánast frá því ég byrjaði að blogga hér.

Þar sem ég hafði netfang þessa aðila ákvað ég að senda honum (bloggvininum) tölvupóst um málið, svaraði hann tölvupóstinum snarlega.

Hann (bloggvinurinn) var sem sagt að hreinsa til hjá sér, og "henti út" öllum #Bloggvinum" sem EKKI kommentuðu hjá honum.

En, er ekki hér eitthvað skrítið á ferðinni? ég tók saman ca. hve oft ég hef kommentað hjá honum og hann hjá mér, jú ég hef kommentað ca. 16 sinnum, og hann hjá mér???? jú tvisvar.

Þetta fannst mér afar skrítið, mér þótti gott að hafa hann (bloggvininn) á listanum, auðveldara að kíkja á annars ágætis færslur hans.

Ekki skil ég hvernig maður getur ætlast til að einhver sé bloggvinur mans ef sett eru skilyrði, er það "bloggvinur" ?

Nei, ég vona að ég eigi ekki eftir að henda einni einustu manneskju út af mínum bloggvina lista, mér fyndist það hrein og bein ókurteisi, ef ég hef á annað borð samþykkt hann/hana sem bloggvin eða ég óskað eftir og viðkomandi samþykkt skal viðkomandi vera minn bloggvinur, þótt einvörðungu ég kíki á hans/hennar blogg eða öfugt.

Ég læt ykkur kæru bloggvinir mínir hér með vita, að ég droppa inn hjá ykkur öllum, ekki eftir neinni tíma eða dagbók, kommenta ekki oft, en geri samt öðru hverju, þögla típan.

Að sjálfsögðu getur hlaupið í kekki milli "bloggvina" og útkast verði þá í framhaldi af því, en það er allt annað, ekki var um slíkt að ræða í þessu tilfelli.

Ætli það sé mikið um svona "útkastara" hér á Mogga blogginu? og eða fólki sem setur öðrum skilyrði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti ekki að vera neinar kvaðir sem fylgja því að vera bloggvinur að minni skoðun, spurning hvað öðrum finnst.

Margrét Össurardóttir 17.9.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það eiga ekki vera neinar kvaðir,  og ekki dettur mér í hug að henda bloggvinum út þó að þeir kommenta ekki hjá mér.  En það eru þó margir að kvarta yfir þessu ég reyni að gefa komment eins mikið og ég kemst yfir. Kveðja til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.9.2007 kl. 16:07

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég er með marga blogg vini. Ég er mis duglegur að skoða og commenta hjá hinum mismunandi bloggurum. Bloggarar eru líka misduglegir að blogga sjálfir og commenta.

Mér hefur aldrei dottið í hug að eyða út þeim sem vilja verða blogg vinir mínir. viniasambandi á ekki að fylgja kvöð.

Fannar frá Rifi, 17.9.2007 kl. 16:30

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég er sammála ykkur öllum hér að ofan, sennilega þora ekki þeir að tjá sig hér sem telja það réttlætanlegt að henda út bloggvinum, eða stunda þá yðju.

Kærar þakkir Kristín Katla, sömuleiðis.

Einmitt Fannar, það er sama hér, maður er mis duglegur við að blogga, og kommenta, en það eru hinir líka.

Auðvitað er gaman að fá komment, ekki dettur mér í hug að halda öðru fram, og það er líka oft gaman að komment hjá öðrum.

Til eru bloggarar hér sem einvörðungu kommenta hjá fólki, skrifa aldrei færslur, eða sjaldan, og það er bara akkvurat ekkert að því, fólk að að hafa sitt blogg bara alveg eins og því sýnist, burtséð frá skoðunum ánnarra eða áliti.

Sigfús Sigurþórsson., 17.9.2007 kl. 16:49

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Algjörlega sammála! Ég les mikið blogg...komenta ekki eins oft! En mér finnst gaman að kíkja við hjá öllum sem eru í minni bloggvinaskrá! Myndi aldrei eyða neinum út, mér finnst það bara ekki við hæfi einhvern veginn þegar maður hefur samþykkt hann í upphafi eins og þú segir!! kveðja, Sunna

Sunna Dóra Möller, 17.9.2007 kl. 16:59

6 Smámynd: halkatla

sammála þér, en ég reyni annars að hugsa sem minnst um þetta, ég samþykki alla sem vilja vera bloggvinir mínir og færi aldrei að henda neinum út, ekki einu sinni þeim sem fordæma mig á blogginu og kalla mig öllum illum nöfnum

halkatla, 17.9.2007 kl. 20:08

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Mig grunar nú að þannig sé það hjá flestum, hitt eru undantekningar.

Mér finnst nú kannski ekkert að því Anna Karen, að henda út fólki sem er með ósvífni í þinn garð, og eins fólki sem sýnir ekki lágmarks kurteysi, þótt í deilumálum sé, og eins ef um átroðning er að ræða, því hef ég persónulega lent í, en sú manneskja var ekki og er ekki bloggvinur, þannig að ekki var neinum hent út.

Sigfús Sigurþórsson., 17.9.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 158938

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

240 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband