Þegar börn eiga síst skilið

að þú sýnir hvað þér þykir vænt um þau, hafa þau mesta þörf fyrir það.

Oft á tíðum glíma foreldrar við þann vanda að börnin þeirra missa stjórn á skapi sínu. Það getur verið vegna þes að þau eiga erfitt með að taka mótlæti, t.d. þegar foreldrar segja NEI. Það getur líka verið vegna þess að þeim líður illa vegna einhvers annars t.d. félagslegum samskiptum í (leik)skóla, í félagahóp, eiga erfitt með námið sitt, finnst þau verða undir í systkinasamskiptum o.s.frv.. Hver svo sem ástæðan er fyrir þessum erfiðleikum við skapstjórnun er mikilvægt að foreldrar kunni góðar aðferðir til að hjálpa þeim.

Margir foreldra eru í óvissu og fara að líta svo á að barnið sé frekt og yfirgangssamt og vilji stjórna. Þessi afstaða gerir það að foreldra beina athyglinni að sjálfri hegðun barnanna, því sem þau gera en ekki að því hvernig þeim LÍÐUR þegar þau hegða sér svona. Þetta gerir oft það að foreldra bíða eftir að börnin læri að hegða sér betur, þeir telja að börnin hegði sér svona viljandi og geti vel breytt ÞEGAR þau vilja. Foreldrar skamma þau svo fyrir að gera ekki rétt því frá sjónarhorni foreldra væri svo auðvelt að hegða sér vel. Foreldrarnir velja því að horfa á hegðunarerfiðleika og skapofsa hjá börnunum sínum sem eitthvað sem þau geta stjórnað.

Líta þeir þar af leiðandi svo á að börnin "VELJI" að reiðast, missa stjórnina af illkvittni og þvermóðsku? Kannski er það svo þó ég hafi ALDREI hitt barn sem hetur stjórnað viljandi skapbrestum sínum. Þar að auki er þetta því miður frekar vonlaust viðhorf. Þá eru foreldrar alltaf verið að bíða eftir að börnin breytist og skamma þau fyrir að gera það ekki.

Ég tel miklu frekar lausnina felast í því að líta svo á að þegar börn reiðast og missa stjórn á skapi sínu þá sé um það að ræða  að þau hafa ekki nóga sjálfsstjórn til að t.d. taka mótlæti og ÞURFA AÐSTOÐ TIL ÞESS.

Grunnviðhorfið í að aðstoða börn sem reiðast auðveldlega er að HLUSTA, sérstaklega að nota það sem dr. Thomas Gordon kallar VIRKA HLUSTUN. Hann kennir hana m.a. í bókinni sinni Samskipti foreldra og barna sem er grunnbók á námskeiðinu með sama nafni sem ég og Wilhelm Norðfjörð halda, Samskipti foreldra og barna.

Þegar börnin reiðast snýst málið ekki um að sigra þau ÞÓ þér finnist þau ætla að sigra þig sem foreldri. Aðalatriði er að kenna þeim að það séu til aðrar aðferðir en að sigra/tapa í fjölskyldum, aðferðir þar sem mál eru leyst af virðingu og í sátt. Það er alltof oft sem foreldrar fara að líta svo á að börnin séu að reyna að sigra foreldra sína á meðan þau eru fyrst og fremst að fá þau til að hlusta á sig og að taka mark á sér.

Hlustun er fysta skrefið, en ekki það eina. Hlustaðu vel, farðu ekki í stríð við barnið um að sigra eða tapa í þessari lotu, líttu ekki á þig sem andstæðing barnsins þíns.  Vertu samhliða barninu þínu, hlustað vel á það sem það er að segja, virtu innihaldið í því sem það segir ÞÓ það segi hlutina leiðinleg. Þið eru jú að rífast. Ég get fullyrt að ÞEGAR þér hefur tekist þetta, að hlusta og virða skoðun barnsins þíns og forðast að lenda í rifrildi þá hefur þú tekið mikilvægt kref til bættra samskipta ykkar á milli. Þá getur þú sagt með virðingu í tóninum 

"Ég heyri og skil (það sem hvílir á þér, t.d. að finnast leiðinlegt að fá ekki ????) en  ég vil líka að þú skiljir að þú getur ekki fengið það núna því að ............ .

Mundu að það er líklegast að barnið þitt vilji hlusta á þig og taka mark á því sem þú segir ÞEGAR þú hefur hlustað á það og það finnur að þú tekur mark á því sem það segir. Ekki til að það ráði en að þú hafir virt það sem því finnst og sem það hefur sagt.

Ekki man ég hvar ég rakst þessar upplýsingar, en það er aukaatriði, góðir punktar hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Mikið er þetta góð grein hjá þér Sigfús ég á sjálf dreng á grunnskóla aldri  þetta mjög góðir punktar hjá þér. Takk fyrir þetta. Með bestu Kveðjur

Kristín Katla Árnadóttir, 17.9.2007 kl. 21:41

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já, þessir punktar eru nú ekki frá neinum aulum í uppeldismálum.

Ég hefði náttúrulega ekki sett þetta hér inn nema vegna þess hve mikið mér fannst til í þessu.

Ég er að REINA að tileinka mér þetta við mína 7 ára, hún vill vera húsbóndinn hér, sem kannski er eðlilegt þar sem við erum bara tvö og dýrka prinssessuna, ég hélt að það yrði nú lítið mál að fara eftir þessu, en trúið mér, þetta er bara heljarinnar mikið mál hjá manni, að fara samviskusamlega eftir þessu.

Þetta er nú nokkuð sem allir foreldrar upplifa, að hlusta og taka eftir að árangurinn er meiri, við bara held ég leiðumst óvart útá neikvæðu brautina eins og þá sem minnst er á í greininni.

Sigfús Sigurþórsson., 17.9.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband