KONUR! góð ráð frá körlum.

Þessar leiðbeiningar og reglur til kvenna koma frá góðfúsum karlmönnum.:

Kona: Tileinkaðu þér hér hverja einustu reglu.

Regla 1: Biddu um það sem þú vilt fá/vilt að verði gert. Smá ábending virkar ekki á menn. Alveg sama hve augljós ábendingin virðist vera, ekki gera ráð fyrir því að hún virki. Segðu það sem þú vilt segja.

Regla 1: Menn muna ekki dagsetningar. Punktur! Skrifaður afmælisdaga, brúðkaupsafmælisdaga, og aðra daga sem þú vilt að mennirnir muni á dagatal. Minntu þá síðan reglulega á að kíkja á dagatalið. Helst tímanlega ef að dagurinn krefst þess að þeir þurfi að undirbúa eitthvað fyrir hann (kaupa gjöf eða e-ð þess háttar).

Regla 1: Flestir menn eiga ekki fleiri skó en svo að það megi telja þá á fingrum annarar handar. Ekki búast við að þeir geti sagt hvaða skópar af þínum 30 eða 40 skópörum, passar best við kjólinn þinn. Í fljótu bragði virðast þeir allir vera eins.

Regla 1: Eitt einfalt "já" eða "nei" er gott svar við flestum spurningum. Menn þurfa ekki langar útskýringar.

Regla 1: Ekki koma með vandamál til karla nema þú viljir alveg örugglega heyra hugmynd að lausn. Þú hefur vinkonur sem geta séð um að hlusta bara.

Regla 1: Hausverkur, sem hefur varið í meira en ár, er vandamál. Maður þarf þá að tala við lækni.

Regla 1: Vinsamlegast athugið olíuna á bílnum reglulega. Þegar gufa eða reykur fer að koma frá húddinu, þá er það merki um að það sé orðið of seint.

Regla 1: Allt sem karlar hafa sagt í umræðum fyrir mánuðum síðan má ekki nota skyndilega á móti þeim í nýrri umræðu. Karlar gleyma allt um eldri umræður mjög fljótt.

Regla 1: Ekki vera að því að spyrja menn hvort þeim finnist þú vera feit. Alveg sama hvað þeir svara þá skapast vandamál.

Regla 1: Ef karl hefur sagt eitthvað, sem getur skilist á tvo vegu, og annar er neikvæður, þá hefur hann pottþétt meint það á hinn veginn.

Regla 1: Þú mátt annað hvort biðja mann um að gera eitthvað eða segja honum akkúrat hvernig þú vilt að eitthvað sé gert. Bæði gengur ekki. Og ef þú veist allavega best, þá geturðu alveg gert þetta sjálf.

Regla 1: Þegar horft er á sjónvarpið tilheyrir fjarstýringin eingöngu körlum. Lengra nær það ekki. Og jú, maður getur séð marga þætti oftar en einu sinni.

Regla 1: Ef þú vilt segja eitthvað, á meðan menn eru að horfa á sjónvarpið, þá skaltu helst gera það þegar það eru auglýsingar. Ekki í miðjum fótboltaleik. Og mundu reglu 1 um að það þurfa ekki langar útskýringar.

Regla 1: Menn þurfa ekki að fá leiðbeiningar þegar þeir eru að keyra, og ekki vera að spyrja endalaust. Og alls ekki frá einhverjum sem snýr kortinu á hvolf.

Regla 1: Allir karlar geta í mesta lagið skynjað 16 mismunandi liti. Ferskjan er ávöxtur, sem er gul að innan og appelsínugul að utan. Svo að hvað ertu að meina með ferskjulitað??? Og hvað er jarðlitir? Jörðin er brún.

Regla 1: Ef körlum klæjar, þá klóra þeir sig, óháð stund né stað.

Regla 1: Það að karlar haldi utan um ytri kynfæri sín þegar þeir setjast niður er ekki óeðlilegt. Þeir eru bara að fullvissa sig um að þau séu þarna enn.

Regla 1: Menn lesa ekki hugsanir. En það hefur ekkert með það að gera hvort að þeir elski þig eður ei.

Regla 1: Ef að maður spyr þig, hvort að það sé eitthvað að, og þú svarar að það sé ekkert að, þá skilur hann það sem að það sé ekkert að. Óháð því hvernig þú segir það. Hann veit að þú ert að ljúga, en hann nennir ekki að reyna að fá þig til að segja hvað sé eiginlega að.

Regla 1: Ef þú spyrð mann að einhverju sem þú vilt helst ekki heyra svarið við, slepptu því þá að spyrja og þá sleppurðu við að verða súr útaf svari sem þú vilt ekki heyra.

Regla 1: Þegar þú ætlar út, þá skiptir engu máli hvaða föt þú ferð í, þau eru öll nógu góð. Þú lítur í alvöru vel út í þeim. Svo að nú þarftu ekki að spyrja oftar.

Regla 1: Ekki spyrja menn að því hvað þeir eru að hugsa um, nema þú viljir leiða umræðuefnið að íþróttum, naflakuski, bílum, öðrum konum eða annað svipað.

Regla 1: Jú, þú átt nóg af fötum.

Regla 1: Jú, þú átt allt of marga skó.

Regla 1: Bílar, fótbolti og annað því umlíkt er alveg jafn spennandi fyrir menn og skór fyrir þig.

Regla 1: Allir menn eru í formi. Kringlótt er form.

Þýtt úr Lokumsbogen og tekið af síðu Björgunarsveitarinnar Kjölur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér tók maður margt hláturkastið. Gaman og alvara var þetta -- já, þónokkur sálfræði líka! - til viðbótar við drjúga og í bland heilbrigða karlrembu! En þessi sýndist mér einna lúmskastur í alvöru sinni: "Hausverkur, sem hefur varað í meira en ár, er vandamál. Maður þarf þá að tala við lækni."

Jón Valur Jensson, 18.9.2007 kl. 01:31

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gaman og alvara já Jón Valur, það er einmitt mín skoðun líka, nokkrir punktar í færslunni eru ekki svo galnir, en ekki fer ég nánar útí það.

Sigfús Sigurþórsson., 18.9.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

227 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband