Þriðjudagur, 18. september 2007
Hugsa þú um konuna, þá!!!!!!!
Ég er svolítið í vafa með að þora að setja þetta hér inn, en læt vaða vegna þess að mér finnst sagan hafa ákveðinn "boðskap".
"Heyrðu nú, Jónas minn," sagði Guðmundur. "Þú ert nú farinn að drekka andskotanum meira. Hvað gengur á? Hvað er að, kallinn minn?"
"Það er konan," sagði Jónas. Hún er búin að missa allan áhuga. Það er allt í drasli heima - fullir öskubakkar út um allt - drullugir diskar í vaskinum - rúmin óumbúin. Hún hugsar heldur ekki neitt um sjálfa sig - slæpist um í slopp allan daginn - rúllur í hárinu - þyrfti að fara í bað. Ég er farinn að hata hana svo mikið að mig langar helst til að drepa hana, bara ef ég gæti komist upp með það."
"Meinarðu þetta?"
"Hvert orð."
"Sko, það er til aðferð." sagði Guðmundur. "Fullkomlega löglegt morð, bara ef þú ert tilbúinn til að gera það. Þú bara ríður henni til dauða."
"Hvað áttu við?"
"Sko, konur geta bara þolað visst álag í kynlífinu, og ef þú kemst upp fyrir það, þá deyja þær. Það eina sem þú þarft að gera er að halda áfram þangað til hún gefur upp öndina og þú ert fullkomlega hólpinn. Þú er jú maðurinn hennar!"
"Ja hérna," sagði Jónas. "Þetta hafði ég ekki hugmynd um. Ég verð að reyna þetta."
Næsta kvöld styrkti Jónas sig með nokkrum bjórum og diski af ostrum áður en hann fór heim. Þegar þangað kom var Magga álíka sóðaleg og venjulega og drasl út um allt eins og áður. Jónas aftók kvöldmat, en dró Möggu inn í svefnherbergi, þar sem hann sarð konu sína af krafti.
Seinna, þegar Magga var um það bil að jafna sig stökk Jónas á hana aftur og tók hana á ný. Alla nóttina vakti hann hana með reglulegu millibili og náði fram vilja sínum, þannig að hún fékk litla sem enga hvíld. Þega fyrstu skímur morguns gægðust inn um gluggann leit Jónas vandlega á konu sína þar sem hún lá afvelta í rúminu, grágræn í framan með svitastokkið enni og átti örðugt um andardrátt.
"Mér tókst það," hugsaði hann. "Hinn fullkomni glæpur. Nú fer ég í vinnuna og þegar ég kem heim í kvöld uppgötva ég þennan hörmulega atburð." Hann fór í sturtu og ók síðan á skrifstofuna eins og venjulega.
Um kvöldið kom hann heim, reiðubúinn að setja upp sorgarsvip, en varð hissa þegar hann ók inn í götuna heima hjá sér þegar hann sá að allt húsið var uppljómað. "Jæja þá," hugsaði hann. "Nágrannarnir eru búnir að finna líkið. Þá verður þetta bara þeim mun auðveldara."
En þegar hann gekk upp tröppurnar að húsinu sínu varð hann enn meira hissa. Magga tók á móti honum í dyrunum, hrein, greidd og förðuð með höfugt ilmvatn. Hún var í fallegasta kvöldkjólnum sínum, svo hún var bara næstum því heillandi.
Jónas var forviða, en lét sem ekkert væri og gekk inn. Allt var hreint og fágað, öll gólf bónuð, leirtauið upp vaskað og inní skápum og í borðstofunni var dúkað borð með búnaði fyrir kvöldverð fyrir tvo. Á miðju borði loguðu kerti. Ilmur af stórsteik barst úr eldhúsinu. Jónas var sem steini lostinn.
Magga hnippti í hann. "Þú sérð um mínar þarfir, kallinn minn, og þá sé ég um þig!"
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Sjónvarp, Spil og leikir | Breytt 19.9.2007 kl. 15:51 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
he he
Kristberg Snjólfsson, 18.9.2007 kl. 18:44
Já, karlmenn þurfa að hugsa sinn gang ef konan er eitthvað "óeðlileg" segi ég nú bara.
Jónas var forviða,
Magga hnippti í hann. "Þú sérð um mínar þarfir, kallinn minn, og þá sé ég um þig!"
Sigfús Sigurþórsson., 19.9.2007 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.