Nokkrir góðir.

 

Ungur maður sá til eldri hjóna á matsölustað..

Hann tók eftir því að þau pöntuðu bara eina máltíð og stóra kók. Gamli maðurinn tekur sig síðan til og skiptir hamborgaranum snyrtilega í tvennt og byrjar síðan að skipta frönsku kartöflunum, eina handa henni, eina handa sér, allt þar til þau voru bæði komin með jafn mikið að kartöflum.

Síðan skiptir hann gosinu jafnt í tvö glös og lætur konu sína fá annað glasið. Þessu næst byrjar hann að borða, en konan hans situr og fylgist með.

Ungi maðurinn ákvað að taka af skarið og spyr þau hvort að þau vilji ekki að að hann kaupi handa þeim aðra máltíð, svo þau þurfi ekki að skipta sinni.

"Nei, nei," segir gamli maðurinn. "Við erum búin að vera gift í 50 ár og við höfum alltaf skipt öllu til helminga og við förum nú ekki að breyta því núna. Takk samt."

"Svoleiðis," segir ungi maðurinn afsakandi, "en ætlar þú ekkert að borða?" spyr hann konuna.

"Ekki alveg strax," svarar sú gamla, "hann er með tennurnar okkar.."

 

 

 

 

Gamall maður fer til læknis vegna þess að hann átti svo erfitt með að pissa.

Konan hans fer með honum vegna þess að að var orðinn hálf heyrnalaus í þokkabót.

Eftir skoðunina segir læknirinn við gamla manninn, "Já, ég þarf nú líklega að rannsaka þetta betur. Mig langar að biðja þig að skilja eftir þvagsýni, saursýni og sæðissýni til rannsóknar."

Gamli maðurinn heyrði nú ekki alveg hvað læknirinn sagði og snýr sér að konu sinni: "Hvað sagði læknirinn?"

Konan svarar: "Hann vill að þú skiljir nærbuxurnar þínar eftir."

 

 

 

 

 

Jónas fór til læknis síns og kvartaði við hann um kyngetu sína, sem var frekar slök.

Hann nefndi einnig að konan hans hefði mikið kvartað undan þessu ástandi, eða réttara sagt skorti á slíku.


Læknirinn rétti Jónasi stórt box með pillum og sagði "Taktu þrjár svona á hverjum degi. Þetta efni virkar alveg rosalega vel á menn með þin einkenni."

 

Mánuði seinna kom Jónas aftur til læknisins og bað um fleiri pillur. "Þær eru alveg stórkostlegar, læknir!" sagði Jónas. "Ég er búinn að fá það reglulega þrisvar á nóttu síðan ég var hérna síðast."


"Og hvað segir konan þín?" spurði læknirinn.


"Hvernig ætti ég að vita það?" sagði Jónas. "Ég hef ekki komist heim ennþá!"

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þessir voru helv... góðir.

Svava frá Strandbergi , 22.9.2007 kl. 14:05

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sigfús Sigurþórsson., 22.9.2007 kl. 17:50

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Kærar þakkir Skúli, og sömuleiðis.

Já bara alveg ágætir, finnst fér líka.

Sigfús Sigurþórsson., 22.9.2007 kl. 17:51

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Mjög góður.kv.

Georg Eiður Arnarson, 23.9.2007 kl. 21:49

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, alveg sammála Georg.

Sigfús Sigurþórsson., 24.9.2007 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 158959

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

236 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband