Vísnagátan 23/9 2007

 Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Teningurinn

 

Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátum þeim sem hér birtast á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur.

 

Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum.

Ef ráðning gátu gengur illa, er tilvalið hjá fólki að óska eftir vísbendingu.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Á mæni hékk hér áður oft

heljarinnar flykki

stundum skutlast uppá loft

og snúið þessu stykki.

.

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)             

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners / hugsuðurinn

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

 

Allt er þetta bara til gamans gert, og veltum við okkur ekki alltof mikið uppúr bragfræði reglunum.

 

Vísnagátur eru vel þegnar, hver sem höfundur þeirra er og sendist þá á iceland@internet.is 

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Gálgi eða talía til að hífa upp vörur. Man ekki hvað þetta kallaðist

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 23.9.2007 kl. 13:28

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki er það rétt svar meistari Gunnar Þór.

Sigfús Sigurþórsson., 23.9.2007 kl. 13:29

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Prufum að hafa dálítið úrval í í þessu og prufum að hafa þrjár í gangi.

 

TeningurGatur

Þessir kappar keppast við

kræsingarnar moka

hefta hægt með góðum sið

hrekkja Jens með hroka.

Sigfús Sigurþórsson., 23.9.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

TeningurGatur

Ævistarfi í deilum deilt

dílað jafnvel stundum

helst um það sem þykir heilt

hasar oft á fundum.

Sigfús Sigurþórsson., 23.9.2007 kl. 13:33

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ hæ Ása Hildur, ekki veit ég hvernig þú smeigðist þarna á milli, en að sjálfsögðu efði ég svarað þér um leið og Gunnari Þór ef athugasemdin hefði verið komin inn.

Ég skil hvað þú átt við, en það er heldur ekki rétt svar, þetta var hér áður fyrr afar algengt, en ekki eins algengt í dag.

Sigfús Sigurþórsson., 23.9.2007 kl. 13:41

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt er svarið við aðalgátunni meistari Gunnar Þór, en svarið við gátu í ATHS 5 er ekki rétt, þar er um að ræða einhverja aðgerir eftir liðinn tíma einhvers.

Sigfús Sigurþórsson., 23.9.2007 kl. 16:30

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hárrétt kappi.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 5 er: Arfur/Erfðaskipti.        

Rétt svar barst kl.: 17.04

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 24.9.2007 kl. 08:27

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá er gátan í ATHS 4 bara óleyst.

Sigfús Sigurþórsson., 24.9.2007 kl. 08:28

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hér virðist mér að mér hafi orðið á alvarleg mistök, hér hef ég gleymt að gefa Gunnari Þór orðu fyrir vísnagátu dagsins, en rétt var svarið SJÓNVARPSLOFTNET.

Rétt svar er: Sjónvarpsloftnet.

Rétt svar barst kl.: 15.58

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 24.9.2007 kl. 17:53

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

En gátann í ATHS 4 er samt óleyst enn.

Sigfús Sigurþórsson., 24.9.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 158957

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

237 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband