Vísnagáta dagsins 30 sept.

 Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Teningurinn

 

Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátum þeim sem hér birtast á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur.

 

Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum.

Ef ráðning gátu gengur illa, er tilvalið hjá fólki að óska eftir vísbendingu.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Gyrt er ístran, gyrtir rassar

gerði oft unga reiða

stundum laus, sem gera trassar

sett opt undir breiða.

.

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)             

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners / hugsuðurinn

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

 

Allt er þetta bara til gamans gert, og veltum við okkur ekki alltof mikið uppúr bragfræði reglunum.

 

Vísnagátur eru vel þegnar, hver sem höfundur þeirra er og sendist þá á iceland@internet.is 

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og hér set ég inn auka vísnagátu, áður byrt 29/9

TeningurGatur

Regnið á bylur, linnu laust

lætur ei undan síga

sést þá mest, við skóla um haust

stórmál að skíta og míga 

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)    

Sigfús Sigurþórsson., 30.9.2007 kl. 18:41

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki var kappinn í nokkrum vandræðum með þetta, og snöggur að.

Rétt svar er: Hnakkur.

Rétt svar barst kl.: 18.52

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 30.9.2007 kl. 19:01

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 1 er: Regngalli.        

Rétt svar barst kl.: 18.52

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 30.9.2007 kl. 19:02

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Tíð er farin tengi leið

telja oft nokkur stykki

opt er brött en ekki breið

bölvum miklu flykki

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)   

Sigfús Sigurþórsson., 30.9.2007 kl. 19:06

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þessi er frá 27/9 og er enn óleyst, svo við bara endurvekjum hana hér.

 

TeningurGatur

Bræður með striga, á vellinum sjást

sérlega léttir og fínir

sjást líka oft, þar sem fólk að kljást

skaði ef öðrum þú tínir.

Sigfús Sigurþórsson., 30.9.2007 kl. 19:46

6 Smámynd: Gunnar Kr.

#7 Strigaskór/íþróttaskór

Gunnar Kr., 30.9.2007 kl. 23:52

7 Smámynd: Gunnar Kr.

#6 Fjallvegur eða jafnvel fjárleið

Gunnar Kr., 1.10.2007 kl. 09:32

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

ATHS 7 er Strigaskór, glæsilegt hjá þér Gunnar Kr.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 7 er: Strigaskór.        

Rétt svar barst kl.: 23.52 

Rétt svar gaf: Gunnar Kr. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 1.10.2007 kl. 17:24

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Svörin hjá ykkur Gunnar Þór og Gunnar Kr. við gátu í ATHS 6 er ekki rétt, gæti hinsvegar hægleg átt við.

Þetta er "yfirleitt" innanhúss, þó alsekki óalgengt utanhúss.

Aldrei lóðrétt, og aldrei lárétt.

Sigfús Sigurþórsson., 1.10.2007 kl. 17:28

10 Smámynd: Gunnar Kr.

Já, áttu við tröppur, stiga eða annað slíkt sem tengir saman hæðir í húsi?

Gunnar Kr., 1.10.2007 kl. 18:06

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góóóður.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 6 er: Stigi (í td. stigagangi húsa) 

Rétt svar barst kl.: 18.06  

Rétt svar gaf: Gunnar Kr. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 1.10.2007 kl. 18:40

12 Smámynd: Gunnar Kr.

Sigfús hlýtur að vera svo upptekinn að ég held að það sé best að auka ekki á ok hans í bili, svo ég tek mér það bessaleyfi að skella hér inn vísnagátu úr ORÐABRELLUM:

Horfir á og hefur gaman,
hátt á fjalli merki sendir.
Hreiður fjölda fugla saman,
fýlulegur blástur hendir.

Eitt lykilorð liggur í hverri línu, en fjórar mismunandi merkingar, því lykilorðið fær mismunandi forskeyti. 

Gunnar Kr., 1.10.2007 kl. 18:45

13 Smámynd: Gunnar Kr.

Ah... þá mætti kappinn, um leið og köttur sást í bóli bjarnar... 

Gunnar Kr., 1.10.2007 kl. 18:46

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Sá eg standa stoðir tvær

og stúlku nafn í milli,

fuglinn einn þar flökti nær,

frílega svo haldi þær,

þegnar búa þar inn í með snilli.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)  

Sigfús Sigurþórsson., 1.10.2007 kl. 18:50

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha góður, köttur sást í bóli Bjarna

Sigfús Sigurþórsson., 1.10.2007 kl. 18:51

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

En þetta varðandi innsetningu gátu þinnar, er flott mál,,,, hef áður minnst á að ég sé hlyntur því að þeir sem eru að reyna við gátur hér og koma með svartillögur, skelli inn gátum með mér.

Svo nú bara höfum við tvær í gangi, og ætla ég mér nú að leggja haus minn í bleyti hvað varðar lausnina á þinni vísnagátu.

Sigfús Sigurþórsson., 1.10.2007 kl. 18:55

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Tengist þetta á einhvern hátt vatni Gunnar Kr. - ATHS 16

Sigfús Sigurþórsson., 1.10.2007 kl. 19:13

18 Smámynd: Gunnar Kr.

Nei, ekkert vatn!

Eitt lykilorð liggur í hverri línu, en fjórar mismunandi merkingar, því lykilorðið fær mismunandi forskeyti. (Sbr. orðagátuna um daginn: Regnbogi, dýrabogi, lásbogi og Bogi róni í Spaugstofunni). En þessi gáta er sambærileg, en að sjálfsögðu annað lykilorð.

Gunnar Kr., 1.10.2007 kl. 19:21

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

En hvað með VARP?

Sigfús Sigurþórsson., 1.10.2007 kl. 19:34

20 Smámynd: Gunnar Kr.

Þar hittirðu naglann á höfuðið Sigfús! Ekki lengi að því!

Sjónvarp, endurvarp, fuglavarp og andvarp.

Gunnar Kr., 1.10.2007 kl. 19:42

21 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, ANDVARP - ég var sko alsekki að fatta síðustu hendinguna,.

Sigfús Sigurþórsson., 1.10.2007 kl. 20:00

22 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 16 er: Varp - Sjónvarp, endurvarp, fuglavarp og andvarp

Rétt svar barst kl.: 19.34

Rétt svar gaf: SigfúsSig. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Gunnar Kr.

Sigfús Sigurþórsson., 1.10.2007 kl. 20:04

23 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gunnar Kr. ég var komin með netfangið þitt, en er nú búinn að tína því, og finn ekki á síðunni þinni.

Sendu mér línu á iceland@internet.is

Sigfús Sigurþórsson., 1.10.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband