Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Er þetta hægt?

Ég hef nú alltaf náð endum saman einhvernveginn í gegnum tíðina, en veit hinsvegar að ef ég ekki gerði það þá?? já þá???????

Glitnir birtir tap Fréttablaðsins og 365 miðla í dag og ég bara fyrir mitt leiti skil ekki hvernig hægt er að halda áfram með svona rekstur.

Frétt Glitnis:

Afkoma 365 var afleit á árinu 2006. Tap ársins nam 6,9 mö.kr. en sé horft á áframhaldandi starfsemi nam tap ársins 1,2 mö.kr. EBITDA framlegð ársins nam 1.552 m.kr. á árinu en inní þeirri tölu er söluhagnaður af sölu á dreifikerfi ljósvakamiðla uppá 1.586 m.kr. Framlegðin á árinu var því neikvæð um 35 m.kr. sem verður að teljast afar slök afkoma. Á fjórða fjórðungi nam tap félagsins 2,2 mö.kr. sem var langt undir okkar væntingum. Þó varð hagnaður að upphæð 255 m.kr. af áframhaldandi starfsemi félagsins á fjórða fjórðungi. Á fjórðungnum nam hlutdeild í tapi og varúðar niðurfærsla vegna Wyndeham Press Group 2,5 ma.kr. Eins og áður hefur verið tilkynnt seldi 365 64% hlut í Wyndeham og á því nú 36% hlut. Þá var hlutdeild í tapi Hands Holding, þ.m.t. afskrift viðskiptavildar 377 m.kr. á fjórðungnum.

Tilvitnun lokið.

Segja þeir bara Úbbbsssss.

SigfúsSig.


Hvar finn ég flestar konurnar? ég er nefnilega að fara að kjósa!

Nú erum við kjósendur farnir að skoða hvaða kostir eru í boði og hverir henta skoðunum okkar hvers og eins.

Hvaða atriði og eða eiginleika eru það sem ræður úrslitum hjá kjósendum um val á stjórnmálaflokki?

Ef maður les Bloggið hjá fólki hvort sem er hér á Mbl eða annarstaðar kemur manni á óvart hvaða og hvernig kröfur fólk gerir þegar það er að velja sér flokk, algengt er að fólk byrjar á því að finna neikvæðu hliðarnar á flokkum og fólki, finna eitthvað sem það vill ekki að flokkurinn hafi, geri, hafi á stefnuskrá sinni og jaðrar við að stundum ráði það úrslitum hvort í flokknum sé fólk sem fer í ljós reglulega og sé sólbrúnt og sællegt, ungt eða gamalt, feitt eða mjótt, jafnvel getur það ráðið úrslitum að í flokknum sé í framboði maður eða kona sem á ættingja sem því illa við.

SS343434Ég vara að þvælast um á blogginu og lesa skrif vina og bloggvina er ég rakst á yfirlýsingu eins af vinum mínum, þessi bloggari sem oft hefur skrifað áhugaverðar færslur og margar um stjórnmál á blogginu segist vera búin að eyða mörgum dögum í að finna út hvaða flokkur væri með flestar KONURNAR Og það verði sá flokkur sem hún/hann muni kjósa.

Ég segi nú bara að þetta er nú orðið ALGERT RUGL, JÁ ALGERT RUGL, ef flokkur vinnur sig upp vegna þess að hann sé með fleiri konur en hinn flokkurinn eru nú ekki mikið um vanda í þjóðfélaginu sem þarf að leysa, er ekki að meina að konur geti ekki leyst vanda, heldur það að skiptir stefnuskrá flokksins engu máli eða hvað? kjósandinn sem ég vitnaði í hér að ofan lætur það alveg í ljós að það er EKKI aðalatriðið hjá sér.

Ábending til konufárra flokka, klæðið kallana í kjóla.

Ég segi bara JAHÉRNA.

SigfúsSig.


Hvað varð um innflytjendamálin?

Í fyrra og það meyra að segja á haustdögum urðu mikil læti vegna innflytjenda, og gáfu sumir út stórar yfirlýsingar.

Það urðu skarpar umræður og miklar ásakanir og eins og fyrr segir gáfu sumir út bæði loforð og miklar yfirelýsingar, hvað varð um þetta alltsaman?

Miklar umræður fóru í gang og leifi ég mér að vitna í gamla blogg grein, umræður 10 nóvember 2006 >>>>>Smella hér<<<<<

Kvað skeði? af hverju er þetta ekki þetta stóra pólitíska mál eins og var gert úr því?

Sumt og sumir breytist eins og sundurskotið hænuraskat.

SigfúsSig.


Glæsilegt útbú í Hafnarfirði, glæsileg þjónusta.

Ég verð eiginlega að byrja á atburðarrásinni frá byrjun til að lýsa þessari eins og mig langar til.(Ég ætla að segja/skrifa þessa romsu eins og enginn þekki mig né Guðbjörgu Sól.)

Þannig var mál með vexti að dóttir mín 7 ára (18 apríl) sá í skólanum sínum einhver barmerki eða merki til að hengja á sig svo börnin sjáist í myrkri, þetta var í fyrradag og ég sagðist skildi fara í bankann og leita hvaða banki þetta væri sem væri að dreifa þessu eða væri með þessi merki, og ég skildi vera með það tilbúið þegar hún kæmi heim úr skólanum daginn eftir, eyddi hún miklum tíma í að útskýra fyrir mér og með miklum tilþrifum og mikilli nákvæmni hvernig merkið ætti að vera.

Í gær fór ég svo að þræða bankana, tók bara röðina eins og leið mín lá, byrjaði á landsbankanum og þeir könnuðust ekki við að hafa verið með neitt, en bent mér á annað landsbankaútibú og fór ég í það, en nei þeir hvorki áttu neinskonar glitmerki og höfðu ekki verið með neitt sem átti við þessa lýsingu Guðbjargar Sólar, næst fór ég þá í eitt Sparisjóðs útibú og þar var heldur ekkert í gangi svo ég var snöggur þar, lá leiðin þá inn í Kbbanka í Hafnarfirði og leist nú ekki á blikuna því þar var dálítið að fólki svo ég sá fram á einhverja bið, en ég var búin að lofa prinsessunni minn merki svo að ég tók biðmiða og fór að rölta um og settist svo niður í æðislegan stól, Kbbanki í Hafnarfirði er nýbúinn að gera stórskemmtilegar breytingar á útibúinu þar, ég heillaðist að þessum breytingum, en það sem vakti mesta athygli mína var að þarna gekk gullfalleg dama á milli gesta og tók á móti nýju fólki í dyrunum um leið og það gekk inn, hún bauð fólk velkomið og innti það eftir hvort hún gæti aðstoðað á einhvern hátt, reif meyra segja biðmiðana og rétti fólkinu oa bauð því sæti, hún sinnti þessu með þvílíkum áhuga að það var einna helst að hún væri að taka á móti fólki í 30 ára afmælið sitt.

Ég sat þarna og dáðist að breytingunum og að sjálfsögðu dömunni fallegu og sýndist mér fleiri gera það en ég, reyndar allir ef ekki við öll sem þarna biðum, eftir þó nokkra bið KVIKNAÐI á minni handónýtu peru, auðvitað mundi hún kanna þetta fyrir mig með merkið aðtarna, ég sagði henni frá vanda mínum og reyndi að lýsa merkinu með eins mikilli nákvæmni og Guðbjörg mín gerði (sem var vonlaust hjá mér, en komst nálægt því) hún fattaði strax hvað ég átti við og bað mig að hinkra augnablik sem ég og gerði, ég sá hana bregða við öðruhverju þar sem hún skaust á milli þjónustu horna og herbergja, eftir smá stund kom hún aftur, opnaði skáp sem var rétt hjá mér og tók út litabók og liti í plastpoka, ójú þarna var myndin sem Guðbjörg lýsti svo nákvæmlega, það sá ég undireins, en þetta var ekki merki til að láta hanga á sér og ég vissi alveg að þetta kæmi ekki í staðin fyrir það, sagði daman að það hefði einmitt verið merki með þessari mynd en því miður eru þau öll búin, hún bauðst til að kanna í öðrum útibúum og fór í það verk, nú leið þónokkur stund, kom hún svo til baka og sagðist vera búin að finna merki og það væri verið að pakka því niður og yrði sent, hvort sem ég vildi heim til mín eða hingað í Kb útibúið, jahérna, ég vildi fá merkið í útibúið, bara til að koma aftur og sjá breytingarnar aftur og kannski pínulítið fallegu dömuna.

Þetta endaði ekki bara svona, hún óskaði eftir GSM símanúmerinu mínu til að tilkynna mér þegar merkið væri komið, jahérna og þetta var bara eitt merki.

Klikkað flott útibú (og dömur) klikkað flott þjónusta, mér skildist á þessari dömu að þetta væri stefnan í Kbbanka.

Og nú segir þú, já já og við borgum brúsann, þá segi ég So what.

En Guðbjörg fær merkið sitt og mér líður alveg svakalega vel.

SigfúsSig.


Ég er hissa á að þú sért hissa, ertu hissa á því?

SSpeningar1Mér varð hugsað nokkur ár aftur í tíman þegar algengt var að heyr afólk tala um og velta því fyrir sér hvernig þetta muni allt fara að lokum og þá hversu lengi gengur þetta.

Ég man ekki betur en að nánast allir sem maður talaði við voru alveg með það á hreinu að þessi "GREIÐVIKNI" banka og lánastofnana ætti eftir að koma lántökum í koll, svo sennilega segir þetta sama fólk og ég meðtalin SKO ÉG VISSI ÞAÐ!SS7567

Nú er ljóst að ca. 200 fjölskildur muni missa húsið sitt eða íbúð á þessu ári, ekki hef ég tölur eða upplýsingar um hvort staðan hafi nokkurntíman verið eins slæm og nú, en ég held samt ekki.

Og ef fólk er hissa og þú líka þá er ég er hissa á að þú sért hissa, ertu hissa á því?SS7675677

SigfúsSig.


Sjáfstæðismenn gefa afdráttalaust svar, en Samfylkingin?

Þá byrjar maður aðeins á blogginu í morgunsárið, yfir kaffibollanum og blaðalestrinum.

í víkurfréttum er að sjálfsögðu rætt um stækkun álversins, hver er skoðun hvers en það bara eru ekki ALLIR með skoðun!

vikurfrettir876458

SigfúsSig.


Ekki vitlaust.

Hversu vitlaust væri að setja upp öryggismyndavélar í strætisvögnum? allavega á höfuðborgarsvæðinu.

SigfúsSig.


mbl.is Meintur barnaníðingur og morðingi handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú tekur enginn eftir þessu!

Nú eru allir svo uppteknir af lækkuninni sem að að byrja að skila sér í dag, sem ég reyndar tel að enginn komist hjá að framkvæma, þar sem umræðan er búin að vera eins mikil og raun ber vitni og búið opinberlega að hvetja fólk til að fygjast með.

Og vegna þess hve við erum upptekin af þessu fljóta fréttir bara fram hjá okkur.

Verðbólga næst mest á Íslandi á EES-svæðinu

Verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu var að meðaltali 2,2% árið 2006 sem er það sama og árið á undan. Mest verðbólga á svæðinu var í Lettlandi þar sem hún var 6,6% en næst mest var hún á Íslandi 4,6%.
 

Mun veskið okkar nokkuðp finna fyrir lækkuninni eftir nokkra daga-vikur?

SigfúsSig.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

31 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband