Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Ræfilsleg frétt.

Voðalega er þetta eitthvað ræfilsleg frétt, ekkert kemur fram hve stórt skipið er og ekki á hvaða veiðar þetta skip ætlar, ekki hvort eða hversu mikinn kvota þetta skip mun hafa og ekki heldur hvað útgerð skipsins heitir.

En ef það er að fara á bolfiskveiðar má þorskurinn fara að vara sig þótt hann teli sig ekki þurfa þess vegna gnægtar hanns í hafinu.


mbl.is Nýtt skip til Vestmannaeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísnagáta dagsins.

Vísnagátur. Hér eftir eða í einhvern tíma mun birtast ein vísnagáta á dag, yfirleitt að morgni.Vísnagáturnar verða eftir ýmsa höfunda.Ef ég hef höfund efnis mun nafn hans birtast um leið og svarið, en hafi ég ekki nafn höfundar mun verða skráð Höfundur ókunnur, vel þegið ef einhver hefur höfundarnafn efnis ef nafn höfundar fylgir ekki gátu. SSvisnagatur

 

 

Vísnagáta dagsins er eftirfarandi.

 

Í reikning gjarna gerir hratt
og glópar yfir fara.
Yfirdregið gleymist glatt.
Götunafn er bara.

Höfundur: Sigurður G. Gunnarsson
Svar: strik

 Rétt svar gaf: Óskráður Hörður Sævarsson.

 

 

 

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.

SigfúsSig.


Ærleg björgun.

Ærleg björgun svo ekki sé meyra sagt.

Stakk sér út í Seyðisá og vaskur björgunarsveitarmaður á eftir og gómaði fljótlega.

Það er óhætt að segja að þetta hefur verið ærlega gert hjá björgunarsveitarmanninum.

Þetta hefði sennilega engin gert nema Fjalla Eyvindur.

 Saga Fjalla Eyvindar


mbl.is Höfðust við á slóðum Eyvindar og Höllu í allan vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvennbósinn Daniel Craig.

SSdaniel_craig_Leikarar í hlutverki Bonds hafa verið misgóðir og átt sína slæmu og góðu daga.

Sjaldan hafa heyrst jafn margar mótmælaraddir við vali á leikara til að leika Bond og þegar Daniel Craig var fenginn til að leika hetjuna í Casino Royale. Eftir leik sinni í myndinni datt allt í dúnalogn.

Sumir segja að ef 1000 manns mundi velja Daniel, væru 900 af þeim konur, og ekki er ég sko alsekki hissa á því.

Að baki James Bond myndanna er 44 ára saga og engin kvikmyndahetja hefur lifað jafnlengi og James Bond.

SSdanielCraig

mbl.is Daniel Craig þykir bera af í klæðnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærstu brjóstin

SSkellyKönnun var gerð  janúar eða febrúar og í henni kom í ljós að breskar konur eru með stærstu brjóstin.

Helmingur breskra kvenna notar samkvæmt könnunni skálastærðina D og segir götublaðið að Kelly Brook sé sönnun þess að breskar konur séu brjóstgóðar.

Mb. birti fyrir um ári síðan skoðanakönnun sem blaðið kvennatímaritsins New Woman gerði, lesendur New Woman kusu fegurstu konu allra tíma og hreppti Kelly Brook þar 61 sætið.

Hér koma kannanir sem gerðar hafa verðið eftir löndum á brjóstastærð, hlýtur að vera mikils virði að vita þetta, eða hvað?

UK 57 18 19 6
Denmark 50 19 24 7
Netherlands 36 27 29 8
Belgium 28 28 35 9
France 26 29 38 7
Sweden 24 30 33 14
Greece 23 28 40 9
Switzerland 19 24 43 14
Austria 11 27 51 10

Icaland 12 15 41 32
Italy 10 21 68 1

 

Það er eins gott að fylgjast vel með þessu öllu saman er það ekki?


mbl.is Brook bjargvættur brjóstastórra kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var að missa fjórðu tönnina sína.

Ég sat í makindum mínum inn í stofu og var að horfa á sjónvarpið, og Guðbjörg Sól (7 ára dóttir mín) lá steinsofandi í sófanum við hliðina á mér.   (Hér er mynd af henni)

Pabbi viltu geyma hana fyrir mig.

Ha sagði ég, geyma hvað? ertu ekki sofandi Guðbjörg spyr ég eins og a--------

Tönnina, viltu geyma hana þangað til á morgun. Sagði hún.

Deciduous teethOg ég gat ekki annað en að fara að hlæja, kveikti ljósið og fór að skoða það sem hún hafði rétt mér, ó jú, það var tönn, ég snéri mér að henni aftur en,,,, hún bara var steinsofnuð aftur.

Jahérnahér, ekki mikið mál að missa tönn!

Nú er ég búinn að setja tönnina yndir koddann hennar og kannski kemur Tannálfurinn í nótt eins og hann hefur alltaf gert.

Guðbjörg Sól missti þessar 4 tennur í eftirfarandi röð:

Fyrsta tönnin: Neðri frammtönn h/megin 4 desember 2006 klukkan 19.30

Önnur tönnin: Neðri frammtönn v/megin 9 janúar 2007 kl.21.10

Þriðja tönnin: Efri frammtönn v/megin 20 mars 2007 í skólanum (kom heim með tönnina)

fjórða tönnin: Efri framtönn h/megin 2 apríl 2007 kl.0010

Þegar hún mysti fyrstu tvær tennurnar lagði ég mig allan fram um þetta væri alveg svakalega gott,nú fengi hú stórar og fallegar tennur í staðin, og hún svona sætti sig við það, með semingi samt.

Þegar þriðja tönnin fór kom hún hlaupandi til mín þegar skólinn var búinn og sagði, pabbi pabbi, sjáðu ég er búin að misa fleyri tennur, og rétti mér tönnina. Hún svo lýsti því yfir að fyrir þessa tönn ættlaði hún að fá alveg risa tönn, ég sýndi henni þá þessar tennur sem hér sjást, eeeen nei þetta var heldur stórt.

Allt er þetta eftir kontrol miðað við það sem Lýðheilsustöðin gefur upp:

Börn fá venjulega sína fyrstu tönn í kringum 6 - 9 mánaða aldur. Sum börn fá hana fyrr, önnur seinna. Tennurnar brjótast síðan fram hver á eftir annarri og um 2 - 3 ára aldur eru þær allar komnar, 20 talsins. Þetta eru barnatennurnar.

Um 6 ára aldurinn fara barnatennurnar að detta hver af annarri og fullorðinstennurnar koma í staðinn. Um 12 ára aldur ættu flestar fullorðinstennurnar að vera komnar. Þær verða 32 talsins.

Þessar upplýsingar liggja hjá lýðheilsustöðinni.

Og nú þarf ég að athuga hvort ég finni ekki eitthvað klink til að setja undir koddann hjá henni fyrir tönnina sem Tannálfurinn tekur. Tannálfurinn kemur alltaf eftir 1 til 2 daga með tönnina og biður pabba að geyma.


Glæsileg stúlka

Brynja Dröfn er glæsileg stúlka og vel að þessum titli komin.

Hér um Brynju af blogg síðu:

Nafn: Brynja Dröfn Þórarinsdóttir

Gælunöfn: Brynk, Brinzí, Bjarni
Módel: 87 módel
Heimabær: Fáskrúðsfjörður

Skóli: Stúdent frá ME
Vinna: Ég er Bakarísstelpa

Þyngd: Nó komment
Hæð: 166
Göt: Í eyrunum
Tattoo: Enginn
Fleiri eða komið nóg: Langar í eitt stykki

Hjúskaparstaða: Á föstu með Símoni Ólafssyni


mbl.is Brynja Dröfn valin fegurðardrottning Austurlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti verið apríl gabb.

Álver undirbúið við Þorlákshöfn

Stefnt er að byggingu álvers vestur af Þorlákshöfn í tengslum við Áltæknigarð sem fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við eftir rúmt ár. Unnið hefur verið að hönnun garðsins síðastliðin tvö ár. Stefnt er að því að fyrirtæki í áltæknigarðinum fullvinni ál sem framleitt verði í 60.000 tonna álveri á svæðinu. Það álver verði stækkað í allt að 270.000 tonn eftir því sem orka fæst, segir í fréttatilkynningu.

Einnig er stefnt að uppbygginu alþjóðlegrar námsbrautar á sviði málmtækni á Selfossi. Að þessu verkefni standa bæði innlendir fjárfestar og erlend fyrirtæki frá Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum. Í tilkynningunni segir að eignarsamsetning fyrirtækisins Þórsáls verður kynnt á næstu dögum og í framhaldi af því verði óskað eftir viðræðum við orkufyrirtæki um afhendingu orku til starfseminnar.

Fréttin á RUV

Eins gæti apríl gabbið hjá RUV verið munasalan þar sem RUV selur merka og forna muni.


Þó það nú væri.

 

Stjórn sveitarstjórnaráðs Samfylkingarinnar óskar Hafnfirðingum til hamingju með glæsilega þátttöku og trausta framkvæmd á kosningum um stækkun álversins í Straumsvík.

Ekki geta þeir óskað Samfylkingunni í Hafnarfirði til hamingju með kosningarnar og úrslitin.


mbl.is Sveitastjórnarráð Samfylkingarinnar óskar Hafnfirðingum til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græn vika að byrja.

 Gleðilegan Pálmasunnudag. Pálmasunnudagurinn dregur nafn sitt af pálmagreinum og pálmatrjám.

Vikan fyrir páska er kölluð dymbilvika eða kyrravika. Þessi vika hefst með pálmasunnudegi en þann dag fór Jesús til Jerúsalem. Áður en Jesús fór í þessa ferð vissi hann að hann yrði líflátinn. Í Biblíunni segir frá því að Jesús hafi verið búinn að segja lærisveinum sínum að í Jerúsalem yrði hann framseldur æðstu prestunum og fræðimönnunum. Þeir myndu dæma hann til dauða, húðstrýkja og krossfesta. Hvers vegna fór þá Jesús í þessa ferð fyrst hann vissi að hverju stefndi?

Jesús reið til Jerúsalem á asna sem hann hafði fengið að láni. Fólkið fylgdi honum og hrópaði: „Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum.“ Margir lögðu klæði sín og pálmagreinar á veginn er Jesús kom inn í borgina.

Það er af þessum pálmagreinum sem pálmasunnudagur dregur nafn sitt. Mikið uppnám varð í Jerúsalem og fólkið vildi vita hver Jesús væri. Því var sagt að þetta væri spámaðurinn Jesús frá Nasaret. Ekki voru allir jafn hrifnir af Jesú. Æðstu prestarnir komu saman í höll Kaífasar og ákváðu að reyna að handtaka hann með svikum og lífláta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

30 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband