Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Loksins.

Skildi það vera að viðtalið við Mumma í hádegis útvarpinu í gær hafi komið þessu loksins af stað?

Götusmiðjan á hrakhólum

Sautján starfsmönnum Götusmiðjunnar var sagt upp fyrir mánaðamót en starfsemin verður flutt burt frá Gunnarsholti í Rangárvallasýslu, 1. júlí. Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumaður unglingaheimilisins, kveðst hafa leitað eftir framtíðarstað fyrir Götusmiðjuna í samningum við fjóra félagsmálaráðherra en aðeins fengið loðin vilyrði sem ekkert þýði.

 Fyrir síðustu mánaðamót lét Mummi í Götusmiðjunni til skarar skríða og sagði starfsfólki sínu upp, unglingunum segir hann ekki upp og býst til þess að flytja með þá á hótel verði ekki annað í boði 1. júlí. Mummi hefur sóst eftir Efri-Brú þar sem Byrgið var og fengið velvild og vingjarnleika að svörum sem alls ekki dugi þegar 17 manns þurfi að vita hvar starfsemin verður niðurkominn næsta haust. Mummi segir lengi hafa legið fyrir að fleiri vetur í Gunnarsholti kæmu ekki til greina.

Tilvitnun lokið.

 

Efri BrúSSefriBru

 

 

Hlusta á útvarpsfrétt 29 mars 2006> Götusmiðjan flytur burt frá Akurhóli 

 

 

Fyrir hverja er Götusmiðjan? Svo segi á vefsíðu Götusmiðjunnar:

Götusmiðjan er meðferðarheimili fyrir unglinga á aldrinum
15-18 ára og ungt fólk á aldrinum 18-20 ára. Meginvandi
þeirra unglinga sem sækja meðferð í Götusmiðjuna er
vímuefnaneysla, afbrot og annar neikvæður
lífsstíll sem ekki er viðurkenndur í samfélaginu.
Meðferð í Götusmiðjunni stendur að lágmarki í 10 vikur. 
Póstfang: 851 Hella
Sími 5666100-Bréfasími: 4803890
Netfang: gotusmidjan@gotusmidjan.is Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það
 
Staðsetning: 105 km frá Reykjavík
 

Stöðugildi: 14   
Forstöðumaður: Guðmundur Týr Þórarinsson
Dagskrárstjóri: Jón Þór Kvaran
Sálfræðingur: Þórður Örn Arnarsson
  
Fjöldi plássa samkvæmt þjónustusamningi við Barnaverndarstofu: 13
Aldur barna: 15-18 ára
Fjöldi plássa fjármagnaður af Götusmiðjunni: 2
Aldur: 18-20 ára

 

 

Mummi í Götusmiðjunni er svo sannarlega búinn að vinna þarft verk þarna og með ólíkindum að ekki hafi verið stutt betur við þennan hugsjónamann með betri húsakost fyrr.


mbl.is Götusmiðjunni boðið húsnæðið að Efri-Brú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn á aðeins 300 atkvæði.

Álvers umræður aldrei harðari.

Í Fréttablaðinu í gær var mikið um álvers málin.

 

Álverskosningin víst bindandi.

„Það vekur furðu að ráðherra og formaður Framsóknarflokksins sé ekki betur að sér í sveitarstjórnarlögum en þetta,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um orð Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra um að Straumsvíkurkosning í Hafnarfirði hefði ekkert lagalegt gildi. Lúðvík bendir á 104. grein sveitarstjórnarlaga. Í henni sé sérstaklega vikið að rétti sveitarfélaga til að fara með íbúakosningar. „Í þeim er kveðið á um að sveitarfélög verði að taka ákvörðun um í upphafi hvort kosningin eigi að vera bindandi eða ekki. Við tókum ákvörðun um að hún yrði bindandi og var um það full samstaða í málsmeðferð hér í Hafnarfirði. Hér hefur í einu og öllu verið farið að lögum og auðvitað hefur kosningin því bindandi áhrif eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Lúðvík. Í sama streng tekur Haraldur Ólason, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Ákveðið hafi verið að virða útkomu íbúakosninganna og við það verði staðið. „Framsóknarflokkurinn á nú ekki nema 300 atkvæði hér í Hafnarfirði og því ósköp eðlilegt að hann þekki lítið til hér,“ segir Lúðvík.

 

 

Samtök Iðnaðarins:

Alcan var sett í slæma stöðu

„Það er mjög slæm staða sem fyrirtækið er sett í að fara að heyja kosningabaráttu upp á líf og dauða þegar stækkunarferlinu er í raun að ljúka,“ segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um íbúakosninguna um stækkun álversins í Straumsvík. Alcan hafi unnið að stækkun í átta ár í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ en tillaga um íbúakosninguna ekki komið fram í bæjarráði fyrr en í janúar á þessu ári. „Bæjarstjórinn segir þetta mikilvægan áfanga í þróun íbúalýðræðis. Þá er ástæða til að velta fyrir sér hver verði næsti áfangi í þróun íbúalýðræðis í Hafnarfirði. Hvernig ætlar bæjarstjórinn að beita íbúakosningum í framtíðinni í tengslum við uppbyggingu atvinnurekstrar?“

 

Hagfræðingur Glitnis

Mjúk lending eftir úrslit álverskosningar

Krónan veiktist um hálft prósent í gær. „Við áttum von á einhverri veikingu en þetta er eins og hver annar dagur. Áhrif á krónuna eru alveg glettilega lítil. Markaðurinn virðist taka þessum fréttum með ró,“ segir Jón sem útilokar þó ekki að einhver áhrif á krónuna komi fram síðar: „Gengið er náttúrlega ólíkindatól. Það er ekki ólíklegt að þegar menn sjá að þetta eykur líkurnar á lækkun stýrivaxta seinna á árinu að það leiði til einhverrar lækkunar á gengi krónunnar.“

Víða er komið við í greininni Mjúk lending eftir úrslit álverskosningar


mbl.is Upplýsingaöflun starfsmanna Alcan enn til athugunar hjá Persónuvernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísnagáta dagsins.

Eins og komið hefur fram hjá mér mun ein gáta birtast á dag í einhvern tíma. Vísnagáturnar eru eftir ýmsa höfunda.

 

SSvisnagaturVísnagáta dagsins er eftirfarandi.

 

Kennt við hrogn til háðungar.

Haft um báðar mjaltirnar.

Klæðskerinn það tekur títt.

Töluvert er um það kýtt.

Svar: Mál.

 

Svar og höfundarnafn óskast.

Rétt svar gaf: Óskráður Veigar Freyr Jökulsson.

 

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.


Hvað veit almenningur um vímuefni? og vandann?

SSpillur44Fólk er almennt nokkuð meðvitað um skaða áfengis, eða ætti að vera það og er mikið af upplýsingum liggjandi hingað og þangað á vefnum.

En er það svo með vímuefnafróðleik?

Hér eru nokkrar hengjur þar sem má ná sér í ýmislegan fróðleik.

 

Athyglisverðar umræður MA um hass.

SSpillur45Eiturlyfjanotkun tvöfaldar hættuna á dauðaslysum í umferðinni

Er bannað að tína ofskynjunarsveppi af túnum í Reykjavíkurborg?

Hvernig eru vímuefni skilgreind samkvæmt lögum?

Nafngiftir eiturlyfja og merki um notkun.

Námsefni og niðurstöður.

Neysla eiturlyfja á heimsvísu fer vaxandi.

SSpillur46Sefandi lyf.

Vímulaus æska.

Ýmisleg áfengis og vímuefnaráð pdf. skjal

 

 


Ég vill bara ekki trúa

SSsprautaSSpillur43Ég vil bara ekki trúa að fólk geri svonalagað nema undir mjög svo annarlegum áhrifum.

Nema þá einhverskonar djöfladýrkendur, og þeir eru nú yfirleitt undir áhrifum lyfja.


mbl.is Barinn og rændur í hjólastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiturlyf?

 

Getur verið að fólk geri svonalagað nema undir áhrifum eiturlyfja?

Og það liggur við fyrir framan nefið á almenningi og lögreglu.

 

Hvert er þjóðfélagið að fara eiginlega?


mbl.is Ráðist á unglingspilt í strætóskýli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiturlyf?

Hvað skildi vera hér á bakvið þennan glæp? SSeiturlyf45          SSeiturlyf23                        


mbl.is Stunginn í brjóstið með hnífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmulegur atburður.

 SScnn

Þetta er hörmulegur atburður svo ekki sé nú meyra sagt.

Alveg er ég sannfærður um að þarna er um að ræða fíkniefnaneytanda, það er að segja allavega kærastinn.

En hvað ætli öryggisvörðurinn og vitnin hafi verið að gera við bakdyr CNN, ábyggilega eitthvað ósæmilegt, eða hvað?


mbl.is Lést eftir skotárás við höfuðstöðvar CNN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar fer samkeppnin

Jóhann Óli Guðmundsson á þá orðið Wireless Broadband Systems (WBS),  HIVE, Atlassíma og eMax.

Lítil samkeppni verður hér eftir á íslenska markaðinum, ætli við neytendur verðum ekki fljótt áskynja um það?


mbl.is Félag í eigu Jóhanns Óla Guðmundssonar kaupir allt hlutafé í HIVE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

31 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband