Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Föstudagur, 11. maí 2007
Nei takk, ég dansa ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. maí 2007
Hreinskilni barnanna.
Margt skemmtilegt og merkilegt dettur uppúr börnunum okkar, skemmtilegt og merkilegt vegna hreinskilningslegra spurninga eða svara.
Hér ætla ég að skrifa það sem dettur uppúr mínum og eða hefur einhvern tíman gert, svona eins og eina á dag helst.
Oft eru svona uppákomur kannski eingöngu skemmtilegar fyrir þá sem þekkja eða eiga það barn sem um ræðir hverju sinni, og þó, mér finnst alltaf gaman að heyra svona gullkorn.
Einn sonur minn (Sigurþór Guðni) fyrir allmörgum árum var svo vægt sé til orða tekið sparsamur.
Við bjuggum í sjáfarplássi þá þegar þetta var og var hann ca. 6 ára, drengurinn átti einn nokkuð stóran peninga bauk, sem safnaðist nokkuð vel í.
Snáðinn var sniðugur, keypti aldrei fyrir meyra en helming af því sem hann fékk til að kaupa sér nammi fyrir.
Snjall strákur hann Sigurþór Guðni Sigfússon, enda átti hann um 33000 krónur í banka sem komu úr svona sparsemi á 3 eða 4 árum.
Eitt sinn er ég gaf honum pening til að fara í sjoppuna og kaupa sér ís og eitthvað nammi, stráksi þáði peninginn en sagði að ég yrði að koma með, sem var nokkuð óskiljanlegt því við vorum niður á bryggju sem var bara spölkorn frá.
Eftir smá þóf lét ég undan og fór með honum, en þegar við komum að sjoppunni hittum við kunningja minn sem var og er skipstjóri á bát þarna og við tókum tal, drengurinn fór ekki inn í sjoppuna eins hann alla jafna hefði gert, hann beið, og beið, og hnippti svo í mig og sagði mér að koma inn með sér, ég lauk spjallinu og spurði svo drenginn hvað væri að, af hverju hann færi ekki inn að kaupa sér ísinn sem hann ætlaði að kaupa.
Jú þá kom útskýringin.
Þú átt líka að fá þér ís, sagði hann, því að þá borgar þú fyrir mig líka.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 11. maí 2007
Munaði 23 þúsundustu úr sekúndu.
Lewis Hamilton hjá McLaren setti besta tíma fyrstu æfingarinnar í Barcelona sem er nýlokið. Næst fljótast ók liðsfélagi hans Fernando Alonso. Voru silfurörvar McLaren fetinu framar Ferraribílunum æfinguna út í gegn.
Kimi Räikkönen á Ferrari setti þriðja besta tímann og munaði að lokum litlu á þeim Alonso, eða 23 þúsundustu úr sekúndu. Alonso ók hraðast í morgun á fyrsta tímakafla brautarinnar en Hamilton á hinum tveimur.
Niðurstaða æfingarinnar varð annars sem hér segir:
1. | Hamilton | McLaren | 1:21.880 | 22 | |
2. | Alonso | McLaren | 1:22.268 | +0.388 | 21 |
3. | Räikkönen | Ferrari | 1:22.291 | +0.411 | 19 |
4. | Kubica | BMW | 1:22.446 | +0.566 | 21 |
5. | Massa | Ferrari | 1:22.565 | +0.685 | 15 |
6. | Davidson | Super Aguri | 1:22.665 | +0.785 | 21 |
7. | Trulli | Toyota | 1:22.740 | +0.860 | 28 |
8. | R.Schumacher | Toyota | 1:22.843 | +0.963 | 23 |
9. | Rosberg | Williams | 1:23.048 | +1.168 | 28 |
10. | Button | Honda | 1:23.114 | +1.234 | 22 |
11. | Wurz | Williams | 1:23.131 | +1.251 | 23 |
12. | Heidfeld | BMW | 1:23.170 | +1.290 | 26 |
13. | Sato | Super Aguri | 1:23.316 | +1.436 | 22 |
14. | Kovalainen | Renault | 1:23.322 | +1.442 | 24 |
15. | Fisichella | Renault | 1:23.397 | +1.517 | 21 |
16. | Coulthard | Red Bull | 1:23.428 | +1.548 | 21 |
17. | Webber | Red Bull | 1:23.444 | +1.564 | 21 |
18. | Barrichello | Honda | 1:23.479 | +1.599 | 23 |
19. | Sutil | Spyker | 1:23.954 | +2.074 | 25 |
20. | Liuzzi | Toro Rosso | 1:24.104 | +2.224 | 24 |
21. | Speed | Toro Rosso | 1:24.179 | +2.299 | 19 |
22. | Albers | Spyker | 1:24.396 | +2.516 | 25 |
![]() |
McLarenbílarnir fremstir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. maí 2007
Ekki eltast við hamingjuna.
Hamingjan er ekki til sölu:
fljúgið of heim allan
gangið búð úr búð
engin hamingja
Hamingjan er það ódýrasta sem til er:
kostar ekkert
það dýrasta:
kostar allt.
Bíðið ekki hamingjunnar:
hún kemur ekki af sjálfu sér
eltið hana ekki:
hún flýr.
Hamingjan er alstaðar og hvergi:
í ofurlítilli tó undir norðurásnum
á hafi úti
við þitt brjóst.
Þetta er hamingjan:
að yrkja jörðina
að yrkja ljóðið
og elska jörðina og ljóðið.
Sjödægra eftir Jóhannes úr Kötlum, 1955.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 11. maí 2007
Að sjálfsögðu hafa þær áhrif, en rugla val fólks líka allmikið.
Það er alveg á kláru að allar þessar skoðanakannanir hafa áhrif á kjósendur, það er að segja á þá sem eru í óvissu með hvað eigi að kjósa.
Í fréttinni segir að mikið hefur verið rætt um vægi skoðanakannana undanfarið, tilgang þeirra, hvort nokkuð sé að marka þær og hvort þær hafi jafnvel óæskileg áhrif á kosningabaráttuna. Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og fyrrum framkvæmdastjóri Gallup, segir að margt bendi til að kannanir geti haft áhrif á kjósendur, en að þau áhrif geti þó verið á ýmsa vegu.
Það ætti að takmarka þessar skoðanakannanir, allar eru þær meir og minna eins framkvæmdar, hringt í einhverja x marga kjósendur, hvernig væri að gera öðruvísi kannanir, td. að kanna hvernig hlutfallið sé í td. byggingariðnaði, verslunar geiranum, hjá sjómönnum og svo framvegis.
![]() |
Hafa kannanir áhrif á kjósendur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 11. maí 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Rekkum kvalir rammar vinn
rauðu falin blóði.
Ég hef alið aldur minn
oft í smalahljóði.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Föstudagur, 11. maí 2007
Á rauða Samfylkingin ekki að blómstra út?
Ég er algerlega í öngum mínum, endalokin eru að nálgast og án þess að ég geti rönd við reist.
Þannig var að dyrabjöllunni minni var hringt í fyrradag minnir mig, eða um kvöldið, og fyrir utan stóð þessi líka fagra blómarós, og hvað haldiði, hún rétti mér blóm, já rauða rós, ég þáði þetta fallega blóm að sjálfsögðu af þessari fögru dömu og þakkaði kærlega fyrir.
Ég gleymdi alveg að spyrja dömuna hvort ég þyrfti að fara eitthvað öðruvísi með þessa rós en aðrar, kannski þrífst "þessi tegund" ekki í hvaða landi eða við hvaða skilyrði sem er.
En nú er ég orðin verulega smeykur, rósin er ekkert að opnast nema síður sé, sýnir engin merki þess að hún ætli að blómstra, og ekki nóg með það, hún er að byrja að falla, toppstykkið er farinn að síga niður, jú auðvitað er hún með náttúrulegt og vistvænt vatn, ég er nú ekki svo vitlaus að ég viti ekki að það þurfi að hlúa að þessum greyjum.
En hvað get ég gert? ég vill engan veginn láta þetta bara deyja út, mig langar svo virkilega mikið að sjá hvort ekki sé hægt að fá það til að opna sig og sína einhverja reisn og hvað í henni býr, hvað á ég eiginlega að gera?

Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Hreinskilni barnanna.
Margt skemmtilegt og merkilegt dettur uppúr börnunum okkar, skemmtilegt og merkilegt vegna hreinskilningslegra spurninga eða svara.
Hér ætla ég að skrifa það sem dettur uppúr mínum og eða hefur einhvern tíman gert, svona eins og eina á dag helst.
Oft eru svona uppákomur kannski eingöngu skemmtilegar fyrir þá sem þekkja eða eiga það barn sem um ræðir hverju sinni, og þó, mér finnst alltaf gaman að heyra svona gullkorn.
Prinsessan mín meiddi sig á stóru tá í sundi í gær, það gengur alltaf mikið á í þessari uppáhalds íþrótt hennar, hún var búin að hátta sig var eitthvað að fikta í tásunum sínum og fór síðan að telja, hún kann ágætlega að telja, svona uppí nokkra tugi.
Svo segir hún:
Pabbi, komdu og hjálpaðu mér.
Ég: ekki strax, ég er að klára að hreinsa fiskabúrið.
Hún: pabbi, ég finn ekki eina tána mína!
Ég: Ha? finnur þú ekki eina tána? af hverju segir þú það?
Hún: Jú, sjáðu (hlustaðu) 1,2,3,4, sko, bara 4 tær,
svo endur tók hún talningu sína ábyggilega 3 sinnum og alltaf komst hún bara uppí 4 tær.
Þá fór ég til hennar og leiðbeindi við talninguna, og komst að því hvað ylli, hún sleppti alltaf litlu tánni sinni, og benti ég henni á það.
Jaaaá þarna var hún þá, sagði hún,
og sagði svo,, úfff ég hélt að ég væri búinn að tína henni, takk pabbi minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Vísna gáta dagsins.
Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..
-
Gáta dagsins er svohljóðandi:
Upp úr jörðu einn kom sá,
einfætlingur stinnur,
manna holdið meiðslum frá
mjög oft hindra vinnur.
Sig hann hvílir sumrum á,
síst um tíma hina,
eins og píla er hann þá
út um veröldina.
Hart fram æðir heyrnarlaus,
hann er mjór um bolinn,
eigan stundum hefir haus,
í hríð og frosti þolinn.
Þægilega þar til sett,
þéna dável honum,
eyrun fjögur nógu nett
neðan í smáþörmunum.
Honum treinist hlaup um jörð,
hjálp þótt reyni sjaldan,
brúkar eina um sig gjörð,
endafleini að halda.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is
Vísbendingar koma á eftir svartilraunum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
-
Alfreð Símonarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
halkatla
-
Ari Guðmar Hallgrímsson
-
Baldvin Jónsson
-
Birgir Leifur Hafþórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyþór Jónsson
-
Fannar frá Rifi
-
Fararstjórinn
-
Friðjón R. Friðjónsson
-
Gestur Halldórsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Gylfi Björgvinsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Hallur Guðmundsson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Nikulásson
-
Hrannar Baldursson
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Jens Guð
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kolgrima
-
Kristján Jónsson
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Ragnar Sigurðarson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigurjón Benediktsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Traustadóttir
-
gudni.is
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf Nordal
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Örvar Þór Kristjánsson
-
Þóra Hermannsdóttir Passauer
-
Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 159427
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar