Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Mánudagur, 17. september 2007
Þegar börn eiga síst skilið
Oft á tíðum glíma foreldrar við þann vanda að börnin þeirra missa stjórn á skapi sínu. Það getur verið vegna þes að þau eiga erfitt með að taka mótlæti, t.d. þegar foreldrar segja NEI. Það getur líka verið vegna þess að þeim líður illa vegna einhvers annars t.d. félagslegum samskiptum í (leik)skóla, í félagahóp, eiga erfitt með námið sitt, finnst þau verða undir í systkinasamskiptum o.s.frv.. Hver svo sem ástæðan er fyrir þessum erfiðleikum við skapstjórnun er mikilvægt að foreldrar kunni góðar aðferðir til að hjálpa þeim.
Margir foreldra eru í óvissu og fara að líta svo á að barnið sé frekt og yfirgangssamt og vilji stjórna. Þessi afstaða gerir það að foreldra beina athyglinni að sjálfri hegðun barnanna, því sem þau gera en ekki að því hvernig þeim LÍÐUR þegar þau hegða sér svona. Þetta gerir oft það að foreldra bíða eftir að börnin læri að hegða sér betur, þeir telja að börnin hegði sér svona viljandi og geti vel breytt ÞEGAR þau vilja. Foreldrar skamma þau svo fyrir að gera ekki rétt því frá sjónarhorni foreldra væri svo auðvelt að hegða sér vel. Foreldrarnir velja því að horfa á hegðunarerfiðleika og skapofsa hjá börnunum sínum sem eitthvað sem þau geta stjórnað.
Líta þeir þar af leiðandi svo á að börnin "VELJI" að reiðast, missa stjórnina af illkvittni og þvermóðsku? Kannski er það svo þó ég hafi ALDREI hitt barn sem hetur stjórnað viljandi skapbrestum sínum. Þar að auki er þetta því miður frekar vonlaust viðhorf. Þá eru foreldrar alltaf verið að bíða eftir að börnin breytist og skamma þau fyrir að gera það ekki.
Ég tel miklu frekar lausnina felast í því að líta svo á að þegar börn reiðast og missa stjórn á skapi sínu þá sé um það að ræða að þau hafa ekki nóga sjálfsstjórn til að t.d. taka mótlæti og ÞURFA AÐSTOÐ TIL ÞESS.
Grunnviðhorfið í að aðstoða börn sem reiðast auðveldlega er að HLUSTA, sérstaklega að nota það sem dr. Thomas Gordon kallar VIRKA HLUSTUN. Hann kennir hana m.a. í bókinni sinni Samskipti foreldra og barna sem er grunnbók á námskeiðinu með sama nafni sem ég og Wilhelm Norðfjörð halda, Samskipti foreldra og barna.
Þegar börnin reiðast snýst málið ekki um að sigra þau ÞÓ þér finnist þau ætla að sigra þig sem foreldri. Aðalatriði er að kenna þeim að það séu til aðrar aðferðir en að sigra/tapa í fjölskyldum, aðferðir þar sem mál eru leyst af virðingu og í sátt. Það er alltof oft sem foreldrar fara að líta svo á að börnin séu að reyna að sigra foreldra sína á meðan þau eru fyrst og fremst að fá þau til að hlusta á sig og að taka mark á sér.
Hlustun er fysta skrefið, en ekki það eina. Hlustaðu vel, farðu ekki í stríð við barnið um að sigra eða tapa í þessari lotu, líttu ekki á þig sem andstæðing barnsins þíns. Vertu samhliða barninu þínu, hlustað vel á það sem það er að segja, virtu innihaldið í því sem það segir ÞÓ það segi hlutina leiðinleg. Þið eru jú að rífast. Ég get fullyrt að ÞEGAR þér hefur tekist þetta, að hlusta og virða skoðun barnsins þíns og forðast að lenda í rifrildi þá hefur þú tekið mikilvægt kref til bættra samskipta ykkar á milli. Þá getur þú sagt með virðingu í tóninum
"Ég heyri og skil (það sem hvílir á þér, t.d. að finnast leiðinlegt að fá ekki ????) en ég vil líka að þú skiljir að þú getur ekki fengið það núna því að ............ .
Mundu að það er líklegast að barnið þitt vilji hlusta á þig og taka mark á því sem þú segir ÞEGAR þú hefur hlustað á það og það finnur að þú tekur mark á því sem það segir. Ekki til að það ráði en að þú hafir virt það sem því finnst og sem það hefur sagt.
Ekki man ég hvar ég rakst þessar upplýsingar, en það er aukaatriði, góðir punktar hér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 17. september 2007
Bloggvina fílupúki.
Í morgun varð ég aldeilis hissa, er ég fór inn á bloggið og ætlaði að kíkja inn á bloggsíður "bloggvina" minna, sem ég geri MJÖG mikið af, fann ég ekki einn bloggvinin sem búinn að vera í vina skránni nánast frá því ég byrjaði að blogga hér.
Þar sem ég hafði netfang þessa aðila ákvað ég að senda honum (bloggvininum) tölvupóst um málið, svaraði hann tölvupóstinum snarlega.
Hann (bloggvinurinn) var sem sagt að hreinsa til hjá sér, og "henti út" öllum #Bloggvinum" sem EKKI kommentuðu hjá honum.
En, er ekki hér eitthvað skrítið á ferðinni? ég tók saman ca. hve oft ég hef kommentað hjá honum og hann hjá mér, jú ég hef kommentað ca. 16 sinnum, og hann hjá mér???? jú tvisvar.
Þetta fannst mér afar skrítið, mér þótti gott að hafa hann (bloggvininn) á listanum, auðveldara að kíkja á annars ágætis færslur hans.
Ekki skil ég hvernig maður getur ætlast til að einhver sé bloggvinur mans ef sett eru skilyrði, er það "bloggvinur" ?
Nei, ég vona að ég eigi ekki eftir að henda einni einustu manneskju út af mínum bloggvina lista, mér fyndist það hrein og bein ókurteisi, ef ég hef á annað borð samþykkt hann/hana sem bloggvin eða ég óskað eftir og viðkomandi samþykkt skal viðkomandi vera minn bloggvinur, þótt einvörðungu ég kíki á hans/hennar blogg eða öfugt.
Ég læt ykkur kæru bloggvinir mínir hér með vita, að ég droppa inn hjá ykkur öllum, ekki eftir neinni tíma eða dagbók, kommenta ekki oft, en geri samt öðru hverju, þögla típan.
Að sjálfsögðu getur hlaupið í kekki milli "bloggvina" og útkast verði þá í framhaldi af því, en það er allt annað, ekki var um slíkt að ræða í þessu tilfelli.
Ætli það sé mikið um svona "útkastara" hér á Mogga blogginu? og eða fólki sem setur öðrum skilyrði?
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 17. september 2007
Vísnagáta dagsins 17/9 2007.
| Formáli: Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátum þeim sem hér byrtast á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur. Hér veltum við okkur ekki allt of mikið uppúr bragfræði reglum, og ekki er stjórnandi þessarar síðu neinn sérfræðingur í þessum málum, en hefur gaman af, og þess vegna getur efni hér verið misvel gert, þeir sem ekki það þola ættu að snúa sér annað. Muna: allt er þetta bara til gamans gert.
Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum. Ef ráðning gátu gengur illa, er tilvalið hjá fólki að óska eftir vísbendingu. | |||||
| Oft er þetta á síður sett vilja flestir hafa nöfnin löng, nú eða nett notað líka á afa. . Svar óskast, og helst höfundarnafn. (Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)
|
| ||||
Ps. Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og síðustjóra sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá síðustjóra að hann viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.
Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.
Vísnagátur eru vel þegnar, hver sem höfundur þeirra er og sendist þá á iceland@internet.is | ||||||
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Sunnudagur, 16. september 2007
Ólétt og leikandi.
Heiða Jóhannsdóttir kemst vel að orði í gagnríni sinni á myndinni Ólétt og leikandi.
Þar segir hún meðal annars:::
Barnalegur Seth Rogen stendur sig vel í hlutverki Ben Stone en eins og nafnið gefur til kynna á persóna þessi sér einkum eitt áhugamál, en það er að vera skakkur.
Húmorinn felst í því hversu ólík þau Ben og Alison eru (hann er feitur slúbbert, hún gyðja) en það reynist þó ekki nægilegur drifkraftur fyrir myndina í heild, sem er alltof löng.
Ýmis hliðarspor eru tekin (t.d. sem lúta að fjölskyldu Alisons) sem reynast misheppnuð og nokkuð fer að bera á endurtekningum þegar líður á myndina.
En einkum og sér í lagi spillir dulin bandarísk siðvendni og gamaldags viðhorf til samþættingar barneigna og starfsframa fyrir verki sem að nafninu til á að vera hreinskilið og ögrandi en reynist þegar öllu er á botninn hvolft vera jafn gamaldags og bandarísk eplabaka.
Greinin öll:
KVIKMYNDIR - Smárabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka og Keflavík
Ólétt (Knocked Up) 
Barnalegur Seth Rogen stendur sig vel í hlutverki Ben Stone en eins og nafnið gefur til kynna á persóna þessi sér einkum eitt áhugamál, en það er að vera skakkur.
Leikstjórn og handrit: Judd Apatow. Aðalhlutverk: Katherine Heigl, Seth Rogen, Paul Rudd, Leslie Mann, Jonah Hill.
Heiða Jóhannsdóttir
Sunnudagur, 16. september 2007
Róbert Marshall úthúðað af bloggurum!
Á mogga blogginu hér hafa verið miklar umræður um Kastljósþáttinn í fyrradag, margvíslegar upphrópanir eru í garð þeirra manna sem þar komu fram, sem eins og allir vita voru þeir Bjarni Harðar og Róbert Marshall.
í kommentum hjá þeim sem hafa verið að tjá sig um Kastljósþáttinn má finna afar ómerkilegar aðfinnslur og yfirlýsingar, í það minnsta hefði alveg verið í lagi hjá fólki að sleppa ýmsu sem það leifði sér að setja í kommentin.
Nú er ég ekki að segja að annar hafi verið betri en hinn, þvert á móti, heldur frekar að mér finnst þetta frekar ómerkilegt mál, og umræður ýmsar hér á blogginu um þetta enn ómerkilegri.
Og klárlega hafði Róbert Marshall betur slept dónalega orðalagi sínu í garð Bjarna Harðar, og persónulega finnst mér báðir aðilar hafa staðið sig illa í þessum þætt, + það að betra hefði verið að hann hafi aldrei verið fluttur.
Hér koma nokkur dæmi um komment og eða skrif sem ég rakst á á þessum stutta tíma sem ég flakkaði um bloggið.:
>> Annan eins dónakap og yfirgang hef ég sjaldan séð í íslensku sjónvarpi, mér finnst það bara segja soldið mikið um þetta mál hversu lítið hann Róbert leyfði Bjarna að komast að. Róbert er bara hræddur strákur fastur í leik fullorðinna manna. Það
>> Róbert Marshall drullar rækilega á sig. Róbert kom út úr þessu sem hreinræktaður drullusokkur og skíthæll þrátt fyrir að hafa reynt að halda ró sinni og kúlinu.
>> Ég verð að segja að ég missti allt álit á Róbert Marshall í þessum Kastljós þætti. Hann var hrokafullur, leiðinlegur, ókurteis og ómálefnalegur.
Þeei er góður, hvað flokkur sem hefði verið nefndur >> Þetta er með ólíkindum klaufaskapur Samfylkingarinnar!
En svo eru skemmtilega orðuð komment að mínu mati í þessari umræðu líka,,,, eins og::: Endurtek það sem ég hef sagt um framsóknarmenn að þeir eiga að vera í lopapeysu, ganga ævinlega á gúmmískóm og bjóða manni í nefið.
>>Kastljós þátturinn umræddi<<
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 16. september 2007
Vísna gáta dagsins.
| Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátunum hér á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur. Hér veltum við okkur ekki allt of mikið uppúr brafræði reglum, og ekki er stjórnandi þessarar síðu neinn sérfræðingur í þessum málum, en hefur gaman af, og þess vegna getur útkoma efnis hér verið misvel gert, þeir sem ekki það þola ættu að snúa sér annað. Muna: allt er þetta bara til gamans gert.
Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum. Ef ráðning gátu gengur illa, er tilvalið hjá fólki að óska eftir vísbendingu. | |||||
| Lúmskur læðist fjær og nær landa fjandi stundum frásögn oftast kúnninn fær flestar á leyni fundum. . Svar óskast, og helst höfundarnafn. (Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)
|
| ||||
Ps. Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og síðustjóra sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá síðustjóra að hann viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.
Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni. | ||||||
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 15. september 2007
Er ekki bara hvalveiða grundvöllurinn að aukast?
Hér sést að við íslendingar erum heldur betur að henda peningum, nóg eigum við eða fáum af fiskroði, en hendum því öllu eins og það leggur sig.
Máské er hér líka að aukast möguleikinn að nýta hvalinn betur, hægt að búa til heilu verksmiðju teppin, það væri nú ekki ónýtt að ganga um stofuna heima hjá sér á steypireyð, eða Höfrungi.
Nei ég segi bara svona, margur er fúll að geta ekki selt kjötið af hvalnum, og varla étum við þennan andskota.
Sjá myndskeið af frétt.
http://www.mbl.is/mm/frettir/myndskeid/reuters_playlist.asx?file_id=22310
Dægurmál | Breytt 16.9.2007 kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. september 2007
Vísna gáta dagsins.
| Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátunum hér á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur. Hér veltum við okkur ekki allt of mikið uppúr brafræði reglum, og ekki er stjórnandi þessarar síðu neinn sérfræðingur í þessum málum, en hefur gaman af, og þess vegna getur útkoma efnis hér verið misvel gert, þeir sem ekki það þola ættu að snúa sér annað. Muna: allt er þetta bara til gamans gert.
Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum. Ef ráðning gátu gengur illa, er tilvalið hjá fólki að óska eftir vísbendingu. | |||||
| Í bola bás hún skotin var birtist einnig karri þar sást svo brátt að hér var par sem veiðimaður niður skar. . Svar óskast, og helst höfundarnafn. (Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)
|
| ||||
Ps. Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og síðustjóra sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá síðustjóra að hann viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.
Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni. | ||||||
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 14. september 2007
Vísna gáta dagsins.
| Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátunum hér á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur. Ekki er stjórnandi þessarar síðu neinn sérfræðingur í þessum málum, en hefur gaman af, og þess vegna getur útkoma efnis hér verið misvel gert. Muna: allt er þetta bara til gamans gert.
Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum. | |||||
| Sérð ei hana öðrum hjá hinn sér ekki sjálfur beinist þetta burtu frá brenglast sértu hálfur. . Svar óskast, og helst höfundarnafn. (Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)
|
| ||||
Ps. Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og síðustjóra sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá síðustjóra að hann viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.
Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni. | ||||||
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 13. september 2007
Nokkuð gott bara.
Tónlist | Breytt 14.9.2007 kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
-
Alfreð Símonarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
halkatla
-
Ari Guðmar Hallgrímsson
-
Baldvin Jónsson
-
Birgir Leifur Hafþórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyþór Jónsson
-
Fannar frá Rifi
-
Fararstjórinn
-
Friðjón R. Friðjónsson
-
Gestur Halldórsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Gylfi Björgvinsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Hallur Guðmundsson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Nikulásson
-
Hrannar Baldursson
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Jens Guð
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kolgrima
-
Kristján Jónsson
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Ragnar Sigurðarson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigurjón Benediktsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Traustadóttir
-
gudni.is
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf Nordal
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Örvar Þór Kristjánsson
-
Þóra Hermannsdóttir Passauer
-
Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar