Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Er Nýbúa útvarp jákvætt eða neikvætt?
Sumir halda því fram að ekki ætti að styðja við þetta útvarp og að það ætti hreinlega að leggja það niður.
Til stuðnings máli sínu segja þeir að þetta komi í veg fyrir að nýbúinn læri tungumálið og samlagist síður menningu okkar.
Aðrir vilja meina þver öfugt, að það einmitt fræði Nýbúa um ísland og íslenska menningu.
Hvað finnst þér?
Í fréttinni segir:
Hafnarfjarðarbær hyggst stækka útsendingarsvæði nýbúaútvarps og mun það framvegis nást á öllu höfuðborgarsvæðinu.
Nýbúaútvarp hefur verið starfrækt í Hafnarfirði frá því í nóvember 2006 með útsendingarstyrk sem nær einungis Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær hefur átt í viðræðum við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu með mögulegt samstarf í huga vegna þessa verkefnis.
Nýbúaútvarpið hefur sent út á FM 96,2 frá fjölmiðladeild Flensborgarskóla en að svo stöddu er ekki ljóst hvort sú tíðni mun haldast óbreytt né heldur hvenær útsendingasvæðið mun stækka. Nýbúaútvarpið sendir út á fjórum tungumálum, pólsku, rússnesku, ensku og tagalog sem er tungumálið sem talað er á Filipseyjum.
Lítil umræða hefur farið fram um þessi mál og nánast ekkert hér á blogginu, eða lítil allavega.
![]() |
Nýbúaútvarp mun nást á öllu höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Dýr rass.
Þetta kemur ekkert við veskið hjá Gerrard, það er nefnilega allt öðruvísi í þessari grein en öðrum, þarna er manni skipað að sitja á rassgatinu og hirða launin sín.
Sæir þú það í anda að vinnuveitandinn þinn skipaði þér að sitja á rassinum og horfa á aðra vinn (já eða vinna ekki) og fá greitt dágóða upphæð fyrir? ég er ansi hræddur um að tékkinn yrði lægri umnæstu mánaðarmót, og þar að auki er ansi mikill munur á tékkanum þínum og hans Gerrard.
Bara svona smá öfundsverðar vangaveltur.
![]() |
AC Milan í undanúrslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Nema hvað?
Ég er mest hissa á að hann hafi látið vin sinn Charles verða á undan sér.
Ferðin kostar jú rétt tæpa 2 milljónir dollara en þeir eiga auðvelt með þann hluta pjakkarnir.
En ef hverju að þvælast þetta?
Vantar þig eitthvað frá Tunglinu?
Bandaríska kaupsýslumanninum Charles Simonyi vinur Bill Gates er staddur núna alþjóðlegu geimstöðinni.
![]() |
Bill Gates sagður íhuga geimferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á.
Vísnagáta dagsins er eftirfarandi.
Gengur hljótt um heimsins byggð.
Hann er ekki blauður.
Sýnir öllum trú og tryggð,
Tilfinninga snauður.
Rétt svar barst kl.09.33
Rétt svar er: Dauðinn
Rétt svar gaf bloggarinn: Gunnar Þór Jónsson
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Göngutúr fyrir sína heitt elskuðu, LOVE
Hann ætlar ekkert að gefast upp svo glatt sá "gamli" Þessir elskendur rifust aðeins um hver ætti að vaska upp eða eitthvað álíka og meyra lét hún sko ekki bjóða sér.
Yfirgaf kallgreyið sem engist nú í ástarsorg og er búinn að taka ákvörðun um að drepa sig á göngutúr.
Ætlar að rölta svona 1.600,000 metra til að ná þessari elsku aftur.
En hvað ef hún vill hann ekki samt, hvað gerir kappinn þá? labbar hann þá öfugan hring til baka? nei ég bara spyr.
![]() |
Hyggst ganga þúsund mílur til að feta í fótspor The Proclaimers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Engin lát á.
Það er engin lát á innflutningi eiturlyfjana, nema það sé að tollverðir og lögregla sé bara að standa sig svona vel, betur en áður.
Það er ábyggilega nokkuð minna mál að ná eiturlyfjum af fólki sem geymir þau bara í vösum, sokkum eða í ferðatöskunni en þegar þarf að ná þeim úr óæðri endum fólks.

![]() |
Tekin með rúmt kíló af meintu kókaíni í Leifsstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Hrikalegt að sitja undir svona sakargiftum.
Það hlýtur að vera hrikalegt að sitja undir svona sakargiftum, er maður ekki orðin morðingi ef sök sannast?
![]() |
Mannleg mistök ollu því að gríska farþegaskipið fórst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á.
Vísnagáta dagsins er eftirfarandi.
Laðar og dregur hugann hátt.
Harðlega sótt en varið af öðrum.
Tekið á þeim, sem talar fátt.
Tvístýft, sneitt með bitum og fjöðrum.
-
Rétt svar barst kl.20.20
Rétt svar er: Kríu hreiður
Rétt svar gaf bloggarinn: Dúa Dásamlega (Sigþrúður Þorfinnsdóttir.)
Svar og höfundarnafn óskast.
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Margra kvenna makar.
Ég er ekki að skilja þetta, það eru nú ekki margir íslendingar sem hafa ráðist í það óvinnandi verkefni að eiga tvær eiginkonur, og þeir sem það hafa reynt hafa lent í tómu tjóni, bæði í konumálunum og svo yfirvöld þegar það hefur komist upp.
Ég vorkenni þessum Sáta bara ekkert fyrst hann var að þvælast með nefið ofan í fleyrum en einum koppi.
Mér hefur fundist það yfirdrifið "verkefni" að eiga eina konu, og eftir ja allavega ítrekaða reynslu mína í þeim málum held ég að ég mundi ekki treysta mér í svona óvinnandi verkefni að eiga tvær, hvað þá þrjár.
![]() |
Fjölkvæni er ekkert spaug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Vantar þig eitthvað frá Tunglinu?
Það er ekki svo flókið að ná sér í eitthvað á Tunglinu.
Þú ferð bara í dótakassann þinn, eða niður í geymslu, býrð til eitthvað smá tæki úr draslinu þar og sendir það svo bara með smá apparati til Tunglsins.
Þú getur haft þetta myndband til að fara eftir.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Ef Baugur getur það ekki þá getur það enginn.
Guardian segir, að viðsnúningurinn á rekstri Iceland sé táknrænn fyrir velheppnuð kaup Baugs á Big Food Group og að Baugur telji þessa fjárfestingu vera besta dæmið um hvernig sú stefna, að kaupa verslunarkeðjur og byggja þær upp, virki. Hefðbundnir fjárfestar myndu nú bjóða fyrirtækið til sölu á ný, en Baugur ætli að halda áfram að efna verslunarkeðjuna og nota hagnaðinn sem kemur frá rekstri hennar til að fjármagna frekari fjárfestingar.
Það er bar svo einfallt, ef Baugur getur ekki gert gott úr engu þá getur það enginn, svo einfallt er það.

![]() |
Endurfjármögnun og uppgangur hjá Iceland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Af hverju?
Spurðu Charles Simonyi spurninga,
smelltu á ASK CHARLES þegar inn á síðuna er komið og svo á VIDEO.
Ætli húsnæðisvandinn sé ekki neinn þarna og eða íbúaerjur? smelltu á mynd.
![]() |
Geimferðalangur kominn til alþjóðlegu geimstöðvarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. apríl 2007
Athyglisvert
Eins og allir vita er allt að fara til andskotans í sjávarútvegsmálunum okkar en lítið eða ekkert gert í málunum, ja allavega ekki til bóta, tvær athyglisverðar fréttir eru inn á bb.is á forsíunni.
ruv. is | 07.04.2007 | 13:02Þorskur: Ráðherra bíður ráða Hafró
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vill bíða niðurstaðna rannsókna Hafrannsóknastofnunar áður en hann svarar erindi smábátasjómanna sem krefjast aukinna þorskveiðiheimilda. Hann segir mokafla undanfarið sýna að vel hafi tekist til við uppbyggingu fiskistofnanna. Tvö félög smábátasjómanna á Vestfjörðum hafa sent sjávarútvegsráðherra áskorun um að auka við aflaheimildir í þorski enda sé fullur sjór af fiski og hafi lengi verið. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kannast við erindið, sömuleiðis við ástandið. Hann vísar til umfangsmikilla rannsókna á stofnstærð sem nú standi yfir hjá Hafrannsóknastofnun og sé ekki lokið. Hann kveðst vilja sjá niðurstöðurnar áður en hann tekur afstöðu til erindanna fyrr hafi hann ekki forsendur til þess. Frá þessu var greint á vef Ríkisútvarpsins.
bb.is | 07.04.2007 | 08:54Harma andvaraleysi fiskifræðinga
Stjórn Strandveiðifélagsins Króks á Tálknafirði samþykkti á dögunum að skora á sjávarútvegsráðherra að auka nú þegar veiðiheimildir í þorski um 25-30 þúsund tonn. Í áskoruninni segir: Stjórnin harmar andvaraleysi fiskifræðinga á því góðæri sem ríkt hefur á undanförnum árum í lífríki sjávar. Þorskur er um allan sjó, vel haldinn og af öllum stærðum. Á það ekki síst við árganga þar sem nýliðun er sögð léleg og er forsenda þess hræðsluáróðurs sem beitt hefur verið í látlausri niðurskurðaráráttu Hafrannsóknastofnunar. Stjórn Króks bendir á að mokveiði er búin að vera á öll veiðarfæri, allt í kringum landið undanfarin misseri. Síðustu mánuðir eru þar engin undantekning þrátt fyrir spár fiskifræðinga. Þessar staðreyndir blasa við á sama tíma og þorskur er í auknum mæli veiddur sem meðafli. Við veiðar á öðrum tegundum tekst ekki að forða metveiði á honum.
Við þessum fréttum er svo commentað fyrir neðan fréttirnar og oft athyglisverð comment þar.
Mánudagur, 9. apríl 2007
Vonandi verður íslenska prestastéttin ávallt utan stjórnmálana.
Moqtada Sadr er róttækur sjítaklerkur.
Í fréttum hér á Mbl í byrjun árs var sagt að talsmenn Bandaríkjahers sögðu að hinn róttæki sjítaklerkur Moqtada al-Sadr hefði flúið frá Írak og væri nú í Íran.
Sagt er að sveitir Sadrs séu þær hættulegustu í borgarastríðinu í Írak og eru þær sakaðar þær um að hafa myrt hundruð eða þúsundir súnníta.
Stríð hjá þessu fólki er búið að standa látlaust í áratugi, sumir segja árhundruði.
Maður einhvernvegin getur ekki ímundað sér hvernig er fyrir hinn almenna borgar að lifa við þetta ástand, ala upp börn og reina að lifa "eðlilegu" lífi.
![]() |
Íraskir sjítar brenna bandaríska fána á mótmælafundi í Najaf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 9. apríl 2007
Tók bara ekki eftir hraðanum manngreyið.
Það væri svo sem alveg skiljanlegt ef þetta hefur verið Schumacher, honum þætti þetta sjálfsagt temmilegur götuhraði.
Á þessu svæði eru steinklumpar og varasamur kafli þar sem vegavinna fer fram og er þar 50 km. hámarkshraði.
Maðurinn vildi alsekki kannast við að hafa keyrt á neinum ofsahraða, samt var kappinn á 160 km hraða.
við svona athæfi er ekki í lagi að brosa, en samt ekki hægt annað en að brosa yfir því að maðurinn tók bara alsekki eftir því að hann hafir keyrt á neinum ofsahraða.
Við þennan kafla er svo sem ekki mikil hætta á að gangandi fólk sé á ferli, en mikil umferð er þarna og talsverð meyra að segja þegar minnsta umferðin er.
Er nóg að svipta menn og sekta við svona glæp?
![]() |
Mældist á 160 km hraða á Reykjanesbrautinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 9. apríl 2007
18 ára aldurstakmark?
Nú verður kátt í höllinni, 5 til 6000 manns, tekur stúkan ekki 1000 manns? Ætli einhver verði þar?
Með Björk í Laugardalshöll leika Mark Bell og Damian Taylor sem sjá um raftæki hverskonar, Chris Corsano, ungur og efnilegur trommuleikari, Jónas Sen spilar á orgel og hljómborð. Fyrir tónleikana í Höllinni og heimstónleikaferðina sem fylgir í kjölfarið hefur Björk sett saman 10 kvenna blásturleikararhóp, sem má telja harla óvenjulegt, en hann skipa: Brynja Guðmundsdóttir, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Erla Axelsdóttir, Særún Ósk Pálmadóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Valdis Þorkelsdóttir, Sylvia Hlynsdóttir, Björk Nielsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. midi.is
18 mánaða tónleikaferðalag tekur síðan við hjá Björk og Co. og mun hún klárlega slá í gegn hvar sem hún kemur.
Húsið opnar kl.18.30 og Björk stígur á sviðið klukkan 20.00
Af hverju er aldurstakmarkið 18 ára? sennilegasta skíringin er að þarna verði selt áfengi.
![]() |
Björk stígur á svið í Laugardalshöll í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
-
Alfreð Símonarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
halkatla
-
Ari Guðmar Hallgrímsson
-
Baldvin Jónsson
-
Birgir Leifur Hafþórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyþór Jónsson
-
Fannar frá Rifi
-
Fararstjórinn
-
Friðjón R. Friðjónsson
-
Gestur Halldórsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Gylfi Björgvinsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Hallur Guðmundsson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Nikulásson
-
Hrannar Baldursson
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Jens Guð
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kolgrima
-
Kristján Jónsson
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Ragnar Sigurðarson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigurjón Benediktsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Traustadóttir
-
gudni.is
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf Nordal
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Örvar Þór Kristjánsson
-
Þóra Hermannsdóttir Passauer
-
Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar