Hvurn andskotanns kemur okkur það við? segir Baggalútur

 (Færslan klikkaði eitthvað, sett inn aftur)

Það er alveg stórkostulegt hversu margir Bloggarar eru góðir pennar, ég lenti óvart inn á síðu Baggalúts og gleymdi mér gjörsamlega.

Kíktu á. Launakjör forstjóra Kaupþings


Sneddí.

Er þetta ráðstafanalausn.


Eins gott að vera ekkert með neitt joke.

Manngreyið var með smá grín í gangi og fær jafnvel 75 ára fangelsisdóm fyrir, hvar eru mannréttindin núna?

SigfúsSig.

Ps. Breytt: stafsetningavilla löuð og færslan endurnýjuð.


Getur þú ekki hælt bílstjóra en hallmælt bílnum? og öfugt?

Ég átta afar skemmtilegt samtal í dag (í síma) við kunningja minn sem einnig er bloggari hér þótt ág hafi ekki haft grun um það, hefur meyra að segja fylgst með ruglinu í mér frá byrjun.

Margt bar á góma eins og vera ber, tvennt var það sem ég undraðist dálítið, annarsvegar var það að þrátt fyrir að vera hér á blogginu og lesa ruglið í mér, hafði hann hvorki skrifað í Athugasemdir né sagt mér frá að hann væri að blogga hér þótt ég hitti eða heyra í honum alltaf annað veifið.

Hitt vakti kannski enn meyra undrun mína og það var að hann minntist á ófagmannlega skrifaða færslu á blogginu eftir mig þar sem ég setti link um Jakop Frímann inn, við spjölluðum um þetta fram og til baka og margt tengt skoðunarkönnunum bar líka á góma, við minntumst á þó nokkra stjóramálamenn, í hinum og þessum flokkum og marga þeirra ber ég mikla virðingu fyrir, þetta fannst honum alveg furðulegt, að ég skildi hæla hinum og þessum stjórnmálamönnum þótt þeir væru ekki einusinni í flokknum sem ég sennilega muni kjósa.

Hann sagði að lokum að ég væri ekki trúr mínum flokki né flokksvali.

Ég veit þú lest þetta xxxxx, en mín skoðun á þessum mönnum og konum hefur ekkert breyst.

Það eru snillingar í FLESTUM flokkum, verst að geta ekki sameinað allt þetta frábæra stjórnmálafólk í einn samheldin hóp/flokk.

SigfúsSig.

Ps. leiðrétting á orðum vinar míns og færslan sett inn aftur, rétt skal vera rétt.


Mig langar að benda Femínistum/konum á bloggfærslu.

Er Femínistum (konum og konum kannski almennt) virkilega alveg sama ef hallar á karlmanninn?  er það eina sem skiptir máli, réttur konunnar.

Þessi færsla beinist alsekki einvörðungu að Femíniskum konum.

Ég er mjög meðvitaður um að það vantar þónokkuð á jafnréttið, en er þetta í réttum farvegi? Ég sem einstæður faðir til margra ára hef marg MARG oft lent á dyrum í kerfinu þar sem ég á EKKI greiða leið eða greiðan aðgang, sem konum (einstæðum mæðrum) standa galopnar, þetta hafa konur (einstæðar mæður) sagt mér sjálfar, oft hefi ég lent í því að fólk (konur) líta á mig þegar verið er að ræða þessi mál eins og ég sé að skipta mér að einhverju sem ég hafi ekki hundsvit á vegna þess að ég er karlamaður.

Auðvitað má segja: Þið getið bara barist fyrir ykkar rétti sjálfir, þetta er bara ykkar mál.

Mig langar að benda á blogg færslu hér á blogginu  hjá bloggaranum Óskar.

SigfúsSig.


Skoðanakannair lítt spennandi!

Svo virðist sem ákveðið munstur sé orðið hvernig komandi kosningar fara, málin eiga bara eftir að þróast enn meyra í þá átt sem síðustu skoðanakannanir hafa verið að sína, nánast engar breytingar eru á skoðanakönnunum nema jú maður staldrar aðeins við á meðan maður les um framsókn, og meyra að seigja í mínum augum og flestra sem ég hef talað við undanfarna daga er er ekki einusinni spenningur um það hvaða flokkar fara saman í stjórn

Er það? er það ljóst hvernig næst ríkisstjórn verður skipuð?

Allavega get ég ekki ímyndað mér að framsókn verði og hef trú á að margur Framsóknarmaðurinn sé því bara feginn, þeir þurfa núna bara að einbeita sér að því að stokka eitthvað upp spili, það er að segja ef þau finnast.

SigfúsSig.


mbl.is Samfylkingin með 19,2% fylgi samkvæmt könnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smásaga.

Langar að deila hér gærdeginum með vinum og þeim sem vilja, ekki neitt krassandi dagur en skemmtilegur.

Kunningi minn og dóttir hans (9ára) hringdu í mig og Guðbjörgu Sól (7 ára) í hádeginu í gær og spurði mig hvort við ættum ekki að skella okkur í Keiluhöllina, þetta fannst mér þrælsniðugt (ég hafði aldrei farið í keilu hér á íslandi, og 20 ár allavega síðan ég fór í keilu) og hugsaði mér að vera þarna frá þrjú til fimm ca., ákváðum við að hittast uppí Keilu um þrjúleitið.

Báðir þurftum við að sinna viðskiptaerindum áður en við færum þangað og fór ég að sinna mínum, Guðbjörg Sól mín (7 ára) var í þessum erindrekum mínum með mér og var gjörsamlega friðlaus (hafði farið í keilu með krökkum og leiðbeinendum á vegum ÍTR).SSkeila

Loksins komumst við nú í Keiluhöllina og var þar stappað af fólki, allavega á litið og á öllum aldri, við hringdum í vini okkar (Eyþór og Önnu Margréti) og leit út fyrir að þau mundu tefjast eitthvað lítillega vegna þess sem kunningi minn þurfti að sinna áður en þau kæmu, og vegna þess að margt var um manninn ákvað ég að panta strax svo við kæmumst einhvern tíman að, ó jú við áttum að bíða í TVO KLUKKUTÍMA eftir að komast að, vinir okkar komu svo fljótlega og börnin fóru að leika sér þarna í leiktækjum á meðan við biðum.

Biðin varð nú ekki eins löng og gert var ráð fyrir og var nú farið að kasta kúlum, mikið var af börnum þarna og eins og áður sagði fólki á öllum aldri og frá ýmsum þjóðernum, mikið fjör, hláturinn glumdi um allt, fólk hoppaði og dansaði og flott músík dundi temmilega hávær um allt, og ekki sást vín á nokkrum manni á þessari skemmtun eins og vera bar, já það er ekki vandi að skemmta sér án víns á íslandi og yndislega gaman var að fylgjast með þessum frjálslegu börnum sem gjörsamlega slepptu sér þarna.

Tímaskin okkar fór algerlega forgörðum og vorum þarna stanslaust að frá kl. ca. 15.45 til að ganga níu í gærkvöldi og er óhætt að segja að tvær hnátur hafi verið orðnar ansi þreyttar þótt þær vildu ólmar bæta enn fleiri leikjum við, en þar sem þessi elskulegu feðgin voru búin að bjóða okkur í mat varð að drífa sig á stað í eldamennskuna, hráefni matarinn átti að koma á óvart og gerði það svo sannarleg, þau voru með tvær gerðir af fiski, annar kryddleginn en hinn í einhverskonar sósu með rifnum osti, annar steiktur á pönnu en hinn eldaður í ofni, reyndist þetta algert lostæti, sérstaklega annar rétturinn (sá kryddlegni) og spurning kvöldsins var svo hvaða fiskitegund þetta var sem við SS5553242höfðum verið að borða, ó jú, eins og kokkurinn vissi kom það mér verulega á óvart að þetta var hvortveggja LANGA.

Það voru þreytt og sæl feðgin sem fóru heim og að lúlla í gærkvöldi.  >>>>Sjá myndir<<<<

SigfúsSig.


Forustu fólk skiftir bara um flokk sísvona!!

SSCAS56F8HMikið óskaplega finnst mér stjórnmálamenn verða ótrúverðugir sem bara skifta um flokk eins og nærbuxur.

Og ekki verður flokkurinn trúverðugur með slíkt fólk innanborðs, það er ekkert á vísan að róa hvað stjórnmálamenn flokksins haldast lengi þar áður en þeir veifa hendinni og segja bæ, benda í þessa átt núna en hina áttina eftir einhverjar vikur og segja ég ætla að prufa þennan flokk núna.

Hvursu trúverðugt er þetta fólk?

Hversu trúverðugir eru flokkar með þetta fólk innanborðs?

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1255509


mbl.is Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Ingi Hrafnsson segir

á bloggsíðu sinni: Glöggir lesendur Moggabloggsins hafa eflaust velt því fyrir sér hvort aðsóknin að blogginu sé að minnka, þvert ofan í kenningar um að bloggið sé vinsælla en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma sýnist aðsóknin að bloggi Vísis í mikilli sókn. Aðsóknin að blogginu - mismunandi aðferðafræði?  Tilvitnun lokið. 

Blogg teljarinn á Vísir er mjög svo villandi svo e3kki sé meyra sagt, í fyrsta lagið þá telur hann í hvert skipti sem þú ferð áfram og til baka, í öðru lagi ef þú smellir á Refresh, í þriðja lagi hef ég ekki trú á að 40 manns komi inn hjá manni á 4 sekúndum.

Ekkert af þessu skéður á Mbl blogginu.

Kv. SigfúsSig.


Skringilegt trúboð.

Ég get nú ekki talist sérlega trúsækin, allavega síðustu misseri, og er þá að meina í að sækja kirkjur landsin, ég er stoltur af því að vera í þjóðkirjunni en reini eftir fremsta megna að traðka ekki á öðrum trúfélögum. þegar ég síðan rekst á >>>svona<<< skrif velti ég fyrir mér gjarnan hvað sé að á þessum bæ.

SigfúsSig.


Sko þetta gengur bara ekki.

Þetta er sko algert klám, klámhugsanir, klámfréttir og skrif er bara hreinlega að TRÖLLRÍÐA öllu klámi.

SigfúsSig.


mbl.is Á móti Píkusögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú bara eðlilegt!

Akureyringarnir keyra náttúruleg miklu meyra á NÖGLUM, SStraktor312ábyggilega hvert einasta farartæki á SSskorSShjoladekknelgdum dekkjum svo sem bílar, reyðhjól og önnur farartæki, svo eru Akureyringar ábyggilega ALLIR á neldum útiskóm, já og jafnvel inniskóm.

Er ekki annars allt nöglunum að >>kenna?<< þrátt fyrir til eru rannsóknir sýna að þau eru EKKI mesti valdur svifriksins (heilsársdekk jafnvel verri >>Kíktu á þessa bloggsíðu<<

Ég tek heilshugar undir það að Nagladekk á Höfuðborgar svæðinu eru algerlega óþörf eins veðurfar hefur verið undanfarin ár.

SigfúsSig.


mbl.is Enn eykst svifrykið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er strætó AK að gera?

SSstraetoÞetta er mjög athyglisvert, ekki man ég efir að nokkurntíma hafi strætó hér á Höfuðborgarsvæðinu ná neinni aukningi svo heitið getur með þeim mýmögu tilraunum sem hafa verið gerðar undanfarin ár. Skoðum hvað Akureyringarnir eru að gera. Taka ber tilit til að sjálfsagt er auðveldar að ná svona árangri í minni byggðarlögum, en Ok, allavega þess vert að skoða.

SigfúsSig.


mbl.is 78% aukning á notkun strætós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓGEÐSLEGT og illa innrætt fólk, ég bara á ekki orð.

Hvað er eiginleg að ské? hvað er hlaupið í fólk? sér það KLÁM í öllum skapaðans hlutum?

Mig undrar að svona lagað skuli vera að gerast og skammast mín fyrir þessa íslendinga.

Mikið er bloggað og skrifað um Smáralindarbæklinginn, ég var nú orðin alvarlega forvitinn um þessar myndir í honum, sem ég hafði ekki séð vegna þess að einhverra hluta vegna fékk ég hann ekki, og það get ég sagt ykkur að mér leið nú ekki par vel með það, því ég náttúrulega var öruggur á að það væri vegna þess að svona einfeldningur eins og ég ætti alsekki að sjá svona sorprit.

Td. skrifar bloggarinn Guðbjörg H. Kolbeinsdóttir kennari við Háskóla íslands:

Auglýsingabæklingur frá Smáralind var borinn í hús í dag. Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig.

Forsíðumyndin blandar saman sakleysi barnæskunnar (stúlkan er

umkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning. Er slík notkun á táknum, sem eru flestum fullorðnum vel kunnug, viðeigandi á bækling sem er ætlaður fermingarbörnum?

Á öðrum stað í auglýsingablaðinu eru myndir af þekktri söngkonu sem máluð er eins og Barbie-dúkka. Í texta segir: „Barbie loves MAC er ný litalína sem kemur aðeins í takmarkaðan tíma sérstaklega hönnuð fyrir allar lifandi dúkkur.“ Eru stúlkurnar, sem eru um það bil að fara að fermast, aðeins lifandi dúkkur?

Skilaboðin sem auglýsingablað Smáralindar sendir ungum stúlkum eru þessi: Verið undirgefnar kynlífsdúkkur.

Tilvitnun lokið.     >>>Blogg síða ruddans.<<<  (Viðbót, greinilega búið að fjarlægja bloggið.)

Ég nenni ekki að leita að fleyrum sem tóku undir þetta með henni, nokkrir bloggarar tóku undir þetta með henni..

Ég varð já VARÐ að útvega mér þennan bækling, og fyrst pósturinn var að verja mig fyrir ósómanum dröslaði ég mér inní bíl og ók tugi kílómetra til að berja þennan ósama augum, var samt dálítið smeykur við þetta skrímsli.

Bæklingnum náði ég, og vonaði að eingin tæki eftir því að ég væri að eltast við svona ógeðslegt sorprit.

Ég þorði einganvegin að kíkja á eða í bæklinginn atarna, hafði hann bara í vel lokuðum pokanum alla leiðina heim, hljóp upp stigann, rauk inn og reyf blaðið upp úr pokanum og fór að rína í með hræðslublendinni forvitni,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

Hvernig segir maður þetta aftur,,,, eða skrifar DÍSÚS KRÆST, eða Jesús Kristur, hvar er klámið, fékk ég vitlausan bækling?smaralind346

Klámið fann ég hvergi, og þetta var með þeim flottustu bæklingum og myndum sem ég séð, bæklingurinn hinn myndarlegasti og fallegt fólk með föt eða annað í kringum sig eða bara það sem verið er að auglýsa.

 Ég lýsi því hér með yfir að margir íslendingar eru ógeðslega þenkjandi og ég vona að ég þurfi aldrei að berja þetta fólk augum, en ef það á eftir mér að liggja vona ég að ég missi mig ekki.

Enn og aftur, aðrar konur en soðnar í klámhugsanir, til hamingju með daginn.

Kv. SigfúsSig.

Ps. myndinni bætt inn í færslu síðar.


Konur! til hamingju með daginn.

Dagurinn í dag er dagurinn, eða þannig sko.

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur hvenna og óska ég konum til hamingju með daginn.

Kv. SigfúsSig.


Jahérna, ekki nema það þó.

Nú munu allir kynferðisglæpamenn og konur keppast að því að verða ELLILÍFEYRISÞEGAR, eða eða þannig.

SigfúsSig.


mbl.is Dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabarni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

160 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband